Myglað hús með ónýtu þaki og „mjög miklum músagangi“ falt á níu milljónir Kristín Ólafsdóttir skrifar 26. október 2018 08:49 Húsið stendur á leigulóð sem telur 900 fermetra. Íbúðalánasjóður hefur til sölu fjögurra herbergja einbýlishús að Búðum í Grindavík, sem óhætt er að segja að sé að hruni komið. Uppsett verð á húsinu er níu milljónir en það státar af „mikilli myglu í herbergjum“, „mjög miklum músagangi“ og ónýtu gólfefni, að því er fram kemur í auglýsingu á fasteignavef Vísis. Húsið er byggt árið 1928 og stendur á 900 fermetra lóð en ekki liggur þó fyrir hversu stórt það er. Eigninni er lýst ítarlega í áðurnefndri fasteignaauglýsingu og ljóst er að nýir eigendur þurfa að leggja nokkuð í endurbætur á húsinu, hyggi þeir á búsetu þar. Í auglýsingunni kemur m.a. fram að mygla sé í veggjum hússins og þá er mörgum hlutum þess lýst sem „lélegum“. Í húsinu má til að mynda finna lélegan fataskáp, mjög lélega eldhúsinnréttingu, lélegan viðarstiga, lélega innveggi og lélega gluggakarma. Þá er einnig „mikil mygla í herbergjum“ og ástand eignarinnar almennt sagt „mjög slæmt“. „Lagnir eru ónytar, endurnýja þarf alla ofna í húsinu. Loftaefni þarfnast endurnýjunar . Baðherbergi þarfnast mikils viðhalds/endurnýjunar. Eldhús þarfnast mikils viðhalds. Öll blöndunartæki eru biluð. Allar innréttingar þarf að endurnýja. Gólfefni eru ónýt. Gólfið er mishæðótt, mikill gólfhalli. Viðarstigi milli hæða er lélegur. Innveggir eru mjög lélegu ástandi. Mjög mikill músagangur er í eigninni,“ segir í auglýsingu. Þá leka þak, gluggar og veggir hússins auk þess sem ekki er þekkt hvernig fráveitu er fyrirkomið, eða hvort rotþró sé til staðar. „ÍLS mælir sérstaklega að eignin sé skoðuð með fagmönnum og að lagnir séu myndaðar. Ekki er vitað um ástand heimilistækja,“ segir að endingu í fasteignaauglýsingunni. Myndir af eigninni má skoða hér að neðan.Yfirfara þarf ofna og ofnalagnir, að því er segir í fasteignaauglýsingunni.Viðarstigi milli hæða er lélegur.Ef nýta á húsið til búsetu þarf eignin mjög mikla endurgerð eða endurbyggingu, að því er segir í fasteignaauglýsingu.Útidyrahurð hússins er léleg.Myglu og músagangs gætir í eigninni. Hús og heimili Mest lesið Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Lífið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Lífið Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Bíó og sjónvarp Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Bíó og sjónvarp Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Lífið Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Lífið „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Lífið Fleiri fréttir Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Súrrealískt þegar Jay Leno vinkaði fjölskyldunni á Facetime Borgarstjóri fagnaði brúðkaupsafmæli með strætóferð og indverskum mat Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna „Indælasti dómari í heimi“ er látinn Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Sjá meira
Íbúðalánasjóður hefur til sölu fjögurra herbergja einbýlishús að Búðum í Grindavík, sem óhætt er að segja að sé að hruni komið. Uppsett verð á húsinu er níu milljónir en það státar af „mikilli myglu í herbergjum“, „mjög miklum músagangi“ og ónýtu gólfefni, að því er fram kemur í auglýsingu á fasteignavef Vísis. Húsið er byggt árið 1928 og stendur á 900 fermetra lóð en ekki liggur þó fyrir hversu stórt það er. Eigninni er lýst ítarlega í áðurnefndri fasteignaauglýsingu og ljóst er að nýir eigendur þurfa að leggja nokkuð í endurbætur á húsinu, hyggi þeir á búsetu þar. Í auglýsingunni kemur m.a. fram að mygla sé í veggjum hússins og þá er mörgum hlutum þess lýst sem „lélegum“. Í húsinu má til að mynda finna lélegan fataskáp, mjög lélega eldhúsinnréttingu, lélegan viðarstiga, lélega innveggi og lélega gluggakarma. Þá er einnig „mikil mygla í herbergjum“ og ástand eignarinnar almennt sagt „mjög slæmt“. „Lagnir eru ónytar, endurnýja þarf alla ofna í húsinu. Loftaefni þarfnast endurnýjunar . Baðherbergi þarfnast mikils viðhalds/endurnýjunar. Eldhús þarfnast mikils viðhalds. Öll blöndunartæki eru biluð. Allar innréttingar þarf að endurnýja. Gólfefni eru ónýt. Gólfið er mishæðótt, mikill gólfhalli. Viðarstigi milli hæða er lélegur. Innveggir eru mjög lélegu ástandi. Mjög mikill músagangur er í eigninni,“ segir í auglýsingu. Þá leka þak, gluggar og veggir hússins auk þess sem ekki er þekkt hvernig fráveitu er fyrirkomið, eða hvort rotþró sé til staðar. „ÍLS mælir sérstaklega að eignin sé skoðuð með fagmönnum og að lagnir séu myndaðar. Ekki er vitað um ástand heimilistækja,“ segir að endingu í fasteignaauglýsingunni. Myndir af eigninni má skoða hér að neðan.Yfirfara þarf ofna og ofnalagnir, að því er segir í fasteignaauglýsingunni.Viðarstigi milli hæða er lélegur.Ef nýta á húsið til búsetu þarf eignin mjög mikla endurgerð eða endurbyggingu, að því er segir í fasteignaauglýsingu.Útidyrahurð hússins er léleg.Myglu og músagangs gætir í eigninni.
Hús og heimili Mest lesið Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Lífið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Lífið Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Bíó og sjónvarp Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Bíó og sjónvarp Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Lífið Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Lífið „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Lífið Fleiri fréttir Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Súrrealískt þegar Jay Leno vinkaði fjölskyldunni á Facetime Borgarstjóri fagnaði brúðkaupsafmæli með strætóferð og indverskum mat Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna „Indælasti dómari í heimi“ er látinn Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Sjá meira