Segir ríkið vera að skapa sér sjálfkrafa skaðabótaskyldu Sighvatur Arnmundsson skrifar 9. nóvember 2018 08:45 Í síðustu viku voru um 200 kíló af lífrænu hollensku nautakjöti gerð upptæk í tollinum. Nordicphotos/Getty „Það hefur legið fyrir mörg undanfarin ár að það væru yfirgnæfandi líkur á að niðurstaða málsins yrði á þann hátt sem síðar varð. Sú afsökun að stjórnvöld hafi ekki haft nægan tíma er bara ekki gild,“ segir Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu, um þá stöðu sem upp er komin varðandi innflutning á fersku kjöti. Í síðustu viku voru um 200 kíló af lífrænu hollensku nautakjöti gerð upptæk í tolli. Var það fyrsta sendingin til landsins frá því að dómur féll í Hæstarétti í síðasta mánuði þess efnis að bann við innflutningi á fersku kjöti væri ólögmætt. Ingibjörn Sigurbergsson, framkvæmdastjóri Ferskra kjötvara, sem flutti inn kjötið segir að Matvælastofnun hafi veitt fyrirtækinu andmælarétt. Endanleg niðurstaða átti jafnvel að liggja fyrir í gær. Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra ítrekar að von sé á frumvarpi vegna málsins í febrúar. Það hafi verið í forgangi hjá stjórnvöldum frá því að EFTA-dómstólinn komst að niðurstöðu fyrir um ári að umrætt innflutningsbann bryti gegn EES-samningnum. „Stjórnvöld sendu í júlí umsókn til Eftirlitsstofnunar EFTA um heimild til að beita reglum um viðbótartryggingar vegna salmonellu sem önnur Norðurlönd hafa fengið. Við höfum líka verið í viðræðum við framkvæmdastjórn ESB og Eftirlitsstofnun EFTA varðandi næstu skref stjórnvalda í málinu,“ segir Kristján Þór. Andrés segir fyrirtæki nú geta flutt inn ferskt kjöt án allrar áhættu. „Við vitum að það eru fleiri sendingar á leiðinni. Ef stjórnvöld bregðast ekki við í tíma eiga þessi fyrirtæki sjálfkrafa hreina skaðabótakröfu á ríkið. Frá og með uppkvaðningu Hæstaréttardómsins er það lagabrot af hálfu opinberra aðila að gera svona vöru upptæka við innflutning til landsins. Það er algerlega hafið yfir vafa. Stóra spurningin í okkar huga nú er hvort það sé meirihluti fyrir þessum lagabreytingum á Alþingi,“ segir Andrés Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra og formaður Framsóknarflokksins, birti grein í Morgunblaðinu í gær. Þar segir hann að flokkur sinn muni leita allra leiða með samstarfsflokkum sínum í ríkisstjórn og á vettvangi Norðurlanda til að koma í veg fyrir að heilsu landsmanna verði fórnað fyrir þá skammtímahagsmuni að heimila innflutning á fersku kjöti. Kristján Þór segir að stjórnvöld hafi í kjölfar dóma EFTA-dómstólsins og Hæstaréttar ekkert val um annað en að bregðast við: „Ég legg sem fyrr ríka áherslu á að við stöndum við þær alþjóðlegu skuldbindingar sem Ísland hefur undirgengist en tryggjum á sama tíma öryggi matvæla og vernd búfjárstofna.“ Birtist í Fréttablaðinu Landbúnaður Mest lesið Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Innlent Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Innlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Innlent Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Erlent Fleiri fréttir Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Borgin skaffar lóð fyrir stofnun Ingu Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Sjá meira
„Það hefur legið fyrir mörg undanfarin ár að það væru yfirgnæfandi líkur á að niðurstaða málsins yrði á þann hátt sem síðar varð. Sú afsökun að stjórnvöld hafi ekki haft nægan tíma er bara ekki gild,“ segir Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu, um þá stöðu sem upp er komin varðandi innflutning á fersku kjöti. Í síðustu viku voru um 200 kíló af lífrænu hollensku nautakjöti gerð upptæk í tolli. Var það fyrsta sendingin til landsins frá því að dómur féll í Hæstarétti í síðasta mánuði þess efnis að bann við innflutningi á fersku kjöti væri ólögmætt. Ingibjörn Sigurbergsson, framkvæmdastjóri Ferskra kjötvara, sem flutti inn kjötið segir að Matvælastofnun hafi veitt fyrirtækinu andmælarétt. Endanleg niðurstaða átti jafnvel að liggja fyrir í gær. Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra ítrekar að von sé á frumvarpi vegna málsins í febrúar. Það hafi verið í forgangi hjá stjórnvöldum frá því að EFTA-dómstólinn komst að niðurstöðu fyrir um ári að umrætt innflutningsbann bryti gegn EES-samningnum. „Stjórnvöld sendu í júlí umsókn til Eftirlitsstofnunar EFTA um heimild til að beita reglum um viðbótartryggingar vegna salmonellu sem önnur Norðurlönd hafa fengið. Við höfum líka verið í viðræðum við framkvæmdastjórn ESB og Eftirlitsstofnun EFTA varðandi næstu skref stjórnvalda í málinu,“ segir Kristján Þór. Andrés segir fyrirtæki nú geta flutt inn ferskt kjöt án allrar áhættu. „Við vitum að það eru fleiri sendingar á leiðinni. Ef stjórnvöld bregðast ekki við í tíma eiga þessi fyrirtæki sjálfkrafa hreina skaðabótakröfu á ríkið. Frá og með uppkvaðningu Hæstaréttardómsins er það lagabrot af hálfu opinberra aðila að gera svona vöru upptæka við innflutning til landsins. Það er algerlega hafið yfir vafa. Stóra spurningin í okkar huga nú er hvort það sé meirihluti fyrir þessum lagabreytingum á Alþingi,“ segir Andrés Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra og formaður Framsóknarflokksins, birti grein í Morgunblaðinu í gær. Þar segir hann að flokkur sinn muni leita allra leiða með samstarfsflokkum sínum í ríkisstjórn og á vettvangi Norðurlanda til að koma í veg fyrir að heilsu landsmanna verði fórnað fyrir þá skammtímahagsmuni að heimila innflutning á fersku kjöti. Kristján Þór segir að stjórnvöld hafi í kjölfar dóma EFTA-dómstólsins og Hæstaréttar ekkert val um annað en að bregðast við: „Ég legg sem fyrr ríka áherslu á að við stöndum við þær alþjóðlegu skuldbindingar sem Ísland hefur undirgengist en tryggjum á sama tíma öryggi matvæla og vernd búfjárstofna.“
Birtist í Fréttablaðinu Landbúnaður Mest lesið Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Innlent Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Innlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Innlent Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Erlent Fleiri fréttir Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Borgin skaffar lóð fyrir stofnun Ingu Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Sjá meira