Tveggja hæða einbýlishús varð alelda á Seyðisfirði í dag dag en slökkvilið hefur nú slökkt eldinn. Samkvæmt Austurfrétt barst tilkynning um eldinn um klukkan hálf sex í dag. Talið var að húsið væri mannlaust en það hefur hins vegar ekki verið staðfest.
Viðbragðsaðilar frá Seyðisfirði og Egilsstöðum voru kallaðir til og var húsið alelda þegar þeir mættu á vettvang. Eigandi hússins mun vera á sjó.
Hús í nágrenninu voru rýmd í öryggisskyni.
Húsið á Seyðisfirði mikið skemmt
Samúel Karl Ólason skrifar
