Breyttir starfshættir skóla vegna nýrra persónuverndarlaga eiga sér ekki stoð í lögunum Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 25. október 2018 13:30 Fjöldi skóla hefur tekið upp breytta starfshætti vegna nýrra persónuverndarlaga og hefur Persónuvernd sent frá sér ábendingu vegna þess. vísir/vilhelm Persónuvernd hefur sent ábendingu til persónuverndarfulltrúa sveitarfélaga, Sambands íslenskra sveitarfélaga, Heimilis og skóla og annarra hagsmunaaðila vegna misskilnings sem virðist gæta í skólasamfélaginu um gildissvið nýrra persónuverndarlaga. Í frétt á vef Persónuverndar um málið segir að stofnuninni hafi borist fjöldi ábendinga, bæði frá foreldrum sem og starfsmönnum skóla og leikskóla, um breytta starfshætti vegna nýju laganna. Í ábendingu Persónuverndar kemur fram að ýmislegt af því sem skólarnir hafa gripið til vegna laganna eigi sér ekki stoð í þeim.Voru ítrekað að fá ábendingar Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuverndar, kveðst ekki vita hversu margir skólar og/eða leikskólar hafi tekið upp breytta starfshætti vegna nýju persónuverndarlaganna en segir að ábendingar hafi borist víða að, bæði frá Reykjavík, stórhöfuðborgarsvæðinu og utan að landi. „Við vorum bæði að fá fyrirspurnir á símatímum og líka á almenna netfangið okkar. Við myndum aldrei fara af stað með þetta nema af því að það var svo mikið og ítrekað sem við vorum að heyra,“ segir Helga. Á meðal þess sem fjallað er um í ábendingu Persónuverndar er sú framkvæmd skólanna að taka upp aðgangsstýringu að skólum, þar sem foreldrum er meinaður aðgangur inn í skólastofur. Segir í ábendingu stofnunarinnar að þessi framkvæmd eigi sér ekki stoð í perónuverndarlögum. „Bendir stofnunin á að það geti hins vegar talist eðlilegt að skólar, líkt og aðrar stofnanir, setji sér ákveðnar verklagsreglur og viðhafi aðgangsstýringar þar sem það á við, með öryggissjónarmið að leiðarljósi,“ segir á vef Persónuverndar.Helga Þórisdóttir er forstjóri Persónuverndar.VÍSIR/VILHELMTrúnaðaryfirlýsing standist vart landslög Þá telur stofnunin „það vart standast landslög að skólar geti, sem opinberar stofnanir, krafist þess að einstaklingar, svo sem foreldrar og forráðamenn barna sem eru gestkomandi í skólum, afsali sér rétti til að ræða þau mál sem tengjast skólastarfinu sín í milli eða við aðra, þar á meðal með því að leita til viðeigandi stofnana telji þeir þörf á því vegna mála eða atburða sem þeir verða vitni að. Þá verður ekki séð að skólar geti haft eftirlit með því að slíkum trúnaðaryfirlýsingum sé framfylgt.“ Þarna er vísað í þá kröfu skólanna að foreldrar og forráðamenn undirriti trúnaðaryfirlýsingu þess efnis um að allt sem þeir verði vitni að innan veggja skólanna sé trúnaðarmál. Á þetta sér enga stoð í persónuverndarlögum að sögn Persónuverndar.Hafa skilning á því að allir séu að reyna að vanda sig Helga bendir á að nýja löggjöfin hafi fengið mikla athygli og að fólk sé að velta fyrir sér hvenær sektum verði beitt. „Þess vegna eru allir að reyna að vanda sig og við höfum fullan skilning á því en að sama skapi virðist kannski sem að það séu líka að koma inn atriði sem ekki er hægt að heimfæra til persónuverndarlaga. Þess vegna reyndum við að útskýra þau atriði eins nákvæmlega og við gátum,“ segir Helga.Ábendingu Persónuverndar vegna þessa má sjá í heild sinni hér. Persónuvernd Tengdar fréttir Segir mikilvægt að fagna nýrri persónuverndarlöggjöf Seinna í þessum mánuði verða innleidd ný persónuverndarlög hér á landi og starfar fjöldi fólks við undibrúning þeirra. 16. maí 2018 18:34 Persónuvernd of fáliðuð til að takast á við breytingarnar "Það má búast við að einhverjir hnökrar verði í byrjun, þannig hefur það verið annars staðar í Evrópu,“ segir Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuverndar. 16. júlí 2018 06:00 Myndbirtingar á Facebook geti bitnað á börnum Persónuvernd hvetur fólk til að fara sér hægt í myndbirtingu af grunuðum afbrotamönnum á Facebook. 14. október 2018 21:00 Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Fleiri fréttir „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Sjá meira
Persónuvernd hefur sent ábendingu til persónuverndarfulltrúa sveitarfélaga, Sambands íslenskra sveitarfélaga, Heimilis og skóla og annarra hagsmunaaðila vegna misskilnings sem virðist gæta í skólasamfélaginu um gildissvið nýrra persónuverndarlaga. Í frétt á vef Persónuverndar um málið segir að stofnuninni hafi borist fjöldi ábendinga, bæði frá foreldrum sem og starfsmönnum skóla og leikskóla, um breytta starfshætti vegna nýju laganna. Í ábendingu Persónuverndar kemur fram að ýmislegt af því sem skólarnir hafa gripið til vegna laganna eigi sér ekki stoð í þeim.Voru ítrekað að fá ábendingar Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuverndar, kveðst ekki vita hversu margir skólar og/eða leikskólar hafi tekið upp breytta starfshætti vegna nýju persónuverndarlaganna en segir að ábendingar hafi borist víða að, bæði frá Reykjavík, stórhöfuðborgarsvæðinu og utan að landi. „Við vorum bæði að fá fyrirspurnir á símatímum og líka á almenna netfangið okkar. Við myndum aldrei fara af stað með þetta nema af því að það var svo mikið og ítrekað sem við vorum að heyra,“ segir Helga. Á meðal þess sem fjallað er um í ábendingu Persónuverndar er sú framkvæmd skólanna að taka upp aðgangsstýringu að skólum, þar sem foreldrum er meinaður aðgangur inn í skólastofur. Segir í ábendingu stofnunarinnar að þessi framkvæmd eigi sér ekki stoð í perónuverndarlögum. „Bendir stofnunin á að það geti hins vegar talist eðlilegt að skólar, líkt og aðrar stofnanir, setji sér ákveðnar verklagsreglur og viðhafi aðgangsstýringar þar sem það á við, með öryggissjónarmið að leiðarljósi,“ segir á vef Persónuverndar.Helga Þórisdóttir er forstjóri Persónuverndar.VÍSIR/VILHELMTrúnaðaryfirlýsing standist vart landslög Þá telur stofnunin „það vart standast landslög að skólar geti, sem opinberar stofnanir, krafist þess að einstaklingar, svo sem foreldrar og forráðamenn barna sem eru gestkomandi í skólum, afsali sér rétti til að ræða þau mál sem tengjast skólastarfinu sín í milli eða við aðra, þar á meðal með því að leita til viðeigandi stofnana telji þeir þörf á því vegna mála eða atburða sem þeir verða vitni að. Þá verður ekki séð að skólar geti haft eftirlit með því að slíkum trúnaðaryfirlýsingum sé framfylgt.“ Þarna er vísað í þá kröfu skólanna að foreldrar og forráðamenn undirriti trúnaðaryfirlýsingu þess efnis um að allt sem þeir verði vitni að innan veggja skólanna sé trúnaðarmál. Á þetta sér enga stoð í persónuverndarlögum að sögn Persónuverndar.Hafa skilning á því að allir séu að reyna að vanda sig Helga bendir á að nýja löggjöfin hafi fengið mikla athygli og að fólk sé að velta fyrir sér hvenær sektum verði beitt. „Þess vegna eru allir að reyna að vanda sig og við höfum fullan skilning á því en að sama skapi virðist kannski sem að það séu líka að koma inn atriði sem ekki er hægt að heimfæra til persónuverndarlaga. Þess vegna reyndum við að útskýra þau atriði eins nákvæmlega og við gátum,“ segir Helga.Ábendingu Persónuverndar vegna þessa má sjá í heild sinni hér.
Persónuvernd Tengdar fréttir Segir mikilvægt að fagna nýrri persónuverndarlöggjöf Seinna í þessum mánuði verða innleidd ný persónuverndarlög hér á landi og starfar fjöldi fólks við undibrúning þeirra. 16. maí 2018 18:34 Persónuvernd of fáliðuð til að takast á við breytingarnar "Það má búast við að einhverjir hnökrar verði í byrjun, þannig hefur það verið annars staðar í Evrópu,“ segir Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuverndar. 16. júlí 2018 06:00 Myndbirtingar á Facebook geti bitnað á börnum Persónuvernd hvetur fólk til að fara sér hægt í myndbirtingu af grunuðum afbrotamönnum á Facebook. 14. október 2018 21:00 Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Fleiri fréttir „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Sjá meira
Segir mikilvægt að fagna nýrri persónuverndarlöggjöf Seinna í þessum mánuði verða innleidd ný persónuverndarlög hér á landi og starfar fjöldi fólks við undibrúning þeirra. 16. maí 2018 18:34
Persónuvernd of fáliðuð til að takast á við breytingarnar "Það má búast við að einhverjir hnökrar verði í byrjun, þannig hefur það verið annars staðar í Evrópu,“ segir Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuverndar. 16. júlí 2018 06:00
Myndbirtingar á Facebook geti bitnað á börnum Persónuvernd hvetur fólk til að fara sér hægt í myndbirtingu af grunuðum afbrotamönnum á Facebook. 14. október 2018 21:00