Ráðherra skilur óþolinmæði en eltir ekki banaslys með fjármagni Sigurður Mikael Jónsson skrifar 30. október 2018 07:15 Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra. Fréttablaðið/Anton Brink „Ég get vel skilið óþolinmæði allra. Því miður getum við ekki fullyrt hvar næsta hörmulega banaslys verður. Við verðum að vinna þetta heildstætt og ekki hlaupa til með tæki og fjármagn eftir því hvar slysin verða. Við verðum að reyna að koma í veg fyrir þau og reyna að byggja upp vegakerfi sem gerir þau ólíklegri, en því miður gerast þau nú alltaf,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra. Banaslys á Reykjanesbraut á alræmdum kafla í Hafnarfirði um helgina hefur á ný vakið hörð viðbrögð hjá þeim sem barist hafa lengi fyrir því að lokið verði við tvöföldun brautarinnar. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, segir í grein í Fréttablaðinu í dag að það sé óásættanlegt að bíða þurfi með að fullklára þennan veg til ársins 2033 eins og segi í samgönguáætlun. Tvöföldunin hafi mjakast áfram á hraða snigilsins. Sigurður Ingi segir hins vegar kaflann í gegnum Hafnarfjörð í sérstökum forgangi, bæði að tvöfalda og aðskilja akstursstefnur. „Sem og að aðskilja leiðina fyrir sunnan álverið og að Hvassahrauni, þó að tvöföldunin verði síðast þá verða aðskildar akstursstefnur, einmitt í þeim tilgangi að koma í veg fyrir þessi slys,“ segir Sigurður Ingi. Bendir hann einnig á að nú sé starfshópur að störfum sem skoði breytta gjaldtöku á vegunum. „Meðal annars út af orkuskiptunum. Eftir 2030 verða ekki 18 milljarðar sem koma inn af dísil og bensíni, heldur eitthvað nær sjö. Við þurfum að breyta um takt. Einn liður sem við erum að skoða er Hvalfjarðargangamódelið, með einhvers konar veggjöldum. Ef breið samstaða yrði um það þá er ég með á þingmálaskránni í mars að leggja fram slík frumvörp, félög sem gætu farið í framkvæmdir og þá væri hægt að búa til meira fé og flýta einhverjum þeim framkvæmdum sem við teljum mikilvægt að fara hraðar í.“ Birtist í Fréttablaðinu Samgöngur Tengdar fréttir Fer fram á breytingar á samgönguáætlun Bæjararstóri Hafnarfjarðar segir hörmulegt að horfa upp á fjölda slysa sem hefur átt sér stað á kafla Reykjanesbrautarinnar sem ekki hefur verið tvöfaldaður. 29. október 2018 20:00 Ökumaðurinn úrskurðaður í farbann vegna banaslyss Karlmaðurinn sem lést í umferðarslysinu á Reykjanesbraut í Hafnarfirði í gærmorgun var pólskur ríkisborgari á fertugsaldri. 29. október 2018 10:54 Hafa verið boðaðir á fund samgönguráðherra Guðbergur Reynisson, annar stofnanda hópsins Stopp, vill að klárað verði að tvöfalda Reykjanesbraut sem fyrst. 29. október 2018 17:47 Mest lesið Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Innlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Fleiri fréttir „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Sjá meira
„Ég get vel skilið óþolinmæði allra. Því miður getum við ekki fullyrt hvar næsta hörmulega banaslys verður. Við verðum að vinna þetta heildstætt og ekki hlaupa til með tæki og fjármagn eftir því hvar slysin verða. Við verðum að reyna að koma í veg fyrir þau og reyna að byggja upp vegakerfi sem gerir þau ólíklegri, en því miður gerast þau nú alltaf,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra. Banaslys á Reykjanesbraut á alræmdum kafla í Hafnarfirði um helgina hefur á ný vakið hörð viðbrögð hjá þeim sem barist hafa lengi fyrir því að lokið verði við tvöföldun brautarinnar. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, segir í grein í Fréttablaðinu í dag að það sé óásættanlegt að bíða þurfi með að fullklára þennan veg til ársins 2033 eins og segi í samgönguáætlun. Tvöföldunin hafi mjakast áfram á hraða snigilsins. Sigurður Ingi segir hins vegar kaflann í gegnum Hafnarfjörð í sérstökum forgangi, bæði að tvöfalda og aðskilja akstursstefnur. „Sem og að aðskilja leiðina fyrir sunnan álverið og að Hvassahrauni, þó að tvöföldunin verði síðast þá verða aðskildar akstursstefnur, einmitt í þeim tilgangi að koma í veg fyrir þessi slys,“ segir Sigurður Ingi. Bendir hann einnig á að nú sé starfshópur að störfum sem skoði breytta gjaldtöku á vegunum. „Meðal annars út af orkuskiptunum. Eftir 2030 verða ekki 18 milljarðar sem koma inn af dísil og bensíni, heldur eitthvað nær sjö. Við þurfum að breyta um takt. Einn liður sem við erum að skoða er Hvalfjarðargangamódelið, með einhvers konar veggjöldum. Ef breið samstaða yrði um það þá er ég með á þingmálaskránni í mars að leggja fram slík frumvörp, félög sem gætu farið í framkvæmdir og þá væri hægt að búa til meira fé og flýta einhverjum þeim framkvæmdum sem við teljum mikilvægt að fara hraðar í.“
Birtist í Fréttablaðinu Samgöngur Tengdar fréttir Fer fram á breytingar á samgönguáætlun Bæjararstóri Hafnarfjarðar segir hörmulegt að horfa upp á fjölda slysa sem hefur átt sér stað á kafla Reykjanesbrautarinnar sem ekki hefur verið tvöfaldaður. 29. október 2018 20:00 Ökumaðurinn úrskurðaður í farbann vegna banaslyss Karlmaðurinn sem lést í umferðarslysinu á Reykjanesbraut í Hafnarfirði í gærmorgun var pólskur ríkisborgari á fertugsaldri. 29. október 2018 10:54 Hafa verið boðaðir á fund samgönguráðherra Guðbergur Reynisson, annar stofnanda hópsins Stopp, vill að klárað verði að tvöfalda Reykjanesbraut sem fyrst. 29. október 2018 17:47 Mest lesið Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Innlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Fleiri fréttir „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Sjá meira
Fer fram á breytingar á samgönguáætlun Bæjararstóri Hafnarfjarðar segir hörmulegt að horfa upp á fjölda slysa sem hefur átt sér stað á kafla Reykjanesbrautarinnar sem ekki hefur verið tvöfaldaður. 29. október 2018 20:00
Ökumaðurinn úrskurðaður í farbann vegna banaslyss Karlmaðurinn sem lést í umferðarslysinu á Reykjanesbraut í Hafnarfirði í gærmorgun var pólskur ríkisborgari á fertugsaldri. 29. október 2018 10:54
Hafa verið boðaðir á fund samgönguráðherra Guðbergur Reynisson, annar stofnanda hópsins Stopp, vill að klárað verði að tvöfalda Reykjanesbraut sem fyrst. 29. október 2018 17:47