Innlent

Ný for­ysta verka­lýð­hreyfingarinnar beinir spjótum að stjórn­völdum

Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar
Fertugasta og þriðja þingi ASÍ lauk í gær og urðu miklar breytingar á forystu sambandsins þegar nýr forseti og tveir nýir varaforsetar tóku við. Vilhjálmur Birgisson, nýkjörinn 1. varaforseti ASÍ, segir að með þessari róttæku breytingu á forystunni sé verið að svara kalli félagsmanna. Hann segir ljóst að stjórnvöld þurfi að axla gríðarlega ábyrgð í komandi kjarabaráttu svo samningar náist. 

„Stjórnvöld hafa því miður tekið stjóran hluta þess ávinnings af launahækkunum sem við höfum verið að koma með á liðnum árum. Þá í formi skerðingar á barna- og vaxtabótum. Svo erum við að horfa hér á vaxtaumhverfið sem heimilin þurfa að þola," segir hann.

Hann segir mörg verkefni framundan, þjóðarátak þurfi í húsnæðismálum og létta skattbyrði á þeim tekjulægstu. Sem er í takt við þær kröfur sem forysta VR og Eflingar hafa sett fram. 

Heldur þú að baráttan verði hörð? 

„Hún verður glerhörð og ég vona það. Það er ábyrgð okkar í verkalýðshreyfingunni, og ekki bara okkar, heldur líka Samtaka atvinnulífsins og síðast en ekki síst stjórnvalda að finna laust þannig að við getum komist hjá því að henda í mjög hörðum átökum á íslenskum vinnumarkaði," segir hann. 


Tengdar fréttir

Drífa segir ábyrgð stjórnvalda gríðarlega

Drífa Snædal nýkjörinn forseti Alþýðusambands Íslands fagnar því að formenn stærstu félaganna, Efling og VR, séu með menn innan miðstjórnar ASÍ. Hún gerir sér væntingar um að þau geti sameinað sig betur undir hatti ASÍ en oft áður.

Drífa segir stuð og baráttu fram undan

Ný forysta ASÍ var kjörin á þingi sambandsins í gær. Drífa Snædal sem var kjörin forseti segir verkefnin fram undan stór en spennandi. Vilhjálmur Birgisson var kjörinn 1. varaforseti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×