Eigandi Prime Tours kaupir flotann á nýrri kennitölu Sigurður Mikael Jónsson skrifar 7. nóvember 2018 07:30 Prime Tours og Far-vel eru í eigu sama aðila. Fréttablaðið/Anton brink Strætó bs. hefur lagt blessun sína yfir framsal skiptastjóra Prime Tours á rammasamningi um akstursþjónustu fatlaðra til félagsins Far-vel ehf. Eigandi Far-vel og stofnandi er Hjörleifur Harðarson, eigandi Prime Tours, en félagið er í dag skráð á eiginkonu hans. Ekki sé þó litið á þetta sem kennitöluflakk. „Við getum sagt að kraftaverkið gerðist, þótt það hafi verið í annarri mynd en við ætluðum okkur,“ segir Hjörleifur í samtali við Fréttablaðið og vísar til fyrri ummæla í blaðinu um Prime Tours. Félagið var einn af undirverktökum Strætó bs. og sinnti meðal annars ferðaþjónustu fatlaðra en var úrskurðað gjaldþrota í október og yfir það skipaður skiptastjóri. Í gær tilkynnti Strætó að stjórn félagsins hefði samþykkt beiðni skiptastjóra um framsal á rammasamningi akstursþjónustunnar til Far-vel ehf., sem gert hafði tilboð í vagnaflota búsins og boðið starfsfólki áframhaldandi starf. Stjórn Strætó lítur svo á að Far-vel fullnægi öllum hæfisskilyrðum rammasamningsins og því var erindi skiptastjóra samþykkt. Hvergi kom þó fram að sömu eigendur væru að Far-vel og Prime Tours. En hvernig er þetta ekki kennitöluflakk? „Það er einmitt það sem ég var að berjast við samvisku mína út af. Þá fékk ég skilgreiningu frá skiptastjóra og fleiri lögfróðum um hvað kennitöluflakk væri,“ segir Hjörleifur. Hann hafi verið fullvissaður um að hér væri ekki um kennitöluflakk að ræða, af ýmsum ástæðum. „Mér var allavega sagt að ég gæti verið með góða samvisku yfir því að þetta væri ekki kennitöluflakk.“ Hjörleifur kveðst koma með tvo nýja aðila inn í þetta með þeim, fjármagnið sé tryggt sem og þjónustan sem sé fyrir öllu. „Við greiðum matsverð sem sett var á flotann og skiptastjórinn fann út verð sem við kaupum á. Það fara tugir milljóna inn í þrotabúið úr vasa okkar sem að þessu stöndum.“ Hvorki náðist í framkvæmdastjóra né lögfræðing Strætó bs. í gær. Birtist í Fréttablaðinu Ferðaþjónusta fatlaðra Samgöngur Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Innlent Móðirin á Edition gengur laus Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ Innlent Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Innlent Fleiri fréttir Ofsótt af ellihrelli sem enn gengur laus Kvenmannshár í farangurshlera reyndist vera hrekkjavökuskraut Formannsslagur í vændum hjá Ungu jafnaðarfólki Móðirin á Edition gengur laus Fjórðungur drekki orkudrykki daglega Líkur á nýju eldgosi meiri í seinni hluta september Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Feðgar alsælir með fyrsta rafmagnsvörubílinn Segir ómögulegt að spá fyrir um kostnað vegna starfslokanna Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Sjá meira
Strætó bs. hefur lagt blessun sína yfir framsal skiptastjóra Prime Tours á rammasamningi um akstursþjónustu fatlaðra til félagsins Far-vel ehf. Eigandi Far-vel og stofnandi er Hjörleifur Harðarson, eigandi Prime Tours, en félagið er í dag skráð á eiginkonu hans. Ekki sé þó litið á þetta sem kennitöluflakk. „Við getum sagt að kraftaverkið gerðist, þótt það hafi verið í annarri mynd en við ætluðum okkur,“ segir Hjörleifur í samtali við Fréttablaðið og vísar til fyrri ummæla í blaðinu um Prime Tours. Félagið var einn af undirverktökum Strætó bs. og sinnti meðal annars ferðaþjónustu fatlaðra en var úrskurðað gjaldþrota í október og yfir það skipaður skiptastjóri. Í gær tilkynnti Strætó að stjórn félagsins hefði samþykkt beiðni skiptastjóra um framsal á rammasamningi akstursþjónustunnar til Far-vel ehf., sem gert hafði tilboð í vagnaflota búsins og boðið starfsfólki áframhaldandi starf. Stjórn Strætó lítur svo á að Far-vel fullnægi öllum hæfisskilyrðum rammasamningsins og því var erindi skiptastjóra samþykkt. Hvergi kom þó fram að sömu eigendur væru að Far-vel og Prime Tours. En hvernig er þetta ekki kennitöluflakk? „Það er einmitt það sem ég var að berjast við samvisku mína út af. Þá fékk ég skilgreiningu frá skiptastjóra og fleiri lögfróðum um hvað kennitöluflakk væri,“ segir Hjörleifur. Hann hafi verið fullvissaður um að hér væri ekki um kennitöluflakk að ræða, af ýmsum ástæðum. „Mér var allavega sagt að ég gæti verið með góða samvisku yfir því að þetta væri ekki kennitöluflakk.“ Hjörleifur kveðst koma með tvo nýja aðila inn í þetta með þeim, fjármagnið sé tryggt sem og þjónustan sem sé fyrir öllu. „Við greiðum matsverð sem sett var á flotann og skiptastjórinn fann út verð sem við kaupum á. Það fara tugir milljóna inn í þrotabúið úr vasa okkar sem að þessu stöndum.“ Hvorki náðist í framkvæmdastjóra né lögfræðing Strætó bs. í gær.
Birtist í Fréttablaðinu Ferðaþjónusta fatlaðra Samgöngur Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Innlent Móðirin á Edition gengur laus Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ Innlent Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Innlent Fleiri fréttir Ofsótt af ellihrelli sem enn gengur laus Kvenmannshár í farangurshlera reyndist vera hrekkjavökuskraut Formannsslagur í vændum hjá Ungu jafnaðarfólki Móðirin á Edition gengur laus Fjórðungur drekki orkudrykki daglega Líkur á nýju eldgosi meiri í seinni hluta september Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Feðgar alsælir með fyrsta rafmagnsvörubílinn Segir ómögulegt að spá fyrir um kostnað vegna starfslokanna Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Sjá meira