Theresa May og Katrín Jakobsdóttir funduðu Heimir Már Pétursson skrifar 30. október 2018 21:24 Þing Norðurlandaráðs var sett í Osló í Noregi í dag. Theresa May forsætisráðherra Bretlands sótti fundinn og átti Katrín Jakobsdóttir tvíhliða fund með henni síðdegis. Theresa May sækir þing Norðurlandaráðs á miklum óvissutímum í Bretlandi en eftir aðeins fimm mánuði eiga Bretar að ganga úr Evrópusambandinu. Enn er enginn útgöngusamningur í sjónmáli en Bretar leggja mikla áherslu á að undirbúa vel samskipti við aðrar þjóðir fyrir útgönguna, ekki síst við Norðurlöndin. May minntist sérstaklega á samskiptin við Ísland í ávarpi sínu á þinginu í dag. „Á hverju ári ferðast 320 þúsund Bretar til Íslands. Það er tala sem er ekki fjarri heildaríbúafjölda landsins.“ Síðdegis í dag átti Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, tvíhliða fund með breska forsætisráðherranum þar sem þær ræddu sameiginlega hagsmuni þjóðanna.Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, á þingi Norðurlandaráðs í dag.Vísir/Stöð 2„Við ræddum að sjálfsögðu Brexit og það sem kom í fyrsta lagi fram sem er mjög mikið fagnaðarefni, það var skýr vilji beggja ríkja til þess að tryggja réttindi bæði Íslendinga á Bretlandseyjum og Breta á Íslandi, það er að segja réttindi þeirra verða áfram þau sömu þrátt fyrir Brexit þannig að þessi skýri vilji birtist. Það verður unnið að einhvers konar samningi milli landanna um það og það er auðvitað stórmál en það liggur fyrir að Bretland er auðvitað mikilvægur aðili fyrir okkur til að mynda þegar kemur að viðskiptum hvað varðar út-og innflutning og það skiptir auðvitað máli að við þurfum að setjast niður með Bretum. Við höfum verið að undirbúa okkur fyrir það á vettvangi stjórnvalda, það er búið að vinna mikla undirbúningsvinnu þannig að við ættum að vera algjörlega tilbúin þegar að þessu kemur,“ segir Katrín. Brexit Tengdar fréttir May ávarpar Norðurlandaráð Þing Norðurlandaráðs hefst í Ósló í dag. Þar verður sjónum sérstaklega beint að ógnum við lýðræðið, frjálsa för á Norðurlöndunum og norrænt löggjafarsamstarf. 30. október 2018 07:45 Auður Ava hlýtur Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs Auður Ava hlýtur verðlaunin fyrir verk, sem að mati dómnefndar, einkennist af útsmognum húmor og leiftrandi fjörugu tungumáli en spyr jafnframt spurninga um lífið og dauðann. 30. október 2018 20:05 Mest lesið Seinni hálfleikur að hefjast eftir stutt hlé í nótt Innlent Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Erlent Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Erlent Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Innlent Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Innlent Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Fleiri fréttir Seinni hálfleikur að hefjast eftir stutt hlé í nótt Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Sjá meira
Þing Norðurlandaráðs var sett í Osló í Noregi í dag. Theresa May forsætisráðherra Bretlands sótti fundinn og átti Katrín Jakobsdóttir tvíhliða fund með henni síðdegis. Theresa May sækir þing Norðurlandaráðs á miklum óvissutímum í Bretlandi en eftir aðeins fimm mánuði eiga Bretar að ganga úr Evrópusambandinu. Enn er enginn útgöngusamningur í sjónmáli en Bretar leggja mikla áherslu á að undirbúa vel samskipti við aðrar þjóðir fyrir útgönguna, ekki síst við Norðurlöndin. May minntist sérstaklega á samskiptin við Ísland í ávarpi sínu á þinginu í dag. „Á hverju ári ferðast 320 þúsund Bretar til Íslands. Það er tala sem er ekki fjarri heildaríbúafjölda landsins.“ Síðdegis í dag átti Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, tvíhliða fund með breska forsætisráðherranum þar sem þær ræddu sameiginlega hagsmuni þjóðanna.Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, á þingi Norðurlandaráðs í dag.Vísir/Stöð 2„Við ræddum að sjálfsögðu Brexit og það sem kom í fyrsta lagi fram sem er mjög mikið fagnaðarefni, það var skýr vilji beggja ríkja til þess að tryggja réttindi bæði Íslendinga á Bretlandseyjum og Breta á Íslandi, það er að segja réttindi þeirra verða áfram þau sömu þrátt fyrir Brexit þannig að þessi skýri vilji birtist. Það verður unnið að einhvers konar samningi milli landanna um það og það er auðvitað stórmál en það liggur fyrir að Bretland er auðvitað mikilvægur aðili fyrir okkur til að mynda þegar kemur að viðskiptum hvað varðar út-og innflutning og það skiptir auðvitað máli að við þurfum að setjast niður með Bretum. Við höfum verið að undirbúa okkur fyrir það á vettvangi stjórnvalda, það er búið að vinna mikla undirbúningsvinnu þannig að við ættum að vera algjörlega tilbúin þegar að þessu kemur,“ segir Katrín.
Brexit Tengdar fréttir May ávarpar Norðurlandaráð Þing Norðurlandaráðs hefst í Ósló í dag. Þar verður sjónum sérstaklega beint að ógnum við lýðræðið, frjálsa för á Norðurlöndunum og norrænt löggjafarsamstarf. 30. október 2018 07:45 Auður Ava hlýtur Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs Auður Ava hlýtur verðlaunin fyrir verk, sem að mati dómnefndar, einkennist af útsmognum húmor og leiftrandi fjörugu tungumáli en spyr jafnframt spurninga um lífið og dauðann. 30. október 2018 20:05 Mest lesið Seinni hálfleikur að hefjast eftir stutt hlé í nótt Innlent Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Erlent Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Erlent Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Innlent Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Innlent Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Fleiri fréttir Seinni hálfleikur að hefjast eftir stutt hlé í nótt Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Sjá meira
May ávarpar Norðurlandaráð Þing Norðurlandaráðs hefst í Ósló í dag. Þar verður sjónum sérstaklega beint að ógnum við lýðræðið, frjálsa för á Norðurlöndunum og norrænt löggjafarsamstarf. 30. október 2018 07:45
Auður Ava hlýtur Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs Auður Ava hlýtur verðlaunin fyrir verk, sem að mati dómnefndar, einkennist af útsmognum húmor og leiftrandi fjörugu tungumáli en spyr jafnframt spurninga um lífið og dauðann. 30. október 2018 20:05