Íslendingar í haldi: Líklegast að kókaínið hafi átt að fara á markað í Ástralíu Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 8. nóvember 2018 12:30 Ferðataskan sem annar Íslendingurinn var handtekinn með á flugvellinum. ástralska lögreglan Líklegast er að 6,7 kíló af kókaíni sem tveir Íslendingar eru ákærðir fyrir að hafa flutt inn til Ástralíu hafi átt að fara á markað þar í landi. Ástæðan er sú að verðið á kókaíni er gríðarlega hátt í Ástralíu og því er afar óalgengt að efninu sé smyglað í gegnum landið áleiðis á annan markað. Að því er fram kemur í skýrslunni Global Drug Survey, sem kom út fyrr á þessu ári, er verðið á grammi af kókaíni í Ástralíu það næsthæsta í heiminum, um 310 ástralskir dollarar sem samsvarar um 27 þúsund íslenskum krónum.Koma aftur fyrir dómara í febrúar Tveir Íslendingar sæta nú gæsluvarðhaldi í Ástralíu vegna málsins en þeir voru handteknir á mánudag. Annar þeirra, hinn 25 ára gamli Brynjar Smári Guðmundsson, var handtekinn á flugvellinum í Melbourne þar sem fjögur kíló af kókaíni fundust í ferðatösku hans. Hann var að koma frá Hong Kong. Hinn Íslendingurinn, Helgi Heiðar Steinarsson er þrítugur. Hann var handtekinn á hóteli í Melbourne eftir að 2,7 kíló af kókaíni fundust á hótelherbergi þar sem hann hafði dvalið. Báðir mennirnir hafa verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald fram í febrúar og munu þeir verða leiddir fyrir dómara í Melbourne þann 13. febrúar næstkomandi klukkan 10. Sveinn H. Guðmarsson, upplýsingafulltrúi utanríkisráðuneytisins, sagði í samtali við Vísi í gær að borgaraþjónusta ráðuneytisins væri að veita mönnunum þá aðstoð sem henni er vanalega unnt en aðstoð þjónustunnar felst meðal annars í því að finna lögmenn sem hafa sérþekkingu á viðkomandi réttarsviði. Brot mannanna geta varðað allt að ævilöngu fangelsi að því er fram kom á vef áströlsku tollgæslunnar í vikunni. Talið er að virði efnanna sem alls um 2,5 milljónir króna eða sem samsvarar um 218 milljónum króna.Hlaut sjö ára dóm fyrir að reyna að smygla rúmum tveimur kílóum Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Íslendingar eru handteknir í Ástralíu vegna fíkniefnainnflutnings. Í ágúst 2013 voru tveir Íslendingar teknir með kókaín á flugvellinum í Melbourne. Í maí 2015 hlaut annar þeirra, Siguringi Hólmgrímsson, sjö ára fangelsisdóm vegna málsins en hann var dæmdur fyrir að hafa reynt að smygla rúmum tveimur kílóum af kókaíni til landsins. Að því er fram kom í frétt Vísis um dóminn hafði Siguringi skipt efninu niður í sína tösku og tösku ferðafélaga síns sem vissi ekki af efninu.Aukin eftirspurn eftir kókaíni Mennirnir voru stöðvaðir við komuna til Melbourne. Dómari í málinu sagði Siguringa „grimman og hjartalausan“ fyrir að hafa komið svona fram við félaga sinn en hann sat saklaus í gæsluvarðhaldi í 567 daga. Siguringi var sagður hafa flutt efnin til Ástralíu til að losna undan 2,3 milljóna dópskuld hér heima. Samkvæmt nýlegri skýrslu ástralskra yfirvalda um fíkniefnamarkaðinn þar í landi hefur eftirspurn eftir kókaíni aukist mjög í landinu undanfarin ár. Á árunum 2016 til 2017, sem skýrslan tekur til, höfðu aldrei jafnmargir verið handteknir eða jafnmikið af kókaíni verið gert upptækt í Ástralíu, en alls gerðu yfirvöld tæplega 5.000 kíló af kókaíni upptæk. Engar upplýsingar fást að svo stöddu frá áströlsku lögreglunni um mál Íslendinganna sem eru í haldi. Tengdar fréttir Tveir Íslendingar í haldi í Ástralíu grunaðir um stórfelldan fíkniefnainnflutning Tveir Íslendingar eru í haldi í Ástralíu eftir að mikið magn af kókaíni, alls 6,7 kíló, fundust í ferðatösku í annars þeirra á alþjóðaflugvellinum í Melbourne sem og á hótelherbergi þar sem hinn hafði dvalið. 7. nóvember 2018 06:30 Borgaraþjónustan aðstoðar Íslendingana sem eru í haldi Ástralíu Mál tveggja Íslendinga sem eru í haldi í Ástralíu grunaðir um stórfelldan innflutning á kókaíni til landsins er komið inn á borð borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins. 7. nóvember 2018 13:06 Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Innlent „Ísrael mun missa allan stuðning“ Erlent Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Erlent Fleiri fréttir Starfsmenn tveggja sorphirðufyrirtækja grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Sjá meira
Líklegast er að 6,7 kíló af kókaíni sem tveir Íslendingar eru ákærðir fyrir að hafa flutt inn til Ástralíu hafi átt að fara á markað þar í landi. Ástæðan er sú að verðið á kókaíni er gríðarlega hátt í Ástralíu og því er afar óalgengt að efninu sé smyglað í gegnum landið áleiðis á annan markað. Að því er fram kemur í skýrslunni Global Drug Survey, sem kom út fyrr á þessu ári, er verðið á grammi af kókaíni í Ástralíu það næsthæsta í heiminum, um 310 ástralskir dollarar sem samsvarar um 27 þúsund íslenskum krónum.Koma aftur fyrir dómara í febrúar Tveir Íslendingar sæta nú gæsluvarðhaldi í Ástralíu vegna málsins en þeir voru handteknir á mánudag. Annar þeirra, hinn 25 ára gamli Brynjar Smári Guðmundsson, var handtekinn á flugvellinum í Melbourne þar sem fjögur kíló af kókaíni fundust í ferðatösku hans. Hann var að koma frá Hong Kong. Hinn Íslendingurinn, Helgi Heiðar Steinarsson er þrítugur. Hann var handtekinn á hóteli í Melbourne eftir að 2,7 kíló af kókaíni fundust á hótelherbergi þar sem hann hafði dvalið. Báðir mennirnir hafa verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald fram í febrúar og munu þeir verða leiddir fyrir dómara í Melbourne þann 13. febrúar næstkomandi klukkan 10. Sveinn H. Guðmarsson, upplýsingafulltrúi utanríkisráðuneytisins, sagði í samtali við Vísi í gær að borgaraþjónusta ráðuneytisins væri að veita mönnunum þá aðstoð sem henni er vanalega unnt en aðstoð þjónustunnar felst meðal annars í því að finna lögmenn sem hafa sérþekkingu á viðkomandi réttarsviði. Brot mannanna geta varðað allt að ævilöngu fangelsi að því er fram kom á vef áströlsku tollgæslunnar í vikunni. Talið er að virði efnanna sem alls um 2,5 milljónir króna eða sem samsvarar um 218 milljónum króna.Hlaut sjö ára dóm fyrir að reyna að smygla rúmum tveimur kílóum Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Íslendingar eru handteknir í Ástralíu vegna fíkniefnainnflutnings. Í ágúst 2013 voru tveir Íslendingar teknir með kókaín á flugvellinum í Melbourne. Í maí 2015 hlaut annar þeirra, Siguringi Hólmgrímsson, sjö ára fangelsisdóm vegna málsins en hann var dæmdur fyrir að hafa reynt að smygla rúmum tveimur kílóum af kókaíni til landsins. Að því er fram kom í frétt Vísis um dóminn hafði Siguringi skipt efninu niður í sína tösku og tösku ferðafélaga síns sem vissi ekki af efninu.Aukin eftirspurn eftir kókaíni Mennirnir voru stöðvaðir við komuna til Melbourne. Dómari í málinu sagði Siguringa „grimman og hjartalausan“ fyrir að hafa komið svona fram við félaga sinn en hann sat saklaus í gæsluvarðhaldi í 567 daga. Siguringi var sagður hafa flutt efnin til Ástralíu til að losna undan 2,3 milljóna dópskuld hér heima. Samkvæmt nýlegri skýrslu ástralskra yfirvalda um fíkniefnamarkaðinn þar í landi hefur eftirspurn eftir kókaíni aukist mjög í landinu undanfarin ár. Á árunum 2016 til 2017, sem skýrslan tekur til, höfðu aldrei jafnmargir verið handteknir eða jafnmikið af kókaíni verið gert upptækt í Ástralíu, en alls gerðu yfirvöld tæplega 5.000 kíló af kókaíni upptæk. Engar upplýsingar fást að svo stöddu frá áströlsku lögreglunni um mál Íslendinganna sem eru í haldi.
Tengdar fréttir Tveir Íslendingar í haldi í Ástralíu grunaðir um stórfelldan fíkniefnainnflutning Tveir Íslendingar eru í haldi í Ástralíu eftir að mikið magn af kókaíni, alls 6,7 kíló, fundust í ferðatösku í annars þeirra á alþjóðaflugvellinum í Melbourne sem og á hótelherbergi þar sem hinn hafði dvalið. 7. nóvember 2018 06:30 Borgaraþjónustan aðstoðar Íslendingana sem eru í haldi Ástralíu Mál tveggja Íslendinga sem eru í haldi í Ástralíu grunaðir um stórfelldan innflutning á kókaíni til landsins er komið inn á borð borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins. 7. nóvember 2018 13:06 Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Innlent „Ísrael mun missa allan stuðning“ Erlent Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Erlent Fleiri fréttir Starfsmenn tveggja sorphirðufyrirtækja grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Sjá meira
Tveir Íslendingar í haldi í Ástralíu grunaðir um stórfelldan fíkniefnainnflutning Tveir Íslendingar eru í haldi í Ástralíu eftir að mikið magn af kókaíni, alls 6,7 kíló, fundust í ferðatösku í annars þeirra á alþjóðaflugvellinum í Melbourne sem og á hótelherbergi þar sem hinn hafði dvalið. 7. nóvember 2018 06:30
Borgaraþjónustan aðstoðar Íslendingana sem eru í haldi Ástralíu Mál tveggja Íslendinga sem eru í haldi í Ástralíu grunaðir um stórfelldan innflutning á kókaíni til landsins er komið inn á borð borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins. 7. nóvember 2018 13:06
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda