Ríkið dæmt til að greiða skaðabætur vegna skipanar dómara við Landsrétt Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 25. október 2018 13:47 Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra. Vísir/Hanna Íslenska ríkið var í dag dæmt til að greiða Jóni Höskuldssyni, héraðsdómara, fjórar milljónir króna í skaðabætur og 1,1 milljón króna í miskabætur vegna skipanar dómara við Landsrétt. Þá var íslenska ríkið einnig dæmt skaðabótaskylt í máli Eiríks Jónssonar, prófessors við lagadeild Háskóla Íslands, einnig vegna skipanar dómara við Landsrétt. Eiríkur þarf síðan að höfða mál til að sækja skaðabæturnar sem dómurinn hefur dæmt að hann eigi rétt á. Jón og Eiríkur voru á meðal þeirra fimmtán einstaklinga sem sérstök nefnd um hæfi dómara mat hæfasta til þess að gegna embættum dómara við Landsrétt. Þeir voru hins vegar ekki skipaðir í embættin þar sem Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, skipti þeim út af listanum fyrir aðra einstaklinga. Landsréttur tók til starfa í byrjun ársins.vísir/hanna Vísað í dóma Hæstaréttar í málum Ástráðs og Jóhannesar Auk Eiríks og Jóns skipti ráðherra þeim Ástráði Haraldssyni og Jóhannes Rúnari Jóhannssyni, hæstaréttarlögmönnum, út af lista hæfisnefndarinnar. Stefndu þeir Ástráður og Haraldur ríkinu í fyrra. Lauk málunum í Hæstarétti í desember með þeirri niðurstöðu að ríkið var sýknað af kröfu um viðurkenningu á skaðabótaskyldu. Þeim voru hins vegar dæmdar 700 þúsund krónur í bætur vegna ólögmætrar málsmeðferðar. Hæstiréttur vísaði meðal annars til þess, þegar ríkið var sýknað af kröfu um viðurkenningu á skaðabótaskyldu, að Ástráður og Jóhannes hefðu ekki sýnt fram á fjárhagslegt tjón. Þeir kusu að framvísa ekki skattframtölum kröfu sinni til stuðnings. Í kjölfar dóma Hæstaréttar ákvað Jón Höskuldsson að stefna ríkinu þar sem hann teldi „ótvírætt að hann ætti kröfu á hendur íslenska ríkinu vegna þessara brota og valdníðslu.“ Fór Jón fram á rúmlega 30 milljónir króna í skaðabætur og 2,5 milljónir í miskabætur. Í dómi héraðsdóms er vísað í dóma Hæstaréttar í málum þeirra Ástráðs og Jóhannesar þar sem rétturinn komst að þeirri niðurstöðu að málsmeðferð dómsmálaráðherra hefði verið andstæð 10. grein stjórnsýslulaga, rannsóknarreglunni. Ráðherra hefði ekki rannsakað málið með fullnægjandi hætti til að upplýsa það nægilega, svo henni væri fært að taka aðra ákvörðun um hæfni umsækjenda en nefndi hefði tekið. Jón Höskuldsson ákvað að stefna ríkinu í kjölfar dóma Hæstaréttar í málum Ástráðs Haraldssonar og Jóhannesar Rúnars Jóhannssonar.vísir/hanna Málsmeðferðin með sama hætti í tilfelli Jóns Segir í dómi héraðsdóms í máli Jóns að ekki verði annað ráðið af gögnum málsins en að málsmeðferð ráðherra hafi verið með sama hætti í hans tilfelli og hjá þeim Ástráði og Jóhannesi. „Af þeim sökum eru ekki efni til annars en að fallast á með stefnanda að ráðherranum hafi mátt vera ljóst að aðgerðir hennar við meðferð málsins gætu að ófyrirsynju bitnað á orðspori og starfsheiðri stefnanda og orðið honum þannig að meini. Verður því jafnframt að fallast á að í þeirri háttsemi ráðherra hafi falist meingerð gegn æru stefnanda og persónu, sbr. b-lið 1. mgr. 26. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993. Þegar horft er til þess að ráðherra færði opinberlega fram þau rök að leggja yrði meiri áherslu á dómarareynslu og að stefnandi hefur samkvæmt gögnum málsins mun meiri reynslu af dómsstörfum en aðilar fyrrnefndu málanna verður jafnframt að fallast á þá málsástæðu stefnanda að í málsmeðferð ráðherra hafi falist stærri meingerð gagnvart honum sem hafi orðið honum til aukins miska. Þykja miskabætur til hans af þeim sökum því hæfilega ákveðnar 1.100.000 kr,“ segir í dómi héraðsdóms. Jón reisti skaðabótakröfu sína á niðurstöðu tryggingafræðings um mismun launakjara og lífeyrisréttinda héraðsdómsar, og svo þeirra launa sem hann hefði hlotið út starfsævina hefði hann verið skipaður dómari við Landsrétt og tekið við því starfi þann 1. janúar síðastliðinn. „Þótt fallast megi á að slíkur útreikningur geti haft þýðingu við mat á fjárhæð skaðabóta í máli þessu verður að taka tillit til þess að aðstæður stefnanda eru um margt háðar óvissu og tjón hans kann að takmarkast, til dæmis ef hann yrði síðar skipaður dómari við Landsrétt eða tæki við öðru starfi þar sem laun og lífeyrisréttindi eru hærri en hjá héraðsdómara. Í ljósi þessa verður að telja að bætur til stefnanda fyrir fjárhagslegt tjón séu hæfilega ákveðnar 4 milljónir króna að álitum,“ segir í dómi héraðsdóms sem lesa má í heild sinni hér.Fréttin hefur verið uppfærð með ítarlegri upplýsingum um niðurstöðu héraðsdóms. Dómstólar Landsréttarmálið Tengdar fréttir Dómsmálaráðherra gaf skýrslu í Landsréttarmáli Þrír núverandi og fyrrverandi þingmenn gáfu einnig skýrslu í máli tveggja umsækjenda um dómaraembætti við Landsrétt gegn íslenska ríkinu. 12. september 2018 14:00 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Fleiri fréttir Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Sjá meira
Íslenska ríkið var í dag dæmt til að greiða Jóni Höskuldssyni, héraðsdómara, fjórar milljónir króna í skaðabætur og 1,1 milljón króna í miskabætur vegna skipanar dómara við Landsrétt. Þá var íslenska ríkið einnig dæmt skaðabótaskylt í máli Eiríks Jónssonar, prófessors við lagadeild Háskóla Íslands, einnig vegna skipanar dómara við Landsrétt. Eiríkur þarf síðan að höfða mál til að sækja skaðabæturnar sem dómurinn hefur dæmt að hann eigi rétt á. Jón og Eiríkur voru á meðal þeirra fimmtán einstaklinga sem sérstök nefnd um hæfi dómara mat hæfasta til þess að gegna embættum dómara við Landsrétt. Þeir voru hins vegar ekki skipaðir í embættin þar sem Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, skipti þeim út af listanum fyrir aðra einstaklinga. Landsréttur tók til starfa í byrjun ársins.vísir/hanna Vísað í dóma Hæstaréttar í málum Ástráðs og Jóhannesar Auk Eiríks og Jóns skipti ráðherra þeim Ástráði Haraldssyni og Jóhannes Rúnari Jóhannssyni, hæstaréttarlögmönnum, út af lista hæfisnefndarinnar. Stefndu þeir Ástráður og Haraldur ríkinu í fyrra. Lauk málunum í Hæstarétti í desember með þeirri niðurstöðu að ríkið var sýknað af kröfu um viðurkenningu á skaðabótaskyldu. Þeim voru hins vegar dæmdar 700 þúsund krónur í bætur vegna ólögmætrar málsmeðferðar. Hæstiréttur vísaði meðal annars til þess, þegar ríkið var sýknað af kröfu um viðurkenningu á skaðabótaskyldu, að Ástráður og Jóhannes hefðu ekki sýnt fram á fjárhagslegt tjón. Þeir kusu að framvísa ekki skattframtölum kröfu sinni til stuðnings. Í kjölfar dóma Hæstaréttar ákvað Jón Höskuldsson að stefna ríkinu þar sem hann teldi „ótvírætt að hann ætti kröfu á hendur íslenska ríkinu vegna þessara brota og valdníðslu.“ Fór Jón fram á rúmlega 30 milljónir króna í skaðabætur og 2,5 milljónir í miskabætur. Í dómi héraðsdóms er vísað í dóma Hæstaréttar í málum þeirra Ástráðs og Jóhannesar þar sem rétturinn komst að þeirri niðurstöðu að málsmeðferð dómsmálaráðherra hefði verið andstæð 10. grein stjórnsýslulaga, rannsóknarreglunni. Ráðherra hefði ekki rannsakað málið með fullnægjandi hætti til að upplýsa það nægilega, svo henni væri fært að taka aðra ákvörðun um hæfni umsækjenda en nefndi hefði tekið. Jón Höskuldsson ákvað að stefna ríkinu í kjölfar dóma Hæstaréttar í málum Ástráðs Haraldssonar og Jóhannesar Rúnars Jóhannssonar.vísir/hanna Málsmeðferðin með sama hætti í tilfelli Jóns Segir í dómi héraðsdóms í máli Jóns að ekki verði annað ráðið af gögnum málsins en að málsmeðferð ráðherra hafi verið með sama hætti í hans tilfelli og hjá þeim Ástráði og Jóhannesi. „Af þeim sökum eru ekki efni til annars en að fallast á með stefnanda að ráðherranum hafi mátt vera ljóst að aðgerðir hennar við meðferð málsins gætu að ófyrirsynju bitnað á orðspori og starfsheiðri stefnanda og orðið honum þannig að meini. Verður því jafnframt að fallast á að í þeirri háttsemi ráðherra hafi falist meingerð gegn æru stefnanda og persónu, sbr. b-lið 1. mgr. 26. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993. Þegar horft er til þess að ráðherra færði opinberlega fram þau rök að leggja yrði meiri áherslu á dómarareynslu og að stefnandi hefur samkvæmt gögnum málsins mun meiri reynslu af dómsstörfum en aðilar fyrrnefndu málanna verður jafnframt að fallast á þá málsástæðu stefnanda að í málsmeðferð ráðherra hafi falist stærri meingerð gagnvart honum sem hafi orðið honum til aukins miska. Þykja miskabætur til hans af þeim sökum því hæfilega ákveðnar 1.100.000 kr,“ segir í dómi héraðsdóms. Jón reisti skaðabótakröfu sína á niðurstöðu tryggingafræðings um mismun launakjara og lífeyrisréttinda héraðsdómsar, og svo þeirra launa sem hann hefði hlotið út starfsævina hefði hann verið skipaður dómari við Landsrétt og tekið við því starfi þann 1. janúar síðastliðinn. „Þótt fallast megi á að slíkur útreikningur geti haft þýðingu við mat á fjárhæð skaðabóta í máli þessu verður að taka tillit til þess að aðstæður stefnanda eru um margt háðar óvissu og tjón hans kann að takmarkast, til dæmis ef hann yrði síðar skipaður dómari við Landsrétt eða tæki við öðru starfi þar sem laun og lífeyrisréttindi eru hærri en hjá héraðsdómara. Í ljósi þessa verður að telja að bætur til stefnanda fyrir fjárhagslegt tjón séu hæfilega ákveðnar 4 milljónir króna að álitum,“ segir í dómi héraðsdóms sem lesa má í heild sinni hér.Fréttin hefur verið uppfærð með ítarlegri upplýsingum um niðurstöðu héraðsdóms.
Dómstólar Landsréttarmálið Tengdar fréttir Dómsmálaráðherra gaf skýrslu í Landsréttarmáli Þrír núverandi og fyrrverandi þingmenn gáfu einnig skýrslu í máli tveggja umsækjenda um dómaraembætti við Landsrétt gegn íslenska ríkinu. 12. september 2018 14:00 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Fleiri fréttir Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Sjá meira
Dómsmálaráðherra gaf skýrslu í Landsréttarmáli Þrír núverandi og fyrrverandi þingmenn gáfu einnig skýrslu í máli tveggja umsækjenda um dómaraembætti við Landsrétt gegn íslenska ríkinu. 12. september 2018 14:00