Hefð hefur skapast fyrir því að setja hátíðina á Grund, en á síðasta ári var það Ásgeir Trausti sem var fyrstur til að stíga á stokk á hátíðinni.
Guðni Th. Jóhannesson forseti hélt ræðu fyrir heimilisfólkið og Pétur Þorsteinsson, prestur Óháða safnaðarins, greip í gítarinn. Þá hélt Ísleifur Þórhallsson, framkvæmastjóri Senu Live, ræðu.
Iceland Airwaves fer fram í tuttugasta skipti í ár og stendur hún yfir fram á laugardag.
Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari fréttastofunnar, var á svæðinu og fangaði stemninguna á mynd, en heimilisfólkið virtist skemmta sér vel.






