Snærós leitar hefnda Benedikt Bóas skrifar 31. október 2018 07:00 Snærós Sindradóttir leitar að sögum sem snúast um hefndir í nútímasamfélagi. Fréttablaðið/Ernir Snærós Sindradóttir, sem hlaut Blaðamannaverðlaun Íslands fyrir viðtal ársins 2015, leitar að sögum sem snúast um hefnd. „Hugmyndin kviknaði í fæðingarorlofinu sem ég er í. Ég lá og var að gefa næturgjöf og fékk þessa tilfinningu sem trúlega allir foreldrar þekkja: Ef einhver gerir barninu mínu eitthvað þá mun ég leita hefnda og ganga langt út fyrir mín siðferðismörk til þess að verja það. Svo eru kannski fæstir sem grípa til hefnda þegar á hólminn er komið,“ segir hún. Snærós bendir á að Íslendingasögurnar séu fullar af hefnd. Í Njálu eru örlögin ráðin vegna hefnda, lítilla og stórra. Hallgerður langbrók neitaði að gefa Gunnari spúsa sínum lokk úr hári sínu, til að nýta sem bogastreng, minnug þess að hann laust hana kinnhest löngu áður. Eitt einfalt nei í hefndarskyni, og Gunnar var allur.Það þótti sjálfsagður hlutur að hefna á víkingaöld.Mynd/Einar Örn J.Snærós segir að færri sögum fari af hefndum Íslendinga í nútímanum. Hefndum vegna svika í ástum, stjórnmálum eða viðskiptum, vegna einhvers sem stakk vinnufélaga í bakið á leið sinni upp metorðastigann, eða miklum hefndum vegna einhvers sem særði ástvini. Fyrr á tíðum þótti nauðsynlegt að grípa til hefnda til að verja heiður sinn en í dag þykir það feimnismál að vera hefnigjarn. Þó stundum sé hefnd kannski eina leiðin til réttlætis. „Í Eiðnum gengur faðirinn ansi langt og í Lof mér að falla taka foreldrarnir til sinna ráða á vissu tímabili. Amma mín sagði einu sinni við mig að ef einhver myndi meiða mig eða aðra henni nátengda þá myndi hún ganga ansi langt til að leita hefnda – þótt hún sé pínulítil og hafi enga burði til að gera eitthvað. Tilfinningin er samt svo rík, að leita hefnda.“ Snærós segir að í nútímasamfélagi sé ekki lengur fínt að hefna. Það eigi að fyrirgefa og leita sátta. „Jafnvel fara í sáttameðferð og bara jafna sig. Mig langaði að heyra þessar sögur – að fólk geti nafnlaust eða undir nafni ef það vill sagt þessar sögur – og gefa þær út. Fólk á margar góðar sögur um hefnd. Sumar fyndnar en aðrar jafnvel hádramatískar,“ segir hún. Hægt er að hafa samband vegna verkefnisins í gegnum tölvupóstfangið hefndir@gmail.com. Einnig er hægt að skoða Facebook-síðuna Hefnd. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Ragga Theó fann ástina hjá Davíð Þór Lífið Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Lífið Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Lífið Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Lífið „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Lífið Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Lífið „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Lífið Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda Lífið Að lifa drauminn: Englafjárfestir, uppistandari, móðir, með sér yngri manni og og og... Áskorun Fleiri fréttir Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Ragga Theó fann ástina hjá Davíð Þór Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Heated Rivalry-stjörnur verða á Ólympíuleikunum Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Sjá meira
Snærós Sindradóttir, sem hlaut Blaðamannaverðlaun Íslands fyrir viðtal ársins 2015, leitar að sögum sem snúast um hefnd. „Hugmyndin kviknaði í fæðingarorlofinu sem ég er í. Ég lá og var að gefa næturgjöf og fékk þessa tilfinningu sem trúlega allir foreldrar þekkja: Ef einhver gerir barninu mínu eitthvað þá mun ég leita hefnda og ganga langt út fyrir mín siðferðismörk til þess að verja það. Svo eru kannski fæstir sem grípa til hefnda þegar á hólminn er komið,“ segir hún. Snærós bendir á að Íslendingasögurnar séu fullar af hefnd. Í Njálu eru örlögin ráðin vegna hefnda, lítilla og stórra. Hallgerður langbrók neitaði að gefa Gunnari spúsa sínum lokk úr hári sínu, til að nýta sem bogastreng, minnug þess að hann laust hana kinnhest löngu áður. Eitt einfalt nei í hefndarskyni, og Gunnar var allur.Það þótti sjálfsagður hlutur að hefna á víkingaöld.Mynd/Einar Örn J.Snærós segir að færri sögum fari af hefndum Íslendinga í nútímanum. Hefndum vegna svika í ástum, stjórnmálum eða viðskiptum, vegna einhvers sem stakk vinnufélaga í bakið á leið sinni upp metorðastigann, eða miklum hefndum vegna einhvers sem særði ástvini. Fyrr á tíðum þótti nauðsynlegt að grípa til hefnda til að verja heiður sinn en í dag þykir það feimnismál að vera hefnigjarn. Þó stundum sé hefnd kannski eina leiðin til réttlætis. „Í Eiðnum gengur faðirinn ansi langt og í Lof mér að falla taka foreldrarnir til sinna ráða á vissu tímabili. Amma mín sagði einu sinni við mig að ef einhver myndi meiða mig eða aðra henni nátengda þá myndi hún ganga ansi langt til að leita hefnda – þótt hún sé pínulítil og hafi enga burði til að gera eitthvað. Tilfinningin er samt svo rík, að leita hefnda.“ Snærós segir að í nútímasamfélagi sé ekki lengur fínt að hefna. Það eigi að fyrirgefa og leita sátta. „Jafnvel fara í sáttameðferð og bara jafna sig. Mig langaði að heyra þessar sögur – að fólk geti nafnlaust eða undir nafni ef það vill sagt þessar sögur – og gefa þær út. Fólk á margar góðar sögur um hefnd. Sumar fyndnar en aðrar jafnvel hádramatískar,“ segir hún. Hægt er að hafa samband vegna verkefnisins í gegnum tölvupóstfangið hefndir@gmail.com. Einnig er hægt að skoða Facebook-síðuna Hefnd.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Ragga Theó fann ástina hjá Davíð Þór Lífið Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Lífið Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Lífið Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Lífið „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Lífið Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Lífið „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Lífið Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda Lífið Að lifa drauminn: Englafjárfestir, uppistandari, móðir, með sér yngri manni og og og... Áskorun Fleiri fréttir Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Ragga Theó fann ástina hjá Davíð Þór Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Heated Rivalry-stjörnur verða á Ólympíuleikunum Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Sjá meira
Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“