Eyjamenn fá helmingsafslátt í Herjólf Birgir Olgeirsson og Gissur Sigurðsson skrifa 29. október 2018 07:40 Stefnt er að því að sigla 7 sinnum á dag þegar nýi Herjólfur verður tekinn í notkun. Vísir/Einar Stjórn Herjólfs ohf., sem mun taka við rekstri nýju Vestmannaeyjaferjunnar 30. mars næstkomandi, hefur ákveðið siglingaráætlun og gjaldskrá frá þeim degi að telja og fjölgar ferðunum til muna frá því sem nú er. Siglt verður sjö sinnum á dag, eða á aðeins 75 mínútna fresti úr hvorri höfn, og er þá miðað við Landeyjahöfn. Í gjaldskránni munu Eyjamenn njóta sérkjara. Herjólfur ohf. er opinbert félag í eigu Vestmannaeyjabæjar sem var stofnað til að halda utan um rekstur nýrrar ferju Það voru Eyjafréttir sem birtu gjaldskrána en samkvæmt henni mun gjald fyrir fullorðna vera 1.600 krónur en 800 krónur fyrir þá sem eru með lögheimili í Vestmannaeyjum. Fyrir börn, 12 – 15 ára, mun kosta 800 krónur, en 400 krónur ef barnið er með lögheimili í Eyjum. Ellilífeyrisþegar greiða 800 krónur en þeir sem eru með lögheimili Eyjum greiða 400 krónur. Börn yngri en tólf ára greiða ekkert, sama hvar þau eru með lögheimili.Grafísk mynd af nýju Vestmannaeyjaferjunni sem hefur siglingar í vor.Þeir sem ætla með reiðhjól í nýja Herjólf þurfa að reiða fram 800 krónur en þeir sem eru með lögheimili Eyjum greiða 400 krónur fyrir hjólið. Að fara með bifhjól í Herjólf mun kosta 1.600 krónur en 800 krónur fyrir eigendur bifhjóla með lögheimili í Vestmannaeyjum. Það mun kosta 2.300 krónur að fara með bifreið undir fimm metrum að lengd í Herjólf en 1.500 fyrir þá sem eru með lögheimili í Vestmannaeyjum. Eigendur bifreiða sem eru lengri en fimm metrar greiða 3.000 krónur en það mun kosta 1.500 krónur fyrir þá sem eru með lögheimili í Eyjum. Til að koma farartæki með vagn, kerru, hjólhýsi eða sambærilegum eftirvögnum þarf að greiða 6.000 krónur en 3.000 krónur eftir viðkomandi er með lögheimili Eyjum. Bæði siglingaáætlun og tillaga stjórnar að gjaldskrá eru lagðar fram og samþykktar með fyrirvara um samþykki Vegagerðarinnar. Nokkrar tafir hafa orðið á afhendingu nýju ferjunnar, sem verið er að smíða í Póllandi, meðal annars vegna breytinga sem gerðar voru á henni á smíðatímanum. Herjólfur Tengdar fréttir Telur bæjarstjóra svívirða saklausan mann sem eitt sinn taldist svarinn andstæðingur hans Íris Róbertsdóttir og Elliði Vignisson deila um kaup Herjólfs ohf. á lögfræðiþjónustu frá lögmannsstofu stjórnarformanns félagsins, Lúðvík Bergvinssyni. 25. október 2018 17:00 Mest lesið Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Fleiri fréttir Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Sjá meira
Stjórn Herjólfs ohf., sem mun taka við rekstri nýju Vestmannaeyjaferjunnar 30. mars næstkomandi, hefur ákveðið siglingaráætlun og gjaldskrá frá þeim degi að telja og fjölgar ferðunum til muna frá því sem nú er. Siglt verður sjö sinnum á dag, eða á aðeins 75 mínútna fresti úr hvorri höfn, og er þá miðað við Landeyjahöfn. Í gjaldskránni munu Eyjamenn njóta sérkjara. Herjólfur ohf. er opinbert félag í eigu Vestmannaeyjabæjar sem var stofnað til að halda utan um rekstur nýrrar ferju Það voru Eyjafréttir sem birtu gjaldskrána en samkvæmt henni mun gjald fyrir fullorðna vera 1.600 krónur en 800 krónur fyrir þá sem eru með lögheimili í Vestmannaeyjum. Fyrir börn, 12 – 15 ára, mun kosta 800 krónur, en 400 krónur ef barnið er með lögheimili í Eyjum. Ellilífeyrisþegar greiða 800 krónur en þeir sem eru með lögheimili Eyjum greiða 400 krónur. Börn yngri en tólf ára greiða ekkert, sama hvar þau eru með lögheimili.Grafísk mynd af nýju Vestmannaeyjaferjunni sem hefur siglingar í vor.Þeir sem ætla með reiðhjól í nýja Herjólf þurfa að reiða fram 800 krónur en þeir sem eru með lögheimili Eyjum greiða 400 krónur fyrir hjólið. Að fara með bifhjól í Herjólf mun kosta 1.600 krónur en 800 krónur fyrir eigendur bifhjóla með lögheimili í Vestmannaeyjum. Það mun kosta 2.300 krónur að fara með bifreið undir fimm metrum að lengd í Herjólf en 1.500 fyrir þá sem eru með lögheimili í Vestmannaeyjum. Eigendur bifreiða sem eru lengri en fimm metrar greiða 3.000 krónur en það mun kosta 1.500 krónur fyrir þá sem eru með lögheimili í Eyjum. Til að koma farartæki með vagn, kerru, hjólhýsi eða sambærilegum eftirvögnum þarf að greiða 6.000 krónur en 3.000 krónur eftir viðkomandi er með lögheimili Eyjum. Bæði siglingaáætlun og tillaga stjórnar að gjaldskrá eru lagðar fram og samþykktar með fyrirvara um samþykki Vegagerðarinnar. Nokkrar tafir hafa orðið á afhendingu nýju ferjunnar, sem verið er að smíða í Póllandi, meðal annars vegna breytinga sem gerðar voru á henni á smíðatímanum.
Herjólfur Tengdar fréttir Telur bæjarstjóra svívirða saklausan mann sem eitt sinn taldist svarinn andstæðingur hans Íris Róbertsdóttir og Elliði Vignisson deila um kaup Herjólfs ohf. á lögfræðiþjónustu frá lögmannsstofu stjórnarformanns félagsins, Lúðvík Bergvinssyni. 25. október 2018 17:00 Mest lesið Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Fleiri fréttir Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Sjá meira
Telur bæjarstjóra svívirða saklausan mann sem eitt sinn taldist svarinn andstæðingur hans Íris Róbertsdóttir og Elliði Vignisson deila um kaup Herjólfs ohf. á lögfræðiþjónustu frá lögmannsstofu stjórnarformanns félagsins, Lúðvík Bergvinssyni. 25. október 2018 17:00