Matreiðslumeistarinn Úlfar Eysteinsson er látinn 71 árs að aldri. Úlfar var jafnan kenndur við veitingastað sinn Þrjá frakka við Baldursgötu sem hann stofnaði árið 1. mars 1989.
Hann var þjóðþekktur fyrir fiskrétti sína en fjölskylda hans sá um rekstur staðarins alla tíð. Í fyrra tók sonur hans Stefán Úlfarsson við rekstrinum eftir að hafa sinnt honum við hlið föður síns til fjölda ára.
Stefán Úlfarsson matreiðslumaður hefur tekið yfir rekstur á veitingahúsi föður síns, Úlfars Eysteinssonar, Þremur frökkum. Stefán segir að matarsmekkur fólks sé öðruvísi á sumrin en haustin.