Byggði upp traust og misnotaði hana síðan Stefán Árni Pálsson skrifar 5. nóvember 2018 11:30 Alexandra Rós Jankovic sagði sögu sína í gærkvöldi í þættinum Fósturbörn. Alexandra Rós Jankovic var erfiður unglingur og fáir réðu við hana. Að lokum var hún tekin af heimilinu. Í síðasta þætti af Fósturbörnum fengu áhorfendur Stöðvar 2 að heyra áhugaverða og erfiða sögu Alexöndru. Alexandra flakkaði á milli heimila í æsku, var misnotuð af starfsmanni Barnaverndar og byrjaði að nota fíkniefni. Aðeins 12 ára reyndi hún sjálfsvíg. Hún var að lokum send í meðferð og þaðan á Árbót í Aðaldal. Það kynntist hún eldri manni sem vann traust hennar og í kjölfarið fór hann að misnota Alexöndru kynferðislega. „Út frá því er besta vinkonan mín rekin þaðan út af því að við gerðum bara allt brjálað þarna. Út frá því byrjaði þessi starfsmaður, sem var alltaf til staðar fyrir mig, að misnota mig,“ segir Alexandra sem var þarna 15 ára og hann um fertugt.Fannst ekkert rangt vera í gangi „Á þessum tíma fannst mér hann ekki vera að misnota mig, mér fannst í rauninni ekkert rangt vera í gangi, en samt var einhver tilfinning innra með mér sen var að gera út af við mig. Þarna byrjuðu hegðunarvandamál mín að margfaldast. Ég er bara fimmtán ára gamalt barn þarna og ekki með þroska til að takast á við þessar aðstæður,“ segir Alexandra sem fór undir lok sumarsins í fóstur. Meðferðarheimilið Árbót í Aðaldal.„Það besta sem henti mig var að fara þangað. Þetta var bara svona venjuleg fjölskylda. Fósturpabbi minn var lögga og þjálfaði fíkniefnahunda sem gerði mig stressaða og ég þorði ekki að gera neitt. Þarna fann ég virðingu sem var borin fyrir mér. Ég gekk í fjölbrautarskólann og fann metnað minn í námi og allt í einu var ég farin að brillera í skólanum og búin að eignast fullt af vinum og lífið orðið mjög gott, þangað til að eina stelpa sem var á Árbót hafði samband við mig,“ segir Alexandra en sú stelpa sagði við hana að hún yrði að losna frá þessum stað. „Á þessum tíma er ég í mjög miklu sambandi við manninn frá Árbót og talaði alltaf við hann á Facebook og í síma og við héldum sambandi. Í einu símtalinu segir hún mér að hann hafi reynt að misnota hana eða gert eitthvað við hana. Ég held að í fyrsta skipti þarna hafi ég áttað mig á því að þetta væri rangt og að það sem ég lenti í hafi verið rangt.“ Á þessum tíma er Alexandra í sálfræðiviðtölum í Barnahúsi. „Ég ákvað að segja henni frá þessu. Hún ákveður að gefa mér viku til þess að segja frá þessu, annars myndi hún þurfa að tilkynna þetta. Þar sem ég bar mjög mikið traust til fósturforeldra minna og þau voru búin að reynast mér mjög vel, þá ákvað ég að tala við þau. Út frá því varð einhver smá sprenging og það gerðist allt mjög hratt. Ég var komin í skýrslutöku daginn eftir inni Barnahús, meðferðarheimilinu var strax lokað og krakkarnir teknir og allt í einu fór að byggjast upp málaferli sem ég var ekki undirbúin fyrir. Hann var svo dæmdur.“ Hér að neðan má sjá brot úr þættinum í gær. Fósturbörn Mest lesið „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Bíó og sjónvarp „Ég er pínu meyr í dag“ Lífið Stjórnmálamenn stigu trylltan dans í kjaftfullum Austurbæ Lífið Hafði leitað árangurslaust að blóðföður sínum í áratugi Lífið Ísraelar fá að vera með í Eurovision Tónlist Forritararnir borðuðu sveppina til að ná að vera aðeins lengur en hinir Lífið Örlög Ísrael í Eurovision ráðast á aðalfundi sem hefst í dag Lífið Chanel og Snorri eiga von á syni Lífið Erum við of heimsk til að nota gervigreind? Lífið Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Tónlist Fleiri fréttir Hafði leitað árangurslaust að blóðföður sínum í áratugi Chanel og Snorri eiga von á syni Forritararnir borðuðu sveppina til að ná að vera aðeins lengur en hinir Stjórnmálamenn stigu trylltan dans í kjaftfullum Austurbæ „Ég er pínu meyr í dag“ Örlög Ísrael í Eurovision ráðast á aðalfundi sem hefst í dag Erum við of heimsk til að nota gervigreind? Þessi eru tilnefnd til íslensku bókmenntaverðlaunanna Fannar leitaði lengi að transbrauði „Mamma, ég gat þetta“ Opnar sig um kaupfíkn sem kviknaði þegar hún var sjö ára Gummi skíthræddur við Sigurjón Kjartans Þessi stóðu upp úr hjá Spotify í ár „Mig langar að elska þig alla daga, ævilangt“ „Lendir auðvitað í því að vera alltaf málaður upp sem voðalega vondur“ Siggi Ingvars og Alma Finnboga fjölga sér Talsmaður Hvíta hússins segir að Carpenter hljóti að vera heimsk Hræðilegra að syngja með Bítinu en að fara í fallhlífastökk Íslensk raunveruleikastjarna í Svíþjóð: „Þetta var fokking erfitt, sérstaklega fyrir líkamann“ „Þú veist þú varst að fara að reykja krakk, er það ekki?“ Halla fær að koma inn í eldhúsið tvisvar á ári Taka í gegn fjölskylduhús í Eyjum með einstöku útsýni Selfyssingar unnu Skjálftann með verki um hinsegin bakslag Ástin blómstrar hjá Arndísi Önnu og Lindu A-teens og tveir fyrrverandi sigurvegarar taka þátt í Melodifestivalen Segir Sinatra hafa verið „risavaxinn“ neðan beltis Bílakarókí með Bítinu: „Rændirðu henni?“ „Besta byrjun á desember sem hægt var að hugsa sér“ Radiohead frestar tónleikum sínum í Köben Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Sjá meira
Alexandra Rós Jankovic var erfiður unglingur og fáir réðu við hana. Að lokum var hún tekin af heimilinu. Í síðasta þætti af Fósturbörnum fengu áhorfendur Stöðvar 2 að heyra áhugaverða og erfiða sögu Alexöndru. Alexandra flakkaði á milli heimila í æsku, var misnotuð af starfsmanni Barnaverndar og byrjaði að nota fíkniefni. Aðeins 12 ára reyndi hún sjálfsvíg. Hún var að lokum send í meðferð og þaðan á Árbót í Aðaldal. Það kynntist hún eldri manni sem vann traust hennar og í kjölfarið fór hann að misnota Alexöndru kynferðislega. „Út frá því er besta vinkonan mín rekin þaðan út af því að við gerðum bara allt brjálað þarna. Út frá því byrjaði þessi starfsmaður, sem var alltaf til staðar fyrir mig, að misnota mig,“ segir Alexandra sem var þarna 15 ára og hann um fertugt.Fannst ekkert rangt vera í gangi „Á þessum tíma fannst mér hann ekki vera að misnota mig, mér fannst í rauninni ekkert rangt vera í gangi, en samt var einhver tilfinning innra með mér sen var að gera út af við mig. Þarna byrjuðu hegðunarvandamál mín að margfaldast. Ég er bara fimmtán ára gamalt barn þarna og ekki með þroska til að takast á við þessar aðstæður,“ segir Alexandra sem fór undir lok sumarsins í fóstur. Meðferðarheimilið Árbót í Aðaldal.„Það besta sem henti mig var að fara þangað. Þetta var bara svona venjuleg fjölskylda. Fósturpabbi minn var lögga og þjálfaði fíkniefnahunda sem gerði mig stressaða og ég þorði ekki að gera neitt. Þarna fann ég virðingu sem var borin fyrir mér. Ég gekk í fjölbrautarskólann og fann metnað minn í námi og allt í einu var ég farin að brillera í skólanum og búin að eignast fullt af vinum og lífið orðið mjög gott, þangað til að eina stelpa sem var á Árbót hafði samband við mig,“ segir Alexandra en sú stelpa sagði við hana að hún yrði að losna frá þessum stað. „Á þessum tíma er ég í mjög miklu sambandi við manninn frá Árbót og talaði alltaf við hann á Facebook og í síma og við héldum sambandi. Í einu símtalinu segir hún mér að hann hafi reynt að misnota hana eða gert eitthvað við hana. Ég held að í fyrsta skipti þarna hafi ég áttað mig á því að þetta væri rangt og að það sem ég lenti í hafi verið rangt.“ Á þessum tíma er Alexandra í sálfræðiviðtölum í Barnahúsi. „Ég ákvað að segja henni frá þessu. Hún ákveður að gefa mér viku til þess að segja frá þessu, annars myndi hún þurfa að tilkynna þetta. Þar sem ég bar mjög mikið traust til fósturforeldra minna og þau voru búin að reynast mér mjög vel, þá ákvað ég að tala við þau. Út frá því varð einhver smá sprenging og það gerðist allt mjög hratt. Ég var komin í skýrslutöku daginn eftir inni Barnahús, meðferðarheimilinu var strax lokað og krakkarnir teknir og allt í einu fór að byggjast upp málaferli sem ég var ekki undirbúin fyrir. Hann var svo dæmdur.“ Hér að neðan má sjá brot úr þættinum í gær.
Fósturbörn Mest lesið „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Bíó og sjónvarp „Ég er pínu meyr í dag“ Lífið Stjórnmálamenn stigu trylltan dans í kjaftfullum Austurbæ Lífið Hafði leitað árangurslaust að blóðföður sínum í áratugi Lífið Ísraelar fá að vera með í Eurovision Tónlist Forritararnir borðuðu sveppina til að ná að vera aðeins lengur en hinir Lífið Örlög Ísrael í Eurovision ráðast á aðalfundi sem hefst í dag Lífið Chanel og Snorri eiga von á syni Lífið Erum við of heimsk til að nota gervigreind? Lífið Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Tónlist Fleiri fréttir Hafði leitað árangurslaust að blóðföður sínum í áratugi Chanel og Snorri eiga von á syni Forritararnir borðuðu sveppina til að ná að vera aðeins lengur en hinir Stjórnmálamenn stigu trylltan dans í kjaftfullum Austurbæ „Ég er pínu meyr í dag“ Örlög Ísrael í Eurovision ráðast á aðalfundi sem hefst í dag Erum við of heimsk til að nota gervigreind? Þessi eru tilnefnd til íslensku bókmenntaverðlaunanna Fannar leitaði lengi að transbrauði „Mamma, ég gat þetta“ Opnar sig um kaupfíkn sem kviknaði þegar hún var sjö ára Gummi skíthræddur við Sigurjón Kjartans Þessi stóðu upp úr hjá Spotify í ár „Mig langar að elska þig alla daga, ævilangt“ „Lendir auðvitað í því að vera alltaf málaður upp sem voðalega vondur“ Siggi Ingvars og Alma Finnboga fjölga sér Talsmaður Hvíta hússins segir að Carpenter hljóti að vera heimsk Hræðilegra að syngja með Bítinu en að fara í fallhlífastökk Íslensk raunveruleikastjarna í Svíþjóð: „Þetta var fokking erfitt, sérstaklega fyrir líkamann“ „Þú veist þú varst að fara að reykja krakk, er það ekki?“ Halla fær að koma inn í eldhúsið tvisvar á ári Taka í gegn fjölskylduhús í Eyjum með einstöku útsýni Selfyssingar unnu Skjálftann með verki um hinsegin bakslag Ástin blómstrar hjá Arndísi Önnu og Lindu A-teens og tveir fyrrverandi sigurvegarar taka þátt í Melodifestivalen Segir Sinatra hafa verið „risavaxinn“ neðan beltis Bílakarókí með Bítinu: „Rændirðu henni?“ „Besta byrjun á desember sem hægt var að hugsa sér“ Radiohead frestar tónleikum sínum í Köben Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Sjá meira