Eyþór gefur lítið fyrir yfirlýsingar Dags Jakob Bjarnar skrifar 10. október 2018 11:33 Eyþór telur Dag skauta heldur léttilega frá eigin ábyrgð vegna umdeilds verks við endurgerð bragga í Nauthólsvik. Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borginni, sem hefur gagnrýnt ákaft kostnað sem fór fram úr hófi við endurreisn bragga í Nauthólsvík, gefur lítið fyrir yfirlýsingar Dags B. Eggertssonar. Vísir greindi frá því í morgun að Dagur vildi fá allt upp á borð hvað varðar þá framkvæmd alla og fordæmir í raun það að kostnaður við verkið hafi farið úr böndunum. „Bíddu,“ segir Eyþór: „Hver er aftur borgarstjóri?“ Eyþór vill með öðrum orðum meina að Dagur beri alla ábyrgð á verkinu, því sem nefnt hefur verið Braggablús í Nauthólsvík. Sá blús virðist nú hafa skipt um takt. Eyþór efnir til umræðu um það á Facebook-síðu sinni í kjölfar fréttar Vísis. Hann birtir mynd af því þegar skrifað var undir í upphafi verks.Eyþór er ekki á því að sleppa Degi ódýrt frá ábyrgð sem hann telur borgarstjóra bera á hinu umdeilda verki.„Hér er einhver að skrifa undir braggaverkefnið fyrir hönd borgarinnar - hvað ætli hann heiti?“ spyr Eyþór háðskur. Og ekki stendur á viðbrögðunum. Einn segir: „Dagur fordæmir sjálfan sig … alveg ný leið í pólitík verð ég að segja.“ Minnihlutinn í borginni, svo sem Eyþór, Vigdís Hauksdóttir Miðflokki og Kolbrún Baldursdóttir Flokki fólksins, hafa gagnrýnt kostnaðinn harðlega að undanförnu. En, svo virðist sem þeim lítist lítt á að fá Dag með sér í það lið og/eða finnist sem hann sé að sleppa heldur ódýrt úr hreðjatakinu.Dagur er skipstjórinn og sigldi þessu verkefni þangað sem það fór „Ég held að hann geti ekkert komið sér frá ábyrgð þó hann reyni. Hann er framkvæmdastjóri borgarinnar samkvæmt lögum,“ segir Eyþór í samtali við Vísi. Og heldur áfram: „Hann leggur fram fjárhagsáætlun þar sem hann leggur til að farið sé í þetta verk. Sem á að kosta miklu minna en svo varð raun á. Það er hann sjálfur sem skrifar undir samninginn vegna verksins og lætur taka myndir af sér við það tækifæri. Hann er síðan æðsti embættismaður og yfir framkvæmdum borgarinnar. Og síðast en ekki síst, í meira en eitt ár hefur hann séð fundagerðir innkauparáðs þar sem kallað hefur verið eftir skýringum, frá borgarlögmanni og þær hafa enn ekki borist. Þetta allt veit Dagur," segir Eyþór.Finnst þér sem hann sé að sleppa heldur ódýrt frá málinu? „Ég held að hann geti ekki varpað sök á undirmenn sína, hann er skipsstjóri og hefur siglt þessu verkefni þangað sem það fór. Þetta er billegt." Braggamálið Tengdar fréttir Dagur fordæmir framkvæmd við endurgerð braggans Meirihlutinn í borginni vill allt uppá borð varðandi braggann í Nauthólsvík. 10. október 2018 09:58 Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Fleiri fréttir Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Sjá meira
Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borginni, sem hefur gagnrýnt ákaft kostnað sem fór fram úr hófi við endurreisn bragga í Nauthólsvík, gefur lítið fyrir yfirlýsingar Dags B. Eggertssonar. Vísir greindi frá því í morgun að Dagur vildi fá allt upp á borð hvað varðar þá framkvæmd alla og fordæmir í raun það að kostnaður við verkið hafi farið úr böndunum. „Bíddu,“ segir Eyþór: „Hver er aftur borgarstjóri?“ Eyþór vill með öðrum orðum meina að Dagur beri alla ábyrgð á verkinu, því sem nefnt hefur verið Braggablús í Nauthólsvík. Sá blús virðist nú hafa skipt um takt. Eyþór efnir til umræðu um það á Facebook-síðu sinni í kjölfar fréttar Vísis. Hann birtir mynd af því þegar skrifað var undir í upphafi verks.Eyþór er ekki á því að sleppa Degi ódýrt frá ábyrgð sem hann telur borgarstjóra bera á hinu umdeilda verki.„Hér er einhver að skrifa undir braggaverkefnið fyrir hönd borgarinnar - hvað ætli hann heiti?“ spyr Eyþór háðskur. Og ekki stendur á viðbrögðunum. Einn segir: „Dagur fordæmir sjálfan sig … alveg ný leið í pólitík verð ég að segja.“ Minnihlutinn í borginni, svo sem Eyþór, Vigdís Hauksdóttir Miðflokki og Kolbrún Baldursdóttir Flokki fólksins, hafa gagnrýnt kostnaðinn harðlega að undanförnu. En, svo virðist sem þeim lítist lítt á að fá Dag með sér í það lið og/eða finnist sem hann sé að sleppa heldur ódýrt úr hreðjatakinu.Dagur er skipstjórinn og sigldi þessu verkefni þangað sem það fór „Ég held að hann geti ekkert komið sér frá ábyrgð þó hann reyni. Hann er framkvæmdastjóri borgarinnar samkvæmt lögum,“ segir Eyþór í samtali við Vísi. Og heldur áfram: „Hann leggur fram fjárhagsáætlun þar sem hann leggur til að farið sé í þetta verk. Sem á að kosta miklu minna en svo varð raun á. Það er hann sjálfur sem skrifar undir samninginn vegna verksins og lætur taka myndir af sér við það tækifæri. Hann er síðan æðsti embættismaður og yfir framkvæmdum borgarinnar. Og síðast en ekki síst, í meira en eitt ár hefur hann séð fundagerðir innkauparáðs þar sem kallað hefur verið eftir skýringum, frá borgarlögmanni og þær hafa enn ekki borist. Þetta allt veit Dagur," segir Eyþór.Finnst þér sem hann sé að sleppa heldur ódýrt frá málinu? „Ég held að hann geti ekki varpað sök á undirmenn sína, hann er skipsstjóri og hefur siglt þessu verkefni þangað sem það fór. Þetta er billegt."
Braggamálið Tengdar fréttir Dagur fordæmir framkvæmd við endurgerð braggans Meirihlutinn í borginni vill allt uppá borð varðandi braggann í Nauthólsvík. 10. október 2018 09:58 Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Fleiri fréttir Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Sjá meira
Dagur fordæmir framkvæmd við endurgerð braggans Meirihlutinn í borginni vill allt uppá borð varðandi braggann í Nauthólsvík. 10. október 2018 09:58