Krefjast þess að krabbameinsáætlun verði virkjuð Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 8. nóvember 2018 20:00 Ísland er eina Norðurlandaþjóðin sem aldrei hefur verið með virka krabbameinsáætlun og eitt af fimm löndum í Evrópu sem einnig eru án hennar. Samkvæmt Lancet læknatímaritinu eru löndin sem Ísland tilheyrir í þeim efnum Austurríki, Búlgaría, Lúxemborg og Slóvakía. Virk krabbameinsáætlun er heildræn stefna stjórnvalda til að skerpa sýn og stilla saman strengi allra sem eiga þátt í baráttunni við krabbamein. Í íslensku skýrslunni voru sett fram tíu markmið með fjölda undirmarkmiða og er hún í samræmi við þær áætlanir sem þekkjast vel í Evrópu. Hulda Hjálmarsdóttir, framkvæmdastjóri Krafts, segir slæmt að vera án slíkrar áætlunar og það bitni á gæðum þjónustunnar við sjúklinga. Þó auðvitað sé margt gott í heilbirgðiskerfinu. Áætlunin sem hefur verið í vinnslu í mörg ár strandi hjá heilbrigðisráðherra. „Öll norðurlöndin eru búin að innleiða sína áætlun og þess má geta að ég held að Danir séu á sinni fimmtu krabbameinsáætlun. Við erum miklir eftirbátar hvað þetta varðar og það skiptir miklu máli að þessi áætlun sem er búin að liggja ofan í skúffu ráðherra verði nýtt og unnið úr henni,“ segir hún.Í vinnslu í sjö ár Fyrir sjö árum síðan eða árið 2011 tilkynnti Guðbjartur Hannesson, þáverandi heilbrigðisráðherra, að stefnt yrði að gerð krabbameinsáætlunar. Árið 2013 var hópur skipaður til að vinna að skýrslu um málið og skilað hópurinn henni af sér til ráðherra árið 2015. Núna árið 2018 liggur skýrslan enn ofan í skúffu. Hulda bendir á að áætlunin sé nauðsynlegt verkfæri til að hafa góða yfirsýn yfir hvað má betur fara. Skammarlegt sé að tveggja ára vinna helstu sérfræðinga landsins í málaflokknum sé ekki að skila sér og einfaldlega látin daga uppi. „Það er skýr afstaða félagsins að við viljum að ráðuneytið taki krabbameinsáætlunina til álykta og vinni úr þeim tillögum sem hópurinn skilaði af sér árið 2015. Það þarf að koma tillögunum til framkvæmda,“ segir hún. Heilbrigðismál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Kjóstu rétt á Vísi Innlent Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Fleiri fréttir Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Sjá meira
Ísland er eina Norðurlandaþjóðin sem aldrei hefur verið með virka krabbameinsáætlun og eitt af fimm löndum í Evrópu sem einnig eru án hennar. Samkvæmt Lancet læknatímaritinu eru löndin sem Ísland tilheyrir í þeim efnum Austurríki, Búlgaría, Lúxemborg og Slóvakía. Virk krabbameinsáætlun er heildræn stefna stjórnvalda til að skerpa sýn og stilla saman strengi allra sem eiga þátt í baráttunni við krabbamein. Í íslensku skýrslunni voru sett fram tíu markmið með fjölda undirmarkmiða og er hún í samræmi við þær áætlanir sem þekkjast vel í Evrópu. Hulda Hjálmarsdóttir, framkvæmdastjóri Krafts, segir slæmt að vera án slíkrar áætlunar og það bitni á gæðum þjónustunnar við sjúklinga. Þó auðvitað sé margt gott í heilbirgðiskerfinu. Áætlunin sem hefur verið í vinnslu í mörg ár strandi hjá heilbrigðisráðherra. „Öll norðurlöndin eru búin að innleiða sína áætlun og þess má geta að ég held að Danir séu á sinni fimmtu krabbameinsáætlun. Við erum miklir eftirbátar hvað þetta varðar og það skiptir miklu máli að þessi áætlun sem er búin að liggja ofan í skúffu ráðherra verði nýtt og unnið úr henni,“ segir hún.Í vinnslu í sjö ár Fyrir sjö árum síðan eða árið 2011 tilkynnti Guðbjartur Hannesson, þáverandi heilbrigðisráðherra, að stefnt yrði að gerð krabbameinsáætlunar. Árið 2013 var hópur skipaður til að vinna að skýrslu um málið og skilað hópurinn henni af sér til ráðherra árið 2015. Núna árið 2018 liggur skýrslan enn ofan í skúffu. Hulda bendir á að áætlunin sé nauðsynlegt verkfæri til að hafa góða yfirsýn yfir hvað má betur fara. Skammarlegt sé að tveggja ára vinna helstu sérfræðinga landsins í málaflokknum sé ekki að skila sér og einfaldlega látin daga uppi. „Það er skýr afstaða félagsins að við viljum að ráðuneytið taki krabbameinsáætlunina til álykta og vinni úr þeim tillögum sem hópurinn skilaði af sér árið 2015. Það þarf að koma tillögunum til framkvæmda,“ segir hún.
Heilbrigðismál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Kjóstu rétt á Vísi Innlent Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Fleiri fréttir Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Sjá meira