Barnaverndarstofa braut gegn persónuverndarlögum Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 30. október 2018 20:34 Helga Þórisdóttir er forstjóri Persónuverndar. Persónuvernd hefur komist að þeirri niðurstöðu að Barnaverndarstofa hafi brotið gegn persónuverndarlögum þegar hún afhenti viðkæmar persónuupplýsingar til tveggja fjölmiðla. VÍSIR/VILHELM Persónuvernd hefur komist að þeirri niðurstöðu að Barnaverndarstofa hafi brotið gegn persónuverndarlögum þegar stofnunin miðlaði viðkvæmum persónuupplýsingum og upplýsingum um félagsleg vandamál einstaklinga til Ríkisútvarpsins og Stundarinnar á vormánuðum þessa árs. Ákvörðunin var tekin í málinu á fundi Persónuverndar 15. október en um frumkvæðisathugun er að ræða. Athugunin lýtur að því hvort Barnaverndarstofa hafi með afhendingu umræddra gagna miðlað persónuupplýsingum eins og þær eru skilgreindar í þágildandi lögum nr. 77/2000 því öll atvik málsins gerðust i gildistíð eldri laga um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga.Fjallað var um málið í Stundinni 3. maí á þessu ári, degi eftir að fjölmiðillinn fékk gögnin. Þar kemur fram að Barnaverndarstofa hafi afhent RÚV og Stundinni hundruð blaðsíðna af gögnum, meðal annars um einstök barnaverndarmál og umgengnisdeilur foreldra. Þess ber þó að geta að gögnin voru með þeim hætti að búið var að afmá nöfn og önnur persónugreinanleg atriði.Lögfræðingur Barnaverndarstofu gaumgæfði gögnin Barnaverndarstofa svaraði spurningum Persónuverndar með bréfi, dagsettu 7. júní 2018 þar sem stofnunin gerir grein fyrir aðdraganda ákvörðunar um að afhenda gögnin. Barnaverndarstofu barst upplýsingabeiðnir frá þremur fjölmiðlum í kjölfar fréttaumfjöllunar um umkvartanir barnaverndarnefnda til velferðarráðuneytisins vegna samskipta við Barnaverndarstofu og þáverandi forstjóra hennar. Í svarbréfinu kemur fram að Barnaverndarstofa hafi við yfirverð gagnanna haft meginreglu 5. gr. upplýsingalaga til hliðsjónar. Lögfræðingur hafi farið yfir gögnin og tryggt að ekki kæmu fram persónuauðkenni aðila þeirra mála sem til umfjöllunar eru.Barnaverndarstofa afhendi gögnin á vormánuðum þessa árs.Vísir/PjeturHægt að fletta upp á hlutaðeigandi með upplýsingunum Að mati Persónuverndar geta upplýsingar talist til persónuupplýsinga fyrir lögunum ef unnt er að nota þær ásamt upplýsingum sem finnast með leit á Internetinu til að bera kennsl á þá sem eiga í hlut í gögnunum. „Einnig verða upplýsingar að teljast persónugreinanlegar ef þeir sem þekkja til hlutaðeigandi geta borið kennsl á hann á grundvelli upplýsinganna, þótt það sé eftir atvikum ekki á allra færi,“ segir í niðurstöðunni. Ýmsar upplýsingar í gögnunum eru til þess fallnar að unnt er að persónugreina viðkomandi börn og fjölskyldumeðlimi þeirra. Yfirstrikanirnar þóttu ekki fullnægjandi Þá kemur jafnframt fram í mati Persónuverndar að yfirstrikanir í gögnunum hafi ekki verið fullnægjandi enda hafi í mörgum tilvikum verið hægt að lesa það sem stóð og krotað var yfir. Þá segir Persónuvernd að samræmi hafi ekki verið í yfirstrikunum. „Þrátt fyrir að fallast megi á þau sjónarmið Barnaverndarstofu að upplýsingar um meðferð barnaverndarmála eigi erindi til almennings þá víkja þau sjónarmið, samkvæmt framangreindu, ekki til hliðar rétti þeirra einstaklinga, sem upplýsingarnar varða, til verndar samkvæmt lögum nr. 77/2000“. Barnaverndarstofa gæti fyllstu varfærni framvegis Persónuvernd beinir þeim fyrirmælum til Barnaverndarstofu að stofnunin hugi að því framvegis að fyllstu varfærni sé gætt við vinnslu persónuupplýsinga þegar gögn eru afhent á grundvelli upplýsingalaga og að tryggt verði að í þeim gögnum verði ekki hægt að auðkenna einstaklinga með lestri umfjöllunarinnar. Félagsmál Persónuvernd Tengdar fréttir Rannsaka afhendingu gagna Barnaverndarstofu til fjölmiðla Frumkvæðisathugun Persónuverndar er hafin á því hvernig staðið var að afhendingu gagna Barnaverndarstofu til fjölmiðla um viðkvæm málefni. Lekinn er litinn alvarlegum augum. 5. maí 2018 07:00 Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Jane Goodall látin Erlent Fleiri fréttir Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Sjá meira
Persónuvernd hefur komist að þeirri niðurstöðu að Barnaverndarstofa hafi brotið gegn persónuverndarlögum þegar stofnunin miðlaði viðkvæmum persónuupplýsingum og upplýsingum um félagsleg vandamál einstaklinga til Ríkisútvarpsins og Stundarinnar á vormánuðum þessa árs. Ákvörðunin var tekin í málinu á fundi Persónuverndar 15. október en um frumkvæðisathugun er að ræða. Athugunin lýtur að því hvort Barnaverndarstofa hafi með afhendingu umræddra gagna miðlað persónuupplýsingum eins og þær eru skilgreindar í þágildandi lögum nr. 77/2000 því öll atvik málsins gerðust i gildistíð eldri laga um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga.Fjallað var um málið í Stundinni 3. maí á þessu ári, degi eftir að fjölmiðillinn fékk gögnin. Þar kemur fram að Barnaverndarstofa hafi afhent RÚV og Stundinni hundruð blaðsíðna af gögnum, meðal annars um einstök barnaverndarmál og umgengnisdeilur foreldra. Þess ber þó að geta að gögnin voru með þeim hætti að búið var að afmá nöfn og önnur persónugreinanleg atriði.Lögfræðingur Barnaverndarstofu gaumgæfði gögnin Barnaverndarstofa svaraði spurningum Persónuverndar með bréfi, dagsettu 7. júní 2018 þar sem stofnunin gerir grein fyrir aðdraganda ákvörðunar um að afhenda gögnin. Barnaverndarstofu barst upplýsingabeiðnir frá þremur fjölmiðlum í kjölfar fréttaumfjöllunar um umkvartanir barnaverndarnefnda til velferðarráðuneytisins vegna samskipta við Barnaverndarstofu og þáverandi forstjóra hennar. Í svarbréfinu kemur fram að Barnaverndarstofa hafi við yfirverð gagnanna haft meginreglu 5. gr. upplýsingalaga til hliðsjónar. Lögfræðingur hafi farið yfir gögnin og tryggt að ekki kæmu fram persónuauðkenni aðila þeirra mála sem til umfjöllunar eru.Barnaverndarstofa afhendi gögnin á vormánuðum þessa árs.Vísir/PjeturHægt að fletta upp á hlutaðeigandi með upplýsingunum Að mati Persónuverndar geta upplýsingar talist til persónuupplýsinga fyrir lögunum ef unnt er að nota þær ásamt upplýsingum sem finnast með leit á Internetinu til að bera kennsl á þá sem eiga í hlut í gögnunum. „Einnig verða upplýsingar að teljast persónugreinanlegar ef þeir sem þekkja til hlutaðeigandi geta borið kennsl á hann á grundvelli upplýsinganna, þótt það sé eftir atvikum ekki á allra færi,“ segir í niðurstöðunni. Ýmsar upplýsingar í gögnunum eru til þess fallnar að unnt er að persónugreina viðkomandi börn og fjölskyldumeðlimi þeirra. Yfirstrikanirnar þóttu ekki fullnægjandi Þá kemur jafnframt fram í mati Persónuverndar að yfirstrikanir í gögnunum hafi ekki verið fullnægjandi enda hafi í mörgum tilvikum verið hægt að lesa það sem stóð og krotað var yfir. Þá segir Persónuvernd að samræmi hafi ekki verið í yfirstrikunum. „Þrátt fyrir að fallast megi á þau sjónarmið Barnaverndarstofu að upplýsingar um meðferð barnaverndarmála eigi erindi til almennings þá víkja þau sjónarmið, samkvæmt framangreindu, ekki til hliðar rétti þeirra einstaklinga, sem upplýsingarnar varða, til verndar samkvæmt lögum nr. 77/2000“. Barnaverndarstofa gæti fyllstu varfærni framvegis Persónuvernd beinir þeim fyrirmælum til Barnaverndarstofu að stofnunin hugi að því framvegis að fyllstu varfærni sé gætt við vinnslu persónuupplýsinga þegar gögn eru afhent á grundvelli upplýsingalaga og að tryggt verði að í þeim gögnum verði ekki hægt að auðkenna einstaklinga með lestri umfjöllunarinnar.
Félagsmál Persónuvernd Tengdar fréttir Rannsaka afhendingu gagna Barnaverndarstofu til fjölmiðla Frumkvæðisathugun Persónuverndar er hafin á því hvernig staðið var að afhendingu gagna Barnaverndarstofu til fjölmiðla um viðkvæm málefni. Lekinn er litinn alvarlegum augum. 5. maí 2018 07:00 Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Jane Goodall látin Erlent Fleiri fréttir Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Sjá meira
Rannsaka afhendingu gagna Barnaverndarstofu til fjölmiðla Frumkvæðisathugun Persónuverndar er hafin á því hvernig staðið var að afhendingu gagna Barnaverndarstofu til fjölmiðla um viðkvæm málefni. Lekinn er litinn alvarlegum augum. 5. maí 2018 07:00