Stigi í Hörpu svignaði undan hópi stjórnenda Sigurður Mikael Jónsson skrifar 9. nóvember 2018 06:15 Glerið sem sprakk er næst stiga upp frá jarðhæð Hörpu. Fréttablaðið/ernir „Að mati fasteignastjóra Hörpu voru nokkrir samverkandi þættir sem orsökuðu þetta óhapp,“ segir Svanhildur Konráðsdóttir, forstjóri Hörpu, aðspurð um atvikið sem átti sér stað þegar stjórnendadagur Reykjavíkurborgar var haldinn í tónlistar- og ráðstefnuhöllinni á föstudag. Að fundinum loknum var myndataka af stjórnendahópnum í stiganum en við það sprakk gler sem liggur utan í og undir stiganum stóra. „Mikill fjöldi fólks stóð í stiganum í drjúga stund og er ekki óeðlilegt að stiginn svigni örlítið undan slíkum fjölda sem var líklega meira en 300 manns. En hreyfingin er afskaplega lítil og engin ástæða til að hafa áhyggjur af því,“ segir Svanhildur. Að sögn Svanhildar er burðarkerfi stigans samansett úr fjórum 50 sentímetra háum stálbitum. Því sé burðarhæfni hans mjög mikil.Svanhildur Konráðsdóttir, forstjóri Hörpu.Svanhildur bætir við að burðarvirki Hörpu sé þannig að skil eru í húsinu fyrir hreyfingar sem þar eiga sér stað. Stiginn stendur yfir einum slíkum skilum. „Þetta eru mjög litlar hreyfingar en eru til staðar og geta haft þau áhrif að glerhandriðið stóð óvenju nærri stigakjálkanum á þessum tímapunkti.“ Svanhildur bendir á að engin hætta hafi skapast þar sem um sé að ræða tvöfalt öryggisgler með filmu á milli og aðeins annað glerið sprakk. Glerið sem um ræðir umlykur rúllustigana sem liggja niður á kjallarahæð hússins. Stiginn stóri sem stjórnendur stóðu á liggur upp á aðra hæð Hörpu. „Öryggisgler er mjög höggþolið en veikleiki þess er að fá hart efni í glerkantinn. Því þarf mjög litla snertingu frá stáli á glerbrúnina til að sprengja það. Þetta óhapp varð vegna einhverra millimetra færslu á gleri eða stiga og miklum fólksfjölda í stiganum,“ segir Svanhildur. Ekki hefur verið skipt um glerið sem brotnaði og svæðið undir stiganum hafði verið girt af í gær þegar Fréttablaðið bar að garði. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Sjá meira
„Að mati fasteignastjóra Hörpu voru nokkrir samverkandi þættir sem orsökuðu þetta óhapp,“ segir Svanhildur Konráðsdóttir, forstjóri Hörpu, aðspurð um atvikið sem átti sér stað þegar stjórnendadagur Reykjavíkurborgar var haldinn í tónlistar- og ráðstefnuhöllinni á föstudag. Að fundinum loknum var myndataka af stjórnendahópnum í stiganum en við það sprakk gler sem liggur utan í og undir stiganum stóra. „Mikill fjöldi fólks stóð í stiganum í drjúga stund og er ekki óeðlilegt að stiginn svigni örlítið undan slíkum fjölda sem var líklega meira en 300 manns. En hreyfingin er afskaplega lítil og engin ástæða til að hafa áhyggjur af því,“ segir Svanhildur. Að sögn Svanhildar er burðarkerfi stigans samansett úr fjórum 50 sentímetra háum stálbitum. Því sé burðarhæfni hans mjög mikil.Svanhildur Konráðsdóttir, forstjóri Hörpu.Svanhildur bætir við að burðarvirki Hörpu sé þannig að skil eru í húsinu fyrir hreyfingar sem þar eiga sér stað. Stiginn stendur yfir einum slíkum skilum. „Þetta eru mjög litlar hreyfingar en eru til staðar og geta haft þau áhrif að glerhandriðið stóð óvenju nærri stigakjálkanum á þessum tímapunkti.“ Svanhildur bendir á að engin hætta hafi skapast þar sem um sé að ræða tvöfalt öryggisgler með filmu á milli og aðeins annað glerið sprakk. Glerið sem um ræðir umlykur rúllustigana sem liggja niður á kjallarahæð hússins. Stiginn stóri sem stjórnendur stóðu á liggur upp á aðra hæð Hörpu. „Öryggisgler er mjög höggþolið en veikleiki þess er að fá hart efni í glerkantinn. Því þarf mjög litla snertingu frá stáli á glerbrúnina til að sprengja það. Þetta óhapp varð vegna einhverra millimetra færslu á gleri eða stiga og miklum fólksfjölda í stiganum,“ segir Svanhildur. Ekki hefur verið skipt um glerið sem brotnaði og svæðið undir stiganum hafði verið girt af í gær þegar Fréttablaðið bar að garði.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Sjá meira