Ársgömlu barni neitað um dvalarleyfi ólíkt foreldrunum Sveinn Arnarsson skrifar 5. nóvember 2018 07:00 Isidora, Filip Ragnar og Dusan. Filip Ragnar nýtur ekki sömu réttinda og aðrir. Fréttablaðið/Ernir Filip Ragnar Dusansson Glisic verður eins árs þann 24. nóvember. Hann fæddist á Íslandi og hefur búið hér alla sína ævi. Hann fær hins vegar ekki dvalarleyfi frá Útlendingastofnun en að sama skapi má ekki vísa honum úr landi því hann er fæddur hér. Filip Ragnar er því réttindalaus hér á landi og nýtur ekki sömu réttinda og önnur börn. Isidora Glisic er 32 ára Serbi og er í sambúð með kærasta sínum, Dusan Durovic, sem er 34 ára Svartfellingur. Þau eru bæði á þriðja ári í grunnnámi í háskóla, hún í íslensku en hann í tómstunda- og félagsmálafræði. Þau kynntust þegar Isidora var við störf í Podgorica í Svartfjallalandi þar sem hún starfaði við að þýða norsku fyrir stjórnvöld. „Ég er með BA-próf í Norðurlandafræðum og kann því norsku ágætlega sem og íslensku. Ég þekki því vel bæði söguna, bókmenntirnar og menninguna. Maðurinn minn er svo með BA-gráðu í fjölmiðlun frá sínu heimalandi,“ segir Isidora. Þau komu hingað til lands saman árið 2015 og eignuðust barn í nóvember síðastliðnum. „Þegar ég varð ólétt langaði mig að forvitnast um stöðu barnsins. Útlendingastofnun sagði mér þá að réttindi barna fylgdu réttindum foreldra, sem er nokkuð lógískt,“ segir Isidora. Þau sóttu því um dvalarleyfi fyrir drenginn til að fá kennitölu fyrir barnið til að koma því á leikskóla og fá sjúkratryggingu og annað sem skiptir máli. „Lögfræðingar okkar sóttu svo um dvalarleyfi fyrir hann í janúar á þessu ári. Stofnunin hefur 90 daga til að svara. Við fengum svo loks svar í síðustu viku, tíu mánuðum seinna, þar sem honum er synjað um dvalarleyfi.“ Í úrskurði Útlendingastofnunar kemur fram að Filip Dagur geti fengið öll sín réttindi í heimalandi sínu. Íslensk stjórnvöld séu hins vegar ekki tilbúin til að veita honum þessi réttindi þó hann hafi fæðst hér á landi. „Í fyrirliggjandi máli er um að ræða barn tveggja einstaklinga sem hafa dvalarleyfi hér á landi sem ekki veitir rétt til fjölskyldusameiningar. Foreldrar umsækjenda kusu að eignast barn sitt hér á landi þrátt fyrir þá staðreynd. Ljóst er að foreldrar umsækjenda geta snúið aftur til heimalands með umsækjanda þar sem staða hans yrði öruggari.“ Isidóra segir þennan úrskurð ósanngjarnan fyrir hönd sonar síns. „Við ætlum að kæra málið til kærunefndar útlendingamála og við vonum að þau snúi við þessari ákvörðun og að minnsta kosti fordæmi orðalag hennar,“ segir Isidora. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Erlent „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Innlent Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Innlent Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Innlent Óbreytt ástand kemur ekki til greina Innlent Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Innlent Tvær konur sluppu úr brennandi bíl Innlent Agnes Johansen er látin Innlent Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Innlent Fleiri fréttir Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum 32 sóttu um stöðu mannauðsstjóra hjá Matvælastofnun Fimm keyptu gám sem er ekki til Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Kjarasamningur lyfjafræðinga „illa felldur“ og átján ára bið lengist Tvær konur sluppu úr brennandi bíl „Þetta fór eins vel og kostur var“ Ekki eigi að stunda atvinnu sem valdi dýrum þjáningu Meirihlutinn á Ísafirði fallinn Líkur á eldgosi aukast með haustinu Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ „Í fullkomnum heimi væri best að allir töluðu góða íslensku“ Alma vill efla íslenskukunnáttu erlendra hjúkrunarfræðinga Agnes Johansen er látin Foreldrar hafi ekki haft önnur úrræði en að tilkynna sig til barnaverndar Vilja fá að hafa áhrif á nærumhverfið og segja „ekki fleiri kassa“ Manni bjargað eftir að fiskibátur hans strandaði við grjótgarð Reyna sáttaleið eftir að aðalfundi MÍR var aftur hleypt upp Brúin komin upp við Dugguvog Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Sjá meira
Filip Ragnar Dusansson Glisic verður eins árs þann 24. nóvember. Hann fæddist á Íslandi og hefur búið hér alla sína ævi. Hann fær hins vegar ekki dvalarleyfi frá Útlendingastofnun en að sama skapi má ekki vísa honum úr landi því hann er fæddur hér. Filip Ragnar er því réttindalaus hér á landi og nýtur ekki sömu réttinda og önnur börn. Isidora Glisic er 32 ára Serbi og er í sambúð með kærasta sínum, Dusan Durovic, sem er 34 ára Svartfellingur. Þau eru bæði á þriðja ári í grunnnámi í háskóla, hún í íslensku en hann í tómstunda- og félagsmálafræði. Þau kynntust þegar Isidora var við störf í Podgorica í Svartfjallalandi þar sem hún starfaði við að þýða norsku fyrir stjórnvöld. „Ég er með BA-próf í Norðurlandafræðum og kann því norsku ágætlega sem og íslensku. Ég þekki því vel bæði söguna, bókmenntirnar og menninguna. Maðurinn minn er svo með BA-gráðu í fjölmiðlun frá sínu heimalandi,“ segir Isidora. Þau komu hingað til lands saman árið 2015 og eignuðust barn í nóvember síðastliðnum. „Þegar ég varð ólétt langaði mig að forvitnast um stöðu barnsins. Útlendingastofnun sagði mér þá að réttindi barna fylgdu réttindum foreldra, sem er nokkuð lógískt,“ segir Isidora. Þau sóttu því um dvalarleyfi fyrir drenginn til að fá kennitölu fyrir barnið til að koma því á leikskóla og fá sjúkratryggingu og annað sem skiptir máli. „Lögfræðingar okkar sóttu svo um dvalarleyfi fyrir hann í janúar á þessu ári. Stofnunin hefur 90 daga til að svara. Við fengum svo loks svar í síðustu viku, tíu mánuðum seinna, þar sem honum er synjað um dvalarleyfi.“ Í úrskurði Útlendingastofnunar kemur fram að Filip Dagur geti fengið öll sín réttindi í heimalandi sínu. Íslensk stjórnvöld séu hins vegar ekki tilbúin til að veita honum þessi réttindi þó hann hafi fæðst hér á landi. „Í fyrirliggjandi máli er um að ræða barn tveggja einstaklinga sem hafa dvalarleyfi hér á landi sem ekki veitir rétt til fjölskyldusameiningar. Foreldrar umsækjenda kusu að eignast barn sitt hér á landi þrátt fyrir þá staðreynd. Ljóst er að foreldrar umsækjenda geta snúið aftur til heimalands með umsækjanda þar sem staða hans yrði öruggari.“ Isidóra segir þennan úrskurð ósanngjarnan fyrir hönd sonar síns. „Við ætlum að kæra málið til kærunefndar útlendingamála og við vonum að þau snúi við þessari ákvörðun og að minnsta kosti fordæmi orðalag hennar,“ segir Isidora.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Erlent „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Innlent Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Innlent Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Innlent Óbreytt ástand kemur ekki til greina Innlent Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Innlent Tvær konur sluppu úr brennandi bíl Innlent Agnes Johansen er látin Innlent Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Innlent Fleiri fréttir Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum 32 sóttu um stöðu mannauðsstjóra hjá Matvælastofnun Fimm keyptu gám sem er ekki til Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Kjarasamningur lyfjafræðinga „illa felldur“ og átján ára bið lengist Tvær konur sluppu úr brennandi bíl „Þetta fór eins vel og kostur var“ Ekki eigi að stunda atvinnu sem valdi dýrum þjáningu Meirihlutinn á Ísafirði fallinn Líkur á eldgosi aukast með haustinu Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ „Í fullkomnum heimi væri best að allir töluðu góða íslensku“ Alma vill efla íslenskukunnáttu erlendra hjúkrunarfræðinga Agnes Johansen er látin Foreldrar hafi ekki haft önnur úrræði en að tilkynna sig til barnaverndar Vilja fá að hafa áhrif á nærumhverfið og segja „ekki fleiri kassa“ Manni bjargað eftir að fiskibátur hans strandaði við grjótgarð Reyna sáttaleið eftir að aðalfundi MÍR var aftur hleypt upp Brúin komin upp við Dugguvog Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Sjá meira