Fóðrun í fiskeldi á Austfjörðum fjarstýrt frá Noregi eftir áramót Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 11. október 2018 06:30 Fiskeldi Austfjarða er með eldi bæði í Berufirði og á Fáskrúðsfirði. Fréttablaðið/Vilhelm Stefnt er að því að allri fóðrun í kvíum Fiskeldis Austfjarða hf. verði fjarstýrt frá Noregi innan tíðar. Þetta kemur fram í viðtali við Roar Myrhe, framkvæmdastjóra norska eldisfyrirtækisins Midt-Norsk Havbruk, í tímaritinu Intrafish í síðustu viku. Norska fyrirtækið á 62 prósenta hlut í Fiskeldi Austfjarða. „Við munum gera prófanir í haust og ganga úr skugga um að allar tengingar séu öruggar með það að markmiði að geta hafið fóðrunina í janúar 2019,“ segir Myrhe í samtali við tímaritið. Hann segir að fóðruninni verði stýrt frá starfstöð fyrirtækisins í Rorvik í Noregi og þeir starfsmenn sem komi til með að stýra fóðruninni muni ekki hafa önnur störf með höndum. Frá stjórnstöðinni í Rorvik muni þeir hafa fullkomna yfirsýn yfir það sem fram fer í eldisstöðinni á Austurlandi í gegnum nema, myndavélar og aðrar upplýsingar. Hin nýja tækni muni gera fyrirtækinu kleift að fjarfóðra fiskinn jafnvel í vondu veðri þegar erfitt getur verið að komast á staðinn. „Það er verið að nota nýjustu tækni við að fóðra fiskinn sem best þannig að við náum bæði betri vexti og betri nýtingu á fóðrinu,“ segir Guðmundur Gíslason, framkvæmdastjóri Fiskeldis Austfjarða. Aðspurður segir Guðmundur að ekki sé gert ráð fyrir fækkun starfsfólks vegna þessara breytinga. „Ekki hjá okkur, nei, af því að við erum enn að stækka.“ Fyrirtækið hefur framleiðsluleyfi fyrir 11.000 tonn af laxi og regnbogasilungi, en hefur sótt um leyfi til framleiðsluaukningar og áætlanir gera ráð fyrir því að eingöngu verði alinn lax og að árleg slátrun úr fiskeldinu aukist úr 11.000 tonnum í 21.000 tonn. Fyrirtækið er með eldi í kvíum í Berufirði og Fáskrúðsfirði en vinnslan er staðsett á Djúpavogi. Guðmundur segir að um 20 manns starfi við eldið sjálft en í kringum 50 manns vinni í vinnslunni á Djúpavogi. Þá eigi eftir að telja fjölda afleiddra starfa. „Við erum náttúrulega með plön um að stækka töluvert mikið og þá verður til grundvöllur til að setja upp sams konar stjórnstöð fyrir fóðrun á Íslandi eins og þeir eru með í Noregi,“ segir Guðmundur. Ef litið er til þróunar í sjávarútvegi hefur störfum í veiðum og vinnslu fækkað um helming á rúmum tveimur áratugum. Í skýrslu Hugins Freys Þorsteinssonar, sem unnin var fyrir Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi, er fjallað um tæknibyltinguna sem skilað hefur mikilli hagræðingu og fækkun starfa í veiðum og vinnslu. Þannig hafi störf í veiðum og vinnslu verið 16.000 árið 1995 en hafi fækkað um helming og séu nú aðeins í kringum 8.000, samkvæmt upplýsingum frá Hagstofunni. Aðspurður segist Huginn ekki þekkja nægilega til starfa í fiskeldi til að segja til um hvort sjálfvirkni geti leyst þau af hólmi, þótt sú þróun hafi vissulega orðið í sjávarútvegi. Þar hafi ný hátæknistörf orðið til í staðinn, segir Huginn og bendir á fyrirtækið Marel sem augljóst dæmi. Birtist í Fréttablaðinu Djúpivogur Fjarðabyggð Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Innlent Dularfull brotlending nærri Area 51 Erlent Hefur áhyggjur af unga fólkinu Innlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Innlent Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Innlent Fleiri fréttir Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir fimmtán ára stúlku Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Sjá meira
Stefnt er að því að allri fóðrun í kvíum Fiskeldis Austfjarða hf. verði fjarstýrt frá Noregi innan tíðar. Þetta kemur fram í viðtali við Roar Myrhe, framkvæmdastjóra norska eldisfyrirtækisins Midt-Norsk Havbruk, í tímaritinu Intrafish í síðustu viku. Norska fyrirtækið á 62 prósenta hlut í Fiskeldi Austfjarða. „Við munum gera prófanir í haust og ganga úr skugga um að allar tengingar séu öruggar með það að markmiði að geta hafið fóðrunina í janúar 2019,“ segir Myrhe í samtali við tímaritið. Hann segir að fóðruninni verði stýrt frá starfstöð fyrirtækisins í Rorvik í Noregi og þeir starfsmenn sem komi til með að stýra fóðruninni muni ekki hafa önnur störf með höndum. Frá stjórnstöðinni í Rorvik muni þeir hafa fullkomna yfirsýn yfir það sem fram fer í eldisstöðinni á Austurlandi í gegnum nema, myndavélar og aðrar upplýsingar. Hin nýja tækni muni gera fyrirtækinu kleift að fjarfóðra fiskinn jafnvel í vondu veðri þegar erfitt getur verið að komast á staðinn. „Það er verið að nota nýjustu tækni við að fóðra fiskinn sem best þannig að við náum bæði betri vexti og betri nýtingu á fóðrinu,“ segir Guðmundur Gíslason, framkvæmdastjóri Fiskeldis Austfjarða. Aðspurður segir Guðmundur að ekki sé gert ráð fyrir fækkun starfsfólks vegna þessara breytinga. „Ekki hjá okkur, nei, af því að við erum enn að stækka.“ Fyrirtækið hefur framleiðsluleyfi fyrir 11.000 tonn af laxi og regnbogasilungi, en hefur sótt um leyfi til framleiðsluaukningar og áætlanir gera ráð fyrir því að eingöngu verði alinn lax og að árleg slátrun úr fiskeldinu aukist úr 11.000 tonnum í 21.000 tonn. Fyrirtækið er með eldi í kvíum í Berufirði og Fáskrúðsfirði en vinnslan er staðsett á Djúpavogi. Guðmundur segir að um 20 manns starfi við eldið sjálft en í kringum 50 manns vinni í vinnslunni á Djúpavogi. Þá eigi eftir að telja fjölda afleiddra starfa. „Við erum náttúrulega með plön um að stækka töluvert mikið og þá verður til grundvöllur til að setja upp sams konar stjórnstöð fyrir fóðrun á Íslandi eins og þeir eru með í Noregi,“ segir Guðmundur. Ef litið er til þróunar í sjávarútvegi hefur störfum í veiðum og vinnslu fækkað um helming á rúmum tveimur áratugum. Í skýrslu Hugins Freys Þorsteinssonar, sem unnin var fyrir Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi, er fjallað um tæknibyltinguna sem skilað hefur mikilli hagræðingu og fækkun starfa í veiðum og vinnslu. Þannig hafi störf í veiðum og vinnslu verið 16.000 árið 1995 en hafi fækkað um helming og séu nú aðeins í kringum 8.000, samkvæmt upplýsingum frá Hagstofunni. Aðspurður segist Huginn ekki þekkja nægilega til starfa í fiskeldi til að segja til um hvort sjálfvirkni geti leyst þau af hólmi, þótt sú þróun hafi vissulega orðið í sjávarútvegi. Þar hafi ný hátæknistörf orðið til í staðinn, segir Huginn og bendir á fyrirtækið Marel sem augljóst dæmi.
Birtist í Fréttablaðinu Djúpivogur Fjarðabyggð Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Innlent Dularfull brotlending nærri Area 51 Erlent Hefur áhyggjur af unga fólkinu Innlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Innlent Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Innlent Fleiri fréttir Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir fimmtán ára stúlku Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Sjá meira