Snærós leitar hefnda Benedikt Bóas skrifar 31. október 2018 07:00 Snærós Sindradóttir leitar að sögum sem snúast um hefndir í nútímasamfélagi. Fréttablaðið/Ernir Snærós Sindradóttir, sem hlaut Blaðamannaverðlaun Íslands fyrir viðtal ársins 2015, leitar að sögum sem snúast um hefnd. „Hugmyndin kviknaði í fæðingarorlofinu sem ég er í. Ég lá og var að gefa næturgjöf og fékk þessa tilfinningu sem trúlega allir foreldrar þekkja: Ef einhver gerir barninu mínu eitthvað þá mun ég leita hefnda og ganga langt út fyrir mín siðferðismörk til þess að verja það. Svo eru kannski fæstir sem grípa til hefnda þegar á hólminn er komið,“ segir hún. Snærós bendir á að Íslendingasögurnar séu fullar af hefnd. Í Njálu eru örlögin ráðin vegna hefnda, lítilla og stórra. Hallgerður langbrók neitaði að gefa Gunnari spúsa sínum lokk úr hári sínu, til að nýta sem bogastreng, minnug þess að hann laust hana kinnhest löngu áður. Eitt einfalt nei í hefndarskyni, og Gunnar var allur.Það þótti sjálfsagður hlutur að hefna á víkingaöld.Mynd/Einar Örn J.Snærós segir að færri sögum fari af hefndum Íslendinga í nútímanum. Hefndum vegna svika í ástum, stjórnmálum eða viðskiptum, vegna einhvers sem stakk vinnufélaga í bakið á leið sinni upp metorðastigann, eða miklum hefndum vegna einhvers sem særði ástvini. Fyrr á tíðum þótti nauðsynlegt að grípa til hefnda til að verja heiður sinn en í dag þykir það feimnismál að vera hefnigjarn. Þó stundum sé hefnd kannski eina leiðin til réttlætis. „Í Eiðnum gengur faðirinn ansi langt og í Lof mér að falla taka foreldrarnir til sinna ráða á vissu tímabili. Amma mín sagði einu sinni við mig að ef einhver myndi meiða mig eða aðra henni nátengda þá myndi hún ganga ansi langt til að leita hefnda – þótt hún sé pínulítil og hafi enga burði til að gera eitthvað. Tilfinningin er samt svo rík, að leita hefnda.“ Snærós segir að í nútímasamfélagi sé ekki lengur fínt að hefna. Það eigi að fyrirgefa og leita sátta. „Jafnvel fara í sáttameðferð og bara jafna sig. Mig langaði að heyra þessar sögur – að fólk geti nafnlaust eða undir nafni ef það vill sagt þessar sögur – og gefa þær út. Fólk á margar góðar sögur um hefnd. Sumar fyndnar en aðrar jafnvel hádramatískar,“ segir hún. Hægt er að hafa samband vegna verkefnisins í gegnum tölvupóstfangið hefndir@gmail.com. Einnig er hægt að skoða Facebook-síðuna Hefnd. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Lífið Úr klikkaðri kynlífsþrá í alls enga Lífið „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Lífið Glæsileg í Cannes í sérsaumaðri íslenskri hönnun Tíska og hönnun Rikki G og Valdís eiga von á barni Lífið Staupasteinsstjarna er látin Bíó og sjónvarp Vill Ísrael og Úkraínu úr Eurovision Lífið „Ekki ætlunin að særa heldur hrista aðeins upp í umræðunni“ Lífið Carmina Burana sem maður vill helst gleyma – hvað fór úrskeiðis í Hörpu? Gagnrýni Frumflutti „Hver er sá besti“ í Fíladelfíu árið 1985 Tónlist Fleiri fréttir Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Úr klikkaðri kynlífsþrá í alls enga Rikki G og Valdís eiga von á barni „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Vill Ísrael og Úkraínu úr Eurovision Stóra stundin hjá þeim Rebekku og Ásgeiri Hersir og Rósa greina frá kyninu „Allt annað að sjá einhvern sem var eins og ég“ „Ekki ætlunin að særa heldur hrista aðeins upp í umræðunni“ Heillandi heimili Hönnu Stínu Jónas Sen sakaður um derring og meinfýsni Arnar og Sigrún Heba selja glæsihús í Kópavogi Svanhildur Hólm fór holu í höggi Ástin blómstrar hjá Rósu Líf og Anahitu Væri til í fjörutíu eiginmenn og nokkra sykurpabba Biggi ekki lengur lögga Ásgeir og Hildur eiga von á stúlku Stefán Einar tók vel á því með Ísfélaginu Stjörnulífið: Bikiní dress vikunnar Ótrúlegustu atvik geta veitt innblástur Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Felix kveður Eurovision Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Krakkatían: Eurovision, jarðskjálftar og dvergar Voru í sjötta sæti í undankeppninni Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Ísland fékk stig frá þessum löndum Austurríki sigurvegari Eurovision 2025 Íslendingar á samfélagsmiðlum: „Við hljótum að vinna þetta?“ Klúróvision í kvöld: „Þetta fer svo fyrir brjóstið á okkur að við förum úr fötunum“ Sjá meira
Snærós Sindradóttir, sem hlaut Blaðamannaverðlaun Íslands fyrir viðtal ársins 2015, leitar að sögum sem snúast um hefnd. „Hugmyndin kviknaði í fæðingarorlofinu sem ég er í. Ég lá og var að gefa næturgjöf og fékk þessa tilfinningu sem trúlega allir foreldrar þekkja: Ef einhver gerir barninu mínu eitthvað þá mun ég leita hefnda og ganga langt út fyrir mín siðferðismörk til þess að verja það. Svo eru kannski fæstir sem grípa til hefnda þegar á hólminn er komið,“ segir hún. Snærós bendir á að Íslendingasögurnar séu fullar af hefnd. Í Njálu eru örlögin ráðin vegna hefnda, lítilla og stórra. Hallgerður langbrók neitaði að gefa Gunnari spúsa sínum lokk úr hári sínu, til að nýta sem bogastreng, minnug þess að hann laust hana kinnhest löngu áður. Eitt einfalt nei í hefndarskyni, og Gunnar var allur.Það þótti sjálfsagður hlutur að hefna á víkingaöld.Mynd/Einar Örn J.Snærós segir að færri sögum fari af hefndum Íslendinga í nútímanum. Hefndum vegna svika í ástum, stjórnmálum eða viðskiptum, vegna einhvers sem stakk vinnufélaga í bakið á leið sinni upp metorðastigann, eða miklum hefndum vegna einhvers sem særði ástvini. Fyrr á tíðum þótti nauðsynlegt að grípa til hefnda til að verja heiður sinn en í dag þykir það feimnismál að vera hefnigjarn. Þó stundum sé hefnd kannski eina leiðin til réttlætis. „Í Eiðnum gengur faðirinn ansi langt og í Lof mér að falla taka foreldrarnir til sinna ráða á vissu tímabili. Amma mín sagði einu sinni við mig að ef einhver myndi meiða mig eða aðra henni nátengda þá myndi hún ganga ansi langt til að leita hefnda – þótt hún sé pínulítil og hafi enga burði til að gera eitthvað. Tilfinningin er samt svo rík, að leita hefnda.“ Snærós segir að í nútímasamfélagi sé ekki lengur fínt að hefna. Það eigi að fyrirgefa og leita sátta. „Jafnvel fara í sáttameðferð og bara jafna sig. Mig langaði að heyra þessar sögur – að fólk geti nafnlaust eða undir nafni ef það vill sagt þessar sögur – og gefa þær út. Fólk á margar góðar sögur um hefnd. Sumar fyndnar en aðrar jafnvel hádramatískar,“ segir hún. Hægt er að hafa samband vegna verkefnisins í gegnum tölvupóstfangið hefndir@gmail.com. Einnig er hægt að skoða Facebook-síðuna Hefnd.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Lífið Úr klikkaðri kynlífsþrá í alls enga Lífið „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Lífið Glæsileg í Cannes í sérsaumaðri íslenskri hönnun Tíska og hönnun Rikki G og Valdís eiga von á barni Lífið Staupasteinsstjarna er látin Bíó og sjónvarp Vill Ísrael og Úkraínu úr Eurovision Lífið „Ekki ætlunin að særa heldur hrista aðeins upp í umræðunni“ Lífið Carmina Burana sem maður vill helst gleyma – hvað fór úrskeiðis í Hörpu? Gagnrýni Frumflutti „Hver er sá besti“ í Fíladelfíu árið 1985 Tónlist Fleiri fréttir Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Úr klikkaðri kynlífsþrá í alls enga Rikki G og Valdís eiga von á barni „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Vill Ísrael og Úkraínu úr Eurovision Stóra stundin hjá þeim Rebekku og Ásgeiri Hersir og Rósa greina frá kyninu „Allt annað að sjá einhvern sem var eins og ég“ „Ekki ætlunin að særa heldur hrista aðeins upp í umræðunni“ Heillandi heimili Hönnu Stínu Jónas Sen sakaður um derring og meinfýsni Arnar og Sigrún Heba selja glæsihús í Kópavogi Svanhildur Hólm fór holu í höggi Ástin blómstrar hjá Rósu Líf og Anahitu Væri til í fjörutíu eiginmenn og nokkra sykurpabba Biggi ekki lengur lögga Ásgeir og Hildur eiga von á stúlku Stefán Einar tók vel á því með Ísfélaginu Stjörnulífið: Bikiní dress vikunnar Ótrúlegustu atvik geta veitt innblástur Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Felix kveður Eurovision Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Krakkatían: Eurovision, jarðskjálftar og dvergar Voru í sjötta sæti í undankeppninni Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Ísland fékk stig frá þessum löndum Austurríki sigurvegari Eurovision 2025 Íslendingar á samfélagsmiðlum: „Við hljótum að vinna þetta?“ Klúróvision í kvöld: „Þetta fer svo fyrir brjóstið á okkur að við förum úr fötunum“ Sjá meira