Segir fjölmiðlanefndina hafa eyðilagt RÚV-kæru Garðar Örn Úlfarsson skrifar 12. október 2018 07:15 Hafnartorg er miðpunktur ásakana á hendur RÚV. Fréttablaðið/Eyþór „Ef það einhvern tíma voru einhverjir rannsóknarhagsmunir í málinu þá eru þeir löngu spilltir,“ segir Magnús Ragnarsson, framkvæmdastjóri sölusviðs Símans, sem telur Fjölmiðlanefnd hafa ónýtt kærumál hans á hendur Ríkisútvarpinu. Eins og fram hefur komið óskaði Magnús eftir því við Fjölmiðlanefnd að hún hæfi formlega rannsókn „á óeðlilegum tengslum auglýsingasölu og fréttaflutnings hjá Ríkisútvarpinu sjónvarpi“, eins og hann orðar það í kæru. Sagði Magnús frétt í sjónvarpsfréttum RÚV um Hafnartorg 1. október síðastliðinn staðfesta „í eitt skipti fyrir öll óheppileg og reyndar ólögleg tengsl auglýsingasölu og dagskrárgerðar hjá Ríkisútvarpinu“. Að sögn Magnúsar var fréttin á RÚV birt í kjölfar þess að ákveðið var að birta nýja og dýra auglýsingu um Hafnartorg hjá RÚV en ekki hjá Símanum því Síminn reki ekki fréttastofu „og ætlun auglýsenda væri að komast að í fréttum“, útskýrir hann í kærunni til Fjölmiðlanefndar. Aðspurður segir Magnús að Síminn hafi því miður ekki tölvupósta eða slík gögn sem staðfesti að auglýsingin um Hafnartorg hafi á endanum ekki verið flutt í Sjónvarpi Símans á þeim grundvelli að fyrirtækið sé ekki með fréttastofu. „Tilboðinu var hafnað á þeim forsendum að Hafnartorg hefði áhuga á því að vera meira í fréttum og við bjóðum ekki upp á slíka þjónustu,“ segir hann. Áðurnefnd frétt RÚV hafi öll ekki verið annað en auglýsing. „Þörf Hafnartorgs núna er að klára að selja húsnæði. Þessi frétt er hluti af því verkefni.“ Í kærunni til Fjölmiðlanefndar óskaði Magnús eftir því að gerð yrði húsleit hjá RÚV. Hann segir málið nú hins vegar fyrir bí. „Með því að taka málið ekki fyrir sérstaklega eða leiðbeina um aðra málsmeðferð heldur senda kæruna bara beint til Ríkisútvarpsins er Fjölmiðlanefnd búin að tryggja að það verður aldrei fengin nein óyggjandi niðurstaða í þessu máli,“ segir Magnús. Þótt Magnús telji þetta mál úr sögunni segir hann fleiri mál sem tengist RÚV til skoðunar hjá eftirlitsaðilum. Nefnir hann að samkeppnisrekstur RÚV sé ekki í sérstökum félögum eins og lög bjóði og að til skoðunar sé hvernig var staðið að auglýsingasölu fyrir HM í fótbolta. „Það eru ekki til staðar þessir Kínamúrar sem Rakel Þorbergsdóttir [fréttastjóri RÚV] vísar í. Þeir eru ímyndaðir.“ Þess ber að geta að á ruv.is var í fyrrakvöld haft eftir Rakel Þorbergsdóttur að ásakanir Magnúsar væru grafalvalegar og atvinnurógur. Í kvörtun hans væri aðeins að finna „rakalausar dylgjur og hugarburð“. Birtist í Fréttablaðinu Fjölmiðlar Tengdar fréttir Síminn krefst húsleitar hjá RÚV vegna fréttar um Hafnartorg íminn hefur krafist þess að Fjölmiðlanefnd rannsaki hvort að óeðlileg tengsl séu á milli auglýsingasölu og fréttaflutnings hjá RÚV. Málið er tilkomið vegna fréttar um framkvæmdir á Hafnartorgi sem Síminn telur að hafi verið dulin auglýsing. 10. október 2018 22:45 Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Erlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Innlent Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Erlent Fleiri fréttir Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjá meira
„Ef það einhvern tíma voru einhverjir rannsóknarhagsmunir í málinu þá eru þeir löngu spilltir,“ segir Magnús Ragnarsson, framkvæmdastjóri sölusviðs Símans, sem telur Fjölmiðlanefnd hafa ónýtt kærumál hans á hendur Ríkisútvarpinu. Eins og fram hefur komið óskaði Magnús eftir því við Fjölmiðlanefnd að hún hæfi formlega rannsókn „á óeðlilegum tengslum auglýsingasölu og fréttaflutnings hjá Ríkisútvarpinu sjónvarpi“, eins og hann orðar það í kæru. Sagði Magnús frétt í sjónvarpsfréttum RÚV um Hafnartorg 1. október síðastliðinn staðfesta „í eitt skipti fyrir öll óheppileg og reyndar ólögleg tengsl auglýsingasölu og dagskrárgerðar hjá Ríkisútvarpinu“. Að sögn Magnúsar var fréttin á RÚV birt í kjölfar þess að ákveðið var að birta nýja og dýra auglýsingu um Hafnartorg hjá RÚV en ekki hjá Símanum því Síminn reki ekki fréttastofu „og ætlun auglýsenda væri að komast að í fréttum“, útskýrir hann í kærunni til Fjölmiðlanefndar. Aðspurður segir Magnús að Síminn hafi því miður ekki tölvupósta eða slík gögn sem staðfesti að auglýsingin um Hafnartorg hafi á endanum ekki verið flutt í Sjónvarpi Símans á þeim grundvelli að fyrirtækið sé ekki með fréttastofu. „Tilboðinu var hafnað á þeim forsendum að Hafnartorg hefði áhuga á því að vera meira í fréttum og við bjóðum ekki upp á slíka þjónustu,“ segir hann. Áðurnefnd frétt RÚV hafi öll ekki verið annað en auglýsing. „Þörf Hafnartorgs núna er að klára að selja húsnæði. Þessi frétt er hluti af því verkefni.“ Í kærunni til Fjölmiðlanefndar óskaði Magnús eftir því að gerð yrði húsleit hjá RÚV. Hann segir málið nú hins vegar fyrir bí. „Með því að taka málið ekki fyrir sérstaklega eða leiðbeina um aðra málsmeðferð heldur senda kæruna bara beint til Ríkisútvarpsins er Fjölmiðlanefnd búin að tryggja að það verður aldrei fengin nein óyggjandi niðurstaða í þessu máli,“ segir Magnús. Þótt Magnús telji þetta mál úr sögunni segir hann fleiri mál sem tengist RÚV til skoðunar hjá eftirlitsaðilum. Nefnir hann að samkeppnisrekstur RÚV sé ekki í sérstökum félögum eins og lög bjóði og að til skoðunar sé hvernig var staðið að auglýsingasölu fyrir HM í fótbolta. „Það eru ekki til staðar þessir Kínamúrar sem Rakel Þorbergsdóttir [fréttastjóri RÚV] vísar í. Þeir eru ímyndaðir.“ Þess ber að geta að á ruv.is var í fyrrakvöld haft eftir Rakel Þorbergsdóttur að ásakanir Magnúsar væru grafalvalegar og atvinnurógur. Í kvörtun hans væri aðeins að finna „rakalausar dylgjur og hugarburð“.
Birtist í Fréttablaðinu Fjölmiðlar Tengdar fréttir Síminn krefst húsleitar hjá RÚV vegna fréttar um Hafnartorg íminn hefur krafist þess að Fjölmiðlanefnd rannsaki hvort að óeðlileg tengsl séu á milli auglýsingasölu og fréttaflutnings hjá RÚV. Málið er tilkomið vegna fréttar um framkvæmdir á Hafnartorgi sem Síminn telur að hafi verið dulin auglýsing. 10. október 2018 22:45 Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Erlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Innlent Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Erlent Fleiri fréttir Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjá meira
Síminn krefst húsleitar hjá RÚV vegna fréttar um Hafnartorg íminn hefur krafist þess að Fjölmiðlanefnd rannsaki hvort að óeðlileg tengsl séu á milli auglýsingasölu og fréttaflutnings hjá RÚV. Málið er tilkomið vegna fréttar um framkvæmdir á Hafnartorgi sem Síminn telur að hafi verið dulin auglýsing. 10. október 2018 22:45