„Þess vegna hafi þurft að reka þig, svo hann gæti haldið áfram að vera góður rekstrarmaður“ Birgir Olgeirsson skrifar 24. október 2018 16:37 Áslaug Thelma Einarsdóttir, fyrrverandi forstöðumaður hjá Orku náttúrunnar. Vísir Áslaug Thelma Einarsdóttir ávarpaði baráttufund kvenna á Arnarhóli í Reykjavík í dag þar sem hún sagði mun erfiðara að fara til yfirmanna sinna og tilkynna um brot en að fordæma Donald Trump og Harvey Weinstein á Facebook. Áslaugu Thelmu var sagt upp sem forstöðumaður einstaklingsmarkaðar hjá Orku náttúru, dótturfélags Orkuveitu Reykjavíkur, í september síðastliðnum. Hún segist engar útskýringar hafa fengið á uppsögn sinni en segir uppsögnina tengjast því að hún kvartaði undan óeðlilegri hegðun framkvæmdastjóra Orku náttúru. Eftir að hafa sagt forstjóra OR frá hegðun framkvæmdastjórans var framkvæmdastjóranum sagt upp nánast samdægurs. Við þessa atburðarás kom ýmislegt annað í ljós sem leiddi til þess að forstjóri OR ákvað að stíga tímabundið til hliðar á meðan Innri endurskoðun Reykjavíkurborg færi yfir málið. Áslaug Thelma segist enn engar útskýringar hafa fengið á uppsögn sinni.Sporin þung á fyrsta fundinn Í ræðunni sagði hún sporin hafa verið þung á fyrsta fundinn með starfsmannastjóra OR og þau hafi verið þyngri á fund númer tvö, þrjú og svo framvegis. Var erindið ávallt það sama, að tilkynna um dónaskap og ruddaskap en hún sagði örvæntinguna hafa verið mikla þegar starfsmannastjórinn stakk upp því að Áslaug myndi ræða við framkvæmdastjórann og reyna að finna lausn á málinu. „Og þau eru enn þyngri skrefin sem þarf svo að taka þegar hægt er að reka þig án útskýringa. Að leita með málstað sinn út til almennings og á samfélagsmiðla til þess eins að finna einhvern sem vill standa með manni í óréttlætinu,“ sagði Áslaug Thelma. „Þess vegna þurfti að reka þig“ Hún sagði að það hefði verið erfitt að fara á fund með starfsmannastjóranum og forstjóranum eftir það og fá að heyra að yfirmaðurinn sé svo góður rekstrarmaður að það verði nú að gefa honum annað tækifæri. „Þess vegna hafi þurft að reka þig, svo hann gæti haldið áfram að vera góður rekstrarmaður. Hún er ógeðfelld tilfinningin að fá svo tilboð eftir þann fund um að láta þetta bara yfir sig ganga. Bara þegja og láta uppsögnina standa. Í staðinn verði lengt aðeins í uppsagnarfrestinum. Hljómar það eins og frábær díll? Ferill þinn sem stjórnandi er laskaður og þú sem manneskja lent í skelfilegum hvirfilbyl af því þú vildir ekki sitja þegjandi undir áreiti og einelti á vinnustað“ sagði Áslaug Thelma. Ræðu hennar í heild má lesa hér fyrir neðan:Það er svo auðvelt og óhjákvæmilegt að vera reið og fordæma – ekki síst á Facebook - þegar Donald Trump, Weinstein eða aðrir ámóta eiga í hlut. Það sem gerir það enn auðveldara er að þeir sitja ekki með okkur í mötuneytinu í hádeginu og eru ekki stjórnandinn í fyrirtækinu sem við vinnum hjá. Það er svo auðvelt og sjálfsagt að setja nafn sitt á lista, deila almennum skilaboðum með „hasstaggi“ eða „læka“.Þegar málin eru hins vegar komin í návígi getur það orðið aðeins flóknara að taka af skarið – að vera virkur þátttakandi í þeirri #MeToo byltingu sem er að hrista gamalgrónar stoðir valdakerfis þar sem konur hafa ekki átt upp á pallborðið. Eða kannski er það ekki svo flókið þegar rætt er um forstjóra eða framkvæmdastjóra í ónefndum fyrirtækjum eða öðrum stjórnmálaflokki en við erum í sjálfar.Það er hins vegar af allt öðrum toga og erfið skref að taka, að fara til yfirmanna sinna og tilkynna um brot gegn manni sjálfum á eigin vinnustað.Samt þyngjast puttarnir á lyklaborðinu þegar fréttirnar koma. Þekki ég þennan mann? Þekki ég konuna hans? Þekki ég kannski fórnarlambið?Þá er kannski auðveldara að hugsa bara „æ aumingja hún“ og þakka fyrir að vera ekki „konan“.Sporin eru þung á fyrsta fundinn með starfsmannstjóranum. Þyngri á fund númer tvö, fund númer þrjú og svo framvegis. Erindið er alltaf það sama. Tilkynna ruddaskap og dónaskap. Örvæntingin er mikil þegar starfsmannastjórinn segir: „Spjallaðu bara við hann og þið finnið út úr þessu.“Og þau eru enn þyngri skrefin sem þarf svo að taka þegar hægt er að reka þig án útskýringa. Að leita með málstað sinn út til almennings og á samfélagsmiðla til þess eins að finna einhvern sem vill standa með manni í óréttlætinu.Það er erfitt að fara á fund með starfsmannastjóranum og forstjóranum eftir það og fá að heyra að yfirmaðurinn sé nú svo góður rekstrarmaður að það verði nú að gefa honum séns. Þess vegna hafi þurft að reka þig, svo hann gæti haldið áfram að vera góður rekstrarmaður.Hún er ógeðfelld tilfinningin að fá svo tilboð eftir þann fund um að láta þetta bara yfir sig ganga. Bara þegja og láta uppsögnina standa. Í staðinn verði lengt aðeins í uppsagnarfrestinum.Hljómar það eins og frábær díll? Ferill þinn sem stjórnandi er laskaður og þú sem manneskja lent í skelfilegum hvirfilbyl af því þú vildir ekki sitja þegjandi undir áreiti og einelti á vinnustað.„Ég þori get og vil,“ sungu mamma mín og amma árið 1975, árið sem ég fæddist og þær eru meðal þeirra mörgu fyrirmynda; sterkra kvenna sem hafa blásið mér kjarki í brjóst. Það er ólíðandi að konur skuli enn – 43 árum síðar - vera í skugga valdníðslu, mismununar og þess að vera ekki taldar marktækar; á vinnustöðum, í pólitík og á allt of mörgum sviðum samfélagsins.Það á ENGIN kona að þurfa óttast velferð sína eða lífsviðurværi við það eitt að setja eðlileg mörk.Það er engin staður lengur fyrir rudda og dóna á vinnustöðum. En það er nóg pláss fyrir gagnkvæma virðingu. Viðringu fyrir kyni, kynþætti, kynhneigð, stærð, lit eða stöðu.Þetta er okkar samfélag, breytum því SAMAN.Kæru konur èg sè ekki eftir því að hafa staðið upp. Èg myndi gera það aftur, vitandi hvað það hefur verið erfitt. En èg verð að trúa því að svona breytum við heiminum, með einu skrefi í einu.Þorum að standa með kynsystrum okkar!Þorum að trúa frásögnum þeirra og skila skömminni þangað sem hún á heima.Kæru konur! Ég þori, get og vil.Og gleymdu því aldrei. Úttekt á uppsögnum hjá OR Tengdar fréttir Bjarni Már fagnar opinberri úttekt Fyrrverandi framkvæmdastjóri ON segir ekki öll kurl komin til grafar í umdeildu máli. 24. september 2018 10:15 Endurteknar uppsagnir og leyfi á langri viku hjá Orkuveitu Reykjavíkur Atburðarásin hjá Orkuveitunni rakin í réttri tímaröð. 18. september 2018 21:00 Þögn ríkir um mál Áslaugar eftir fund með Orkuveitunni Fundur deiluaðila vegna uppsagnar Áslaugar Thelmu Einarsdóttur fór fram síðastliðinn fimmtudag. Ákvörðun tekin um að þegja um niðurstöðu fundarins og hvað kom fram á honum. 2. október 2018 07:00 Vilja að stjórn OR taki afstöðu til þess hvernig tekið verði á „marklausri uppsögn“ Áslaugar Thelmu Lögfræðingur Áslaugar Thelmu Einarsdóttur fyrrverandi forstöðumanns hjá Orku náttúrunnar sendi stjórn Orkuveitu Reykjavíkur erindi á stjórnarfund í gær. 20. september 2018 12:00 Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Jane Goodall látin Erlent Fleiri fréttir Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Sjá meira
Áslaug Thelma Einarsdóttir ávarpaði baráttufund kvenna á Arnarhóli í Reykjavík í dag þar sem hún sagði mun erfiðara að fara til yfirmanna sinna og tilkynna um brot en að fordæma Donald Trump og Harvey Weinstein á Facebook. Áslaugu Thelmu var sagt upp sem forstöðumaður einstaklingsmarkaðar hjá Orku náttúru, dótturfélags Orkuveitu Reykjavíkur, í september síðastliðnum. Hún segist engar útskýringar hafa fengið á uppsögn sinni en segir uppsögnina tengjast því að hún kvartaði undan óeðlilegri hegðun framkvæmdastjóra Orku náttúru. Eftir að hafa sagt forstjóra OR frá hegðun framkvæmdastjórans var framkvæmdastjóranum sagt upp nánast samdægurs. Við þessa atburðarás kom ýmislegt annað í ljós sem leiddi til þess að forstjóri OR ákvað að stíga tímabundið til hliðar á meðan Innri endurskoðun Reykjavíkurborg færi yfir málið. Áslaug Thelma segist enn engar útskýringar hafa fengið á uppsögn sinni.Sporin þung á fyrsta fundinn Í ræðunni sagði hún sporin hafa verið þung á fyrsta fundinn með starfsmannastjóra OR og þau hafi verið þyngri á fund númer tvö, þrjú og svo framvegis. Var erindið ávallt það sama, að tilkynna um dónaskap og ruddaskap en hún sagði örvæntinguna hafa verið mikla þegar starfsmannastjórinn stakk upp því að Áslaug myndi ræða við framkvæmdastjórann og reyna að finna lausn á málinu. „Og þau eru enn þyngri skrefin sem þarf svo að taka þegar hægt er að reka þig án útskýringa. Að leita með málstað sinn út til almennings og á samfélagsmiðla til þess eins að finna einhvern sem vill standa með manni í óréttlætinu,“ sagði Áslaug Thelma. „Þess vegna þurfti að reka þig“ Hún sagði að það hefði verið erfitt að fara á fund með starfsmannastjóranum og forstjóranum eftir það og fá að heyra að yfirmaðurinn sé svo góður rekstrarmaður að það verði nú að gefa honum annað tækifæri. „Þess vegna hafi þurft að reka þig, svo hann gæti haldið áfram að vera góður rekstrarmaður. Hún er ógeðfelld tilfinningin að fá svo tilboð eftir þann fund um að láta þetta bara yfir sig ganga. Bara þegja og láta uppsögnina standa. Í staðinn verði lengt aðeins í uppsagnarfrestinum. Hljómar það eins og frábær díll? Ferill þinn sem stjórnandi er laskaður og þú sem manneskja lent í skelfilegum hvirfilbyl af því þú vildir ekki sitja þegjandi undir áreiti og einelti á vinnustað“ sagði Áslaug Thelma. Ræðu hennar í heild má lesa hér fyrir neðan:Það er svo auðvelt og óhjákvæmilegt að vera reið og fordæma – ekki síst á Facebook - þegar Donald Trump, Weinstein eða aðrir ámóta eiga í hlut. Það sem gerir það enn auðveldara er að þeir sitja ekki með okkur í mötuneytinu í hádeginu og eru ekki stjórnandinn í fyrirtækinu sem við vinnum hjá. Það er svo auðvelt og sjálfsagt að setja nafn sitt á lista, deila almennum skilaboðum með „hasstaggi“ eða „læka“.Þegar málin eru hins vegar komin í návígi getur það orðið aðeins flóknara að taka af skarið – að vera virkur þátttakandi í þeirri #MeToo byltingu sem er að hrista gamalgrónar stoðir valdakerfis þar sem konur hafa ekki átt upp á pallborðið. Eða kannski er það ekki svo flókið þegar rætt er um forstjóra eða framkvæmdastjóra í ónefndum fyrirtækjum eða öðrum stjórnmálaflokki en við erum í sjálfar.Það er hins vegar af allt öðrum toga og erfið skref að taka, að fara til yfirmanna sinna og tilkynna um brot gegn manni sjálfum á eigin vinnustað.Samt þyngjast puttarnir á lyklaborðinu þegar fréttirnar koma. Þekki ég þennan mann? Þekki ég konuna hans? Þekki ég kannski fórnarlambið?Þá er kannski auðveldara að hugsa bara „æ aumingja hún“ og þakka fyrir að vera ekki „konan“.Sporin eru þung á fyrsta fundinn með starfsmannstjóranum. Þyngri á fund númer tvö, fund númer þrjú og svo framvegis. Erindið er alltaf það sama. Tilkynna ruddaskap og dónaskap. Örvæntingin er mikil þegar starfsmannastjórinn segir: „Spjallaðu bara við hann og þið finnið út úr þessu.“Og þau eru enn þyngri skrefin sem þarf svo að taka þegar hægt er að reka þig án útskýringa. Að leita með málstað sinn út til almennings og á samfélagsmiðla til þess eins að finna einhvern sem vill standa með manni í óréttlætinu.Það er erfitt að fara á fund með starfsmannastjóranum og forstjóranum eftir það og fá að heyra að yfirmaðurinn sé nú svo góður rekstrarmaður að það verði nú að gefa honum séns. Þess vegna hafi þurft að reka þig, svo hann gæti haldið áfram að vera góður rekstrarmaður.Hún er ógeðfelld tilfinningin að fá svo tilboð eftir þann fund um að láta þetta bara yfir sig ganga. Bara þegja og láta uppsögnina standa. Í staðinn verði lengt aðeins í uppsagnarfrestinum.Hljómar það eins og frábær díll? Ferill þinn sem stjórnandi er laskaður og þú sem manneskja lent í skelfilegum hvirfilbyl af því þú vildir ekki sitja þegjandi undir áreiti og einelti á vinnustað.„Ég þori get og vil,“ sungu mamma mín og amma árið 1975, árið sem ég fæddist og þær eru meðal þeirra mörgu fyrirmynda; sterkra kvenna sem hafa blásið mér kjarki í brjóst. Það er ólíðandi að konur skuli enn – 43 árum síðar - vera í skugga valdníðslu, mismununar og þess að vera ekki taldar marktækar; á vinnustöðum, í pólitík og á allt of mörgum sviðum samfélagsins.Það á ENGIN kona að þurfa óttast velferð sína eða lífsviðurværi við það eitt að setja eðlileg mörk.Það er engin staður lengur fyrir rudda og dóna á vinnustöðum. En það er nóg pláss fyrir gagnkvæma virðingu. Viðringu fyrir kyni, kynþætti, kynhneigð, stærð, lit eða stöðu.Þetta er okkar samfélag, breytum því SAMAN.Kæru konur èg sè ekki eftir því að hafa staðið upp. Èg myndi gera það aftur, vitandi hvað það hefur verið erfitt. En èg verð að trúa því að svona breytum við heiminum, með einu skrefi í einu.Þorum að standa með kynsystrum okkar!Þorum að trúa frásögnum þeirra og skila skömminni þangað sem hún á heima.Kæru konur! Ég þori, get og vil.Og gleymdu því aldrei.
Úttekt á uppsögnum hjá OR Tengdar fréttir Bjarni Már fagnar opinberri úttekt Fyrrverandi framkvæmdastjóri ON segir ekki öll kurl komin til grafar í umdeildu máli. 24. september 2018 10:15 Endurteknar uppsagnir og leyfi á langri viku hjá Orkuveitu Reykjavíkur Atburðarásin hjá Orkuveitunni rakin í réttri tímaröð. 18. september 2018 21:00 Þögn ríkir um mál Áslaugar eftir fund með Orkuveitunni Fundur deiluaðila vegna uppsagnar Áslaugar Thelmu Einarsdóttur fór fram síðastliðinn fimmtudag. Ákvörðun tekin um að þegja um niðurstöðu fundarins og hvað kom fram á honum. 2. október 2018 07:00 Vilja að stjórn OR taki afstöðu til þess hvernig tekið verði á „marklausri uppsögn“ Áslaugar Thelmu Lögfræðingur Áslaugar Thelmu Einarsdóttur fyrrverandi forstöðumanns hjá Orku náttúrunnar sendi stjórn Orkuveitu Reykjavíkur erindi á stjórnarfund í gær. 20. september 2018 12:00 Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Jane Goodall látin Erlent Fleiri fréttir Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Sjá meira
Bjarni Már fagnar opinberri úttekt Fyrrverandi framkvæmdastjóri ON segir ekki öll kurl komin til grafar í umdeildu máli. 24. september 2018 10:15
Endurteknar uppsagnir og leyfi á langri viku hjá Orkuveitu Reykjavíkur Atburðarásin hjá Orkuveitunni rakin í réttri tímaröð. 18. september 2018 21:00
Þögn ríkir um mál Áslaugar eftir fund með Orkuveitunni Fundur deiluaðila vegna uppsagnar Áslaugar Thelmu Einarsdóttur fór fram síðastliðinn fimmtudag. Ákvörðun tekin um að þegja um niðurstöðu fundarins og hvað kom fram á honum. 2. október 2018 07:00
Vilja að stjórn OR taki afstöðu til þess hvernig tekið verði á „marklausri uppsögn“ Áslaugar Thelmu Lögfræðingur Áslaugar Thelmu Einarsdóttur fyrrverandi forstöðumanns hjá Orku náttúrunnar sendi stjórn Orkuveitu Reykjavíkur erindi á stjórnarfund í gær. 20. september 2018 12:00