Á bilinu 10-20% ungmenna í heiminum glíma við einhvers konar geðræna erfiðleika Heimsljós kynnir 10. október 2018 14:00 Frá Úganda gunnisal Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) varar við því að það geti haft alvarlegar afleiðingar síðar á ævinni ef ekki er tekið á geðrænum vanda á táningsaldri. „Hægt er að koma í veg fyrir eða lækna margs konar geðræna kvilla, sérstaklega ef fylgst er með andlegri heilsu frá blautu barnsbeini,“ segir António Guterres aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna. Um 16% þeirra sjúkdóma og meiðsla sem unglingar glíma við eru af geðrænum toga. Þeir eru hins vegar oft á tíðum ekki greindir og því ekki læknaðir. Upplýsingaskrifstofa Sameinuðu þjóðanna (UNRIC) greinir frá í tilefni af Alþjóðlega geðverndardeginum, sem er í dag, 10. október. Helsta markmið Alþjóðlega geðverndardagsins er að vekja fólk til vitundar um sálræna kvilla og berjast gegn geðrænum vandamálum með það að markmiði að bæta andlega heilsu í heiminum. Þema dagsins að þessu sinni er „Ungt fólks og andleg heilsa í breyttum heimi.” Fram kemur hjá UNRIC að töluverður munur sé á ríkum og fátækum ríkjum hvað varðar andlega heilsu. Af þeim 14% jarðarbúa sem glíma við geðræna sjúkdóma, búi 75% í fátækum ríkjum þar sem meðferð við þeim er af skornum skammti.„Margir tengja unglingsárin og fyrstu fullorðinsárin við miklar breytingar. Ungt fólk þarf að horfast í augu við margs konar umbreytingar, nýja skóla, að fara að heiman, byrja í háskóla eða hasla sér völl á vinnumarkaði. Finnsku geðverndarsamtökin telja að helmingur allra geðrænna kvilla byrji fyrir 14 ára aldur og 75% fyrir 24 ára aldur. Af þessum sökum er brýnt að fólk leiti sér meðferðar sem fyrst til þess að forðast veikindi á fullorðinsaldri,“ segir í fréttinni. „Slæm andleg heilsa á unglingsaldri hefur áhrif á námsárangur og eykur líkur á hættu á áfengis- og fíkniefnamisnotkun, auk ofbeldishneigðar. Þá eru sjálfsvíg á meðal tíðustu dánarorsaka ungs fólks,“ segir Guterres í ávarpi á Alþjóðlega geðverndardaginn.Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim.Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Mest lesið Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Misstu allt samband við Internetið Erlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent
Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) varar við því að það geti haft alvarlegar afleiðingar síðar á ævinni ef ekki er tekið á geðrænum vanda á táningsaldri. „Hægt er að koma í veg fyrir eða lækna margs konar geðræna kvilla, sérstaklega ef fylgst er með andlegri heilsu frá blautu barnsbeini,“ segir António Guterres aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna. Um 16% þeirra sjúkdóma og meiðsla sem unglingar glíma við eru af geðrænum toga. Þeir eru hins vegar oft á tíðum ekki greindir og því ekki læknaðir. Upplýsingaskrifstofa Sameinuðu þjóðanna (UNRIC) greinir frá í tilefni af Alþjóðlega geðverndardeginum, sem er í dag, 10. október. Helsta markmið Alþjóðlega geðverndardagsins er að vekja fólk til vitundar um sálræna kvilla og berjast gegn geðrænum vandamálum með það að markmiði að bæta andlega heilsu í heiminum. Þema dagsins að þessu sinni er „Ungt fólks og andleg heilsa í breyttum heimi.” Fram kemur hjá UNRIC að töluverður munur sé á ríkum og fátækum ríkjum hvað varðar andlega heilsu. Af þeim 14% jarðarbúa sem glíma við geðræna sjúkdóma, búi 75% í fátækum ríkjum þar sem meðferð við þeim er af skornum skammti.„Margir tengja unglingsárin og fyrstu fullorðinsárin við miklar breytingar. Ungt fólk þarf að horfast í augu við margs konar umbreytingar, nýja skóla, að fara að heiman, byrja í háskóla eða hasla sér völl á vinnumarkaði. Finnsku geðverndarsamtökin telja að helmingur allra geðrænna kvilla byrji fyrir 14 ára aldur og 75% fyrir 24 ára aldur. Af þessum sökum er brýnt að fólk leiti sér meðferðar sem fyrst til þess að forðast veikindi á fullorðinsaldri,“ segir í fréttinni. „Slæm andleg heilsa á unglingsaldri hefur áhrif á námsárangur og eykur líkur á hættu á áfengis- og fíkniefnamisnotkun, auk ofbeldishneigðar. Þá eru sjálfsvíg á meðal tíðustu dánarorsaka ungs fólks,“ segir Guterres í ávarpi á Alþjóðlega geðverndardaginn.Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim.Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Mest lesið Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Misstu allt samband við Internetið Erlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent