Ósátt við fyrirkomulag aksturs fatlaðra Sigurður Mikael Jónsson skrifar 8. nóvember 2018 08:45 Far-vel ehf. og aðstandendur uppfylltu skilyrði til að taka við keflinu af Prime Tours. Fréttablaðið/Anton Brink „Því er sagan að endurtaka sig fyrir opnum tjöldum,“ segja fulltrúar Miðflokksins og Sjálfstæðisflokksins í bókun sinni í velferðarráði um að stjórn Strætó heimili félaginu Far-vel að taka við verkefnum hins gjaldþrota Prime Tours hjá Ferðaþjónustu fatlaðra. Líkt og Fréttablaðið greindi frá í gær eru sömu eigendur að félögunum. Hjörleifur Harðarson, eigandi félaganna, vísaði því á bug í blaðinu í gær að um kennitöluflakk væri að ræða. Far-vel er í dag skráð í eigu eiginkonu hans, en hann er þar stjórnandi. Fulltrúar áðurnefndra flokka í velferðarráði gera í bókun sinni alvarlegar athugasemdir við ákvörðun stjórnar Strætó að samþykkja framsal rammasamnings Prime Tours til Far-vel. Ákvörðun stjórnar Strætó byggir á minnisblaði innkaupadeildar Reykjavíkurborgar þar sem niðurstaðan er sú að forsvarsmenn Far-vel hafi sýnt með fullnægjandi hætti að félagið uppfylli allar ófrávíkjanlegar hæfiskröfur rammasamningsskilmála. Enn fremur að ekki væri uppfyllt skilyrði um að hafna umsókninni á grundvelli könnunar á viðskiptasögu eigenda og stjórnenda. Síðarnefnda atriðið vekur athygli, en í minnisblaðinu er á það bent að Far-vel hafi verið stofnað árið 1999, en legið í dvala frá 2008 til loka september síðastliðins og því sé skilyrði greinar skilmála rammasamnings um „nýja kennitölu“ ekki uppfyllt. Þrátt fyrir að „báðir skráðir stjórnarmenn umsækjanda, og þar af einn núverandi eigandi, tengjast nýlegu greiðsluþroti tveggja fyrirtækja í sambærilegri atvinnustarfsemi.“ Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Miðflokksins segja í bókun sinni hins vegar engan vafa leika á um að umrætt ákvæði eigi við. Ljóst sé að ekki hafi verið tekið á málinu af festu og mikilvægt sé að sátt ríki um ferðaþjónustu fatlaðra og fagleg vinnubrögð höfð að leiðarljósi. Guðmundur Siemsen, lögfræðingur Strætó bs., segir aðspurður að Strætó taki ekki afstöðu til efnisatriða samnings milli þrotabúsins og Far-vel. Samningssambandið þar á milli sé Strætó algjörlega óviðkomandi. Úrræði til að taka á því þegar rammasamningsaðili fer í þrot séu takmörkuð. Lögfræðilega geti til dæmis aðrir rammasamningshafar ekki stigið inn í verkefnin sem Prime Tours skildi eftir sig, líkt og aðrir undirverktakar hafa lýst sig reiðubúna að gera. Í minnisblaðinu segir að ekki verði séð að slíkar breytingar séu heimilar. „Þegar þetta kemur upp liggur ekki annað fyrir Strætó en að meta hvort þessi aðili uppfylli ófrávíkjanlegar hæfniskröfur. Að fengnu mati innkaupadeildar Reykjavíkurborgar þá var sýnt fram á að svo væri,“ segir Guðmundur. Birtist í Fréttablaðinu Ferðaþjónusta fatlaðra Strætó Tengdar fréttir Strætó semur við Far-vel um akstursþjónustu fatlaðs fólks Strætó hefur samið við Far-vel ehf um akstursþjónustu fatlaðs fólks eftir að verktakafyrirtækið Prime Tours var úrskurðað gjaldþrota. 6. nóvember 2018 10:37 Eigandi Prime Tours kaupir flotann á nýrri kennitölu Strætó bs. hefur lagt blessun sína yfir framsal skiptastjóra Prime Tours á rammasamningi um akstursþjónustu fatlaðra til félagsins Far-vel ehf. 7. nóvember 2018 07:30 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Loka lauginni vegna veðurs Innlent Fleiri fréttir Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Sjá meira
„Því er sagan að endurtaka sig fyrir opnum tjöldum,“ segja fulltrúar Miðflokksins og Sjálfstæðisflokksins í bókun sinni í velferðarráði um að stjórn Strætó heimili félaginu Far-vel að taka við verkefnum hins gjaldþrota Prime Tours hjá Ferðaþjónustu fatlaðra. Líkt og Fréttablaðið greindi frá í gær eru sömu eigendur að félögunum. Hjörleifur Harðarson, eigandi félaganna, vísaði því á bug í blaðinu í gær að um kennitöluflakk væri að ræða. Far-vel er í dag skráð í eigu eiginkonu hans, en hann er þar stjórnandi. Fulltrúar áðurnefndra flokka í velferðarráði gera í bókun sinni alvarlegar athugasemdir við ákvörðun stjórnar Strætó að samþykkja framsal rammasamnings Prime Tours til Far-vel. Ákvörðun stjórnar Strætó byggir á minnisblaði innkaupadeildar Reykjavíkurborgar þar sem niðurstaðan er sú að forsvarsmenn Far-vel hafi sýnt með fullnægjandi hætti að félagið uppfylli allar ófrávíkjanlegar hæfiskröfur rammasamningsskilmála. Enn fremur að ekki væri uppfyllt skilyrði um að hafna umsókninni á grundvelli könnunar á viðskiptasögu eigenda og stjórnenda. Síðarnefnda atriðið vekur athygli, en í minnisblaðinu er á það bent að Far-vel hafi verið stofnað árið 1999, en legið í dvala frá 2008 til loka september síðastliðins og því sé skilyrði greinar skilmála rammasamnings um „nýja kennitölu“ ekki uppfyllt. Þrátt fyrir að „báðir skráðir stjórnarmenn umsækjanda, og þar af einn núverandi eigandi, tengjast nýlegu greiðsluþroti tveggja fyrirtækja í sambærilegri atvinnustarfsemi.“ Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Miðflokksins segja í bókun sinni hins vegar engan vafa leika á um að umrætt ákvæði eigi við. Ljóst sé að ekki hafi verið tekið á málinu af festu og mikilvægt sé að sátt ríki um ferðaþjónustu fatlaðra og fagleg vinnubrögð höfð að leiðarljósi. Guðmundur Siemsen, lögfræðingur Strætó bs., segir aðspurður að Strætó taki ekki afstöðu til efnisatriða samnings milli þrotabúsins og Far-vel. Samningssambandið þar á milli sé Strætó algjörlega óviðkomandi. Úrræði til að taka á því þegar rammasamningsaðili fer í þrot séu takmörkuð. Lögfræðilega geti til dæmis aðrir rammasamningshafar ekki stigið inn í verkefnin sem Prime Tours skildi eftir sig, líkt og aðrir undirverktakar hafa lýst sig reiðubúna að gera. Í minnisblaðinu segir að ekki verði séð að slíkar breytingar séu heimilar. „Þegar þetta kemur upp liggur ekki annað fyrir Strætó en að meta hvort þessi aðili uppfylli ófrávíkjanlegar hæfniskröfur. Að fengnu mati innkaupadeildar Reykjavíkurborgar þá var sýnt fram á að svo væri,“ segir Guðmundur.
Birtist í Fréttablaðinu Ferðaþjónusta fatlaðra Strætó Tengdar fréttir Strætó semur við Far-vel um akstursþjónustu fatlaðs fólks Strætó hefur samið við Far-vel ehf um akstursþjónustu fatlaðs fólks eftir að verktakafyrirtækið Prime Tours var úrskurðað gjaldþrota. 6. nóvember 2018 10:37 Eigandi Prime Tours kaupir flotann á nýrri kennitölu Strætó bs. hefur lagt blessun sína yfir framsal skiptastjóra Prime Tours á rammasamningi um akstursþjónustu fatlaðra til félagsins Far-vel ehf. 7. nóvember 2018 07:30 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Loka lauginni vegna veðurs Innlent Fleiri fréttir Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Sjá meira
Strætó semur við Far-vel um akstursþjónustu fatlaðs fólks Strætó hefur samið við Far-vel ehf um akstursþjónustu fatlaðs fólks eftir að verktakafyrirtækið Prime Tours var úrskurðað gjaldþrota. 6. nóvember 2018 10:37
Eigandi Prime Tours kaupir flotann á nýrri kennitölu Strætó bs. hefur lagt blessun sína yfir framsal skiptastjóra Prime Tours á rammasamningi um akstursþjónustu fatlaðra til félagsins Far-vel ehf. 7. nóvember 2018 07:30