Ungir drengir „fá sér í haus“ um hábjartan dag Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 24. október 2018 08:58 Gamli kirkjugarðurinn við Suðurgötu. Fréttablaðið/Pjetur Heimir Björn Janusarson, umsjónarmaður Hólavallagarðs - gamla kirkjugarðsins við Suðurgötu, skorar á foreldra í vesturbænum að setjast niður með börnum sínum og ræða grasreykingar. Ástæðan er sú að Heimi Birni blöskrar sú aukning sem orðið hefur á reykingum í kirkjugarðinum undanfarna daga. „Ágætu nágrannar. Sem umsjónarmaður með Hólavallagarði, gamla kirkjugarðinum við Suðurgötu, þá hefur í gegnum tíðina alltaf verið eitthvað um grasneyslu í garðinum og ég fundið ummerki um slíka neyslu. En nú bregður svo við að frá því um áramótin síðustu hefur þetta margfaldast,“ segir Heimir Björn í ábendingu til foreldra í hverfishópnum Vesturbærinn á Facebook. „Síðustu daga hefur algjörlega keyrt um þverbak. Ekki bara að umbúðir eru út um allt heldur eru ungir drengir c.a. 15 ára farnir að mæta í garðinn fyrir hádegið og „fá sér í haus" og finnast það bara allt í lagi. Skora ég á foreldra að setjast niður með börnum sínum og aðeins ræða þessi mál.“Mikil áhætta Skúli Magnússon héraðsdómari spyr í grein í Fréttablaðinu í dag hvort íslenskir strákar á aldrinum 11-15 ára viti hvaða áhættu þeir taki með því að prófa að reykja gras á þessum aldri? „Eða heyra þeir e.t.v. bara kvabb um fíkniefni án þess að átta sig á sérstökum hættueiginleikum kannabis fyrir þá? Hvað myndu þeir segja við því að yfirgnæfandi líkur séu á því að einn úr 10 manna vinahópi, sem reykir reglulega í dag, verði kominn inn á lokaða geðdeild fyrir tvítugt og eigi þaðan ekki afturkvæmt, hvort sem hann hættir að reykja eða ekki?“ Skúli segir það hljóta að vera algera lágmarkskröfu að hver einasti íslenski strákur undir 15 ára aldri sé vandlega upplýstur um þá sérstöku og óvenjulegu áhættu sem hann tekur með neyslu kannabisefna á þessu skeiði lífs síns. Mikill fjöldi lögræðissviptingarmálum fyrir héraðsdómi tengist neyslu kannabis frá ungra drengja. Börn og uppeldi Mest lesið Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Innlent Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Erlent Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Innlent Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Innlent Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Innlent Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Innlent Fleiri fréttir Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Viðgerð lokið á stofnstreng Mílu Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Sjá meira
Heimir Björn Janusarson, umsjónarmaður Hólavallagarðs - gamla kirkjugarðsins við Suðurgötu, skorar á foreldra í vesturbænum að setjast niður með börnum sínum og ræða grasreykingar. Ástæðan er sú að Heimi Birni blöskrar sú aukning sem orðið hefur á reykingum í kirkjugarðinum undanfarna daga. „Ágætu nágrannar. Sem umsjónarmaður með Hólavallagarði, gamla kirkjugarðinum við Suðurgötu, þá hefur í gegnum tíðina alltaf verið eitthvað um grasneyslu í garðinum og ég fundið ummerki um slíka neyslu. En nú bregður svo við að frá því um áramótin síðustu hefur þetta margfaldast,“ segir Heimir Björn í ábendingu til foreldra í hverfishópnum Vesturbærinn á Facebook. „Síðustu daga hefur algjörlega keyrt um þverbak. Ekki bara að umbúðir eru út um allt heldur eru ungir drengir c.a. 15 ára farnir að mæta í garðinn fyrir hádegið og „fá sér í haus" og finnast það bara allt í lagi. Skora ég á foreldra að setjast niður með börnum sínum og aðeins ræða þessi mál.“Mikil áhætta Skúli Magnússon héraðsdómari spyr í grein í Fréttablaðinu í dag hvort íslenskir strákar á aldrinum 11-15 ára viti hvaða áhættu þeir taki með því að prófa að reykja gras á þessum aldri? „Eða heyra þeir e.t.v. bara kvabb um fíkniefni án þess að átta sig á sérstökum hættueiginleikum kannabis fyrir þá? Hvað myndu þeir segja við því að yfirgnæfandi líkur séu á því að einn úr 10 manna vinahópi, sem reykir reglulega í dag, verði kominn inn á lokaða geðdeild fyrir tvítugt og eigi þaðan ekki afturkvæmt, hvort sem hann hættir að reykja eða ekki?“ Skúli segir það hljóta að vera algera lágmarkskröfu að hver einasti íslenski strákur undir 15 ára aldri sé vandlega upplýstur um þá sérstöku og óvenjulegu áhættu sem hann tekur með neyslu kannabisefna á þessu skeiði lífs síns. Mikill fjöldi lögræðissviptingarmálum fyrir héraðsdómi tengist neyslu kannabis frá ungra drengja.
Börn og uppeldi Mest lesið Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Innlent Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Erlent Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Innlent Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Innlent Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Innlent Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Innlent Fleiri fréttir Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Viðgerð lokið á stofnstreng Mílu Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Sjá meira