Gerði orð Tinu Fey að sínum Benedikt Bóas skrifar 29. október 2018 07:00 Björgvin Franz kann alveg ágætlega við sig bakvið tjöldin en verkið fæddist í Harvardskólanum fræga. Fréttablaðið/Anton Ég segi eins og Tina Fey, stórgrínisti og fyrsti yfirmaður hjá SNL. Hún segir að listin við að vera stjórnandi sé að ráða hæfileikaríkasta fólkið og fara frá. Ég fór eftir þessu ráði og réð stórkostlegt fólk í kringum mig og reyndi svo að halda utan um verkið,“ segir Björgvin Franz Gíslason en hann settist í fyrsta sinn leikstjórastólinn, í sýningunni Flóttinn frá Nótnaheimum sem sýnd er í Hörpu. Allir þriðjubekkingar í Reykjavík hafa fengið boð um að sjá sýninguna en sex sýningar eru búnar. „Við trúum ekki stemningunni sem næst í salinn. Krakkarnir tryllast alveg og taka virkan þátt,“ segir hann glaður. Björgvin skrifaði verkið ásamt Ólafi Reyni Guðmundssyni lögfræðingi. „Þetta byrjaði sem verkefni hjá Ólafi þegar hann var að læra í Harvard. Hann er líka tónlistarmaður og langaði að gera verkefni þar sem börn fá alvöru innsýn í tónlist og læra hvernig á að vinna fallega saman. Nótur eru ólíkar eins og mannfólkið. Inn í þetta kemur herra taktur sem heldur takti í heiminum. Sér til þess að sólin rísi og setjist og gefur taktinn fyrir daginn.“Björgvin Franz vonar að sýningarnar fari í almenna sölu svo fleiri geti notið.Sýningin fjallar um nótuna Fröken Fa sem hefur sungið sama tóninn í árhundruð í hinum ýmsu tónverkum. Einn daginn fær hún nóg. Hún ákveður að stinga af úr Nótnaheimum til að ferðast og geta sungið sinn eigin tón, alein. Herra Taktur ákveður líka að stinga af þar sem honum finnst enginn vera í takt við hann lengur. Ákvörðun þeirra hefur þó alvarlegar afleiðingar. Aflýsa þarf öllum tónleikum, taktur samfélagsins fer úr skorðum og mikið hættuástand skapast. Smám saman átta þau sig á alvarleika gjörða sinna og ákveða að koma öðrum nótum, sem einnig hafa stungið af, aftur til Nótnaheima. Til þess að svo megi verða þurfa þau aðstoð frá áhorfendum en vonandi er ekki of seint að fá alla til að vinna fallega saman í hljómþýðum takti við umhverfi sitt. „Þetta hefur heppnast vel og er fallegur boðskapur. Þetta hefur reynt töluvert á en samt er ég bara með tvo leikara í sýningunni svo ég get ekki ímyndað mér hvernig er að gera stór verk með 30 dönsurum og leikurum og svo framvegis.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Lífið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Lífið Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Lífið Fleiri fréttir Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Sjá meira
Ég segi eins og Tina Fey, stórgrínisti og fyrsti yfirmaður hjá SNL. Hún segir að listin við að vera stjórnandi sé að ráða hæfileikaríkasta fólkið og fara frá. Ég fór eftir þessu ráði og réð stórkostlegt fólk í kringum mig og reyndi svo að halda utan um verkið,“ segir Björgvin Franz Gíslason en hann settist í fyrsta sinn leikstjórastólinn, í sýningunni Flóttinn frá Nótnaheimum sem sýnd er í Hörpu. Allir þriðjubekkingar í Reykjavík hafa fengið boð um að sjá sýninguna en sex sýningar eru búnar. „Við trúum ekki stemningunni sem næst í salinn. Krakkarnir tryllast alveg og taka virkan þátt,“ segir hann glaður. Björgvin skrifaði verkið ásamt Ólafi Reyni Guðmundssyni lögfræðingi. „Þetta byrjaði sem verkefni hjá Ólafi þegar hann var að læra í Harvard. Hann er líka tónlistarmaður og langaði að gera verkefni þar sem börn fá alvöru innsýn í tónlist og læra hvernig á að vinna fallega saman. Nótur eru ólíkar eins og mannfólkið. Inn í þetta kemur herra taktur sem heldur takti í heiminum. Sér til þess að sólin rísi og setjist og gefur taktinn fyrir daginn.“Björgvin Franz vonar að sýningarnar fari í almenna sölu svo fleiri geti notið.Sýningin fjallar um nótuna Fröken Fa sem hefur sungið sama tóninn í árhundruð í hinum ýmsu tónverkum. Einn daginn fær hún nóg. Hún ákveður að stinga af úr Nótnaheimum til að ferðast og geta sungið sinn eigin tón, alein. Herra Taktur ákveður líka að stinga af þar sem honum finnst enginn vera í takt við hann lengur. Ákvörðun þeirra hefur þó alvarlegar afleiðingar. Aflýsa þarf öllum tónleikum, taktur samfélagsins fer úr skorðum og mikið hættuástand skapast. Smám saman átta þau sig á alvarleika gjörða sinna og ákveða að koma öðrum nótum, sem einnig hafa stungið af, aftur til Nótnaheima. Til þess að svo megi verða þurfa þau aðstoð frá áhorfendum en vonandi er ekki of seint að fá alla til að vinna fallega saman í hljómþýðum takti við umhverfi sitt. „Þetta hefur heppnast vel og er fallegur boðskapur. Þetta hefur reynt töluvert á en samt er ég bara með tvo leikara í sýningunni svo ég get ekki ímyndað mér hvernig er að gera stór verk með 30 dönsurum og leikurum og svo framvegis.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Lífið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Lífið Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Lífið Fleiri fréttir Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Sjá meira