Innlent

Katrín hvetur fylkingar til lausnamiðaðs samtals

Sveinn Arnarsson skrifar
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra. Fréttablaðið/Anton
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra telur mikilvægt að báðar fylkingar í komandi kjaraviðræðum komi saman að borðinu með lausnamiðaðri hætti en nú er. Fundur er boðaður á morgun með aðilum vinnumarkaðarins ásamt sveitarfélögum landsins til að fara yfir stöðuna varðandi samninga á almennum vinnumarkaði.

Umræðan síðastliðna daga hefur einkennst af miklum hita í báðum fylkingum og greinilegt að harka er farin að færast í baráttuna. Katrín segir mikilvægt að stjórnvöld hlusti á báðar fylkingar og telur að það fjárlagafrumvarp sem nú er í meðförum þingsins beri þess merki með lækkun tryggingagjalds og hækkun barnabóta svo dæmi séu tekin.

„Ég hef áhyggjur af því að fylkingarnar séu ekki að nálgast hvor aðra á meðan umræðan virðist fyrst og fremst eiga sér stað í fjölmiðlum en ekki með hófstilltum hætti á sameinuðum fundum,“ segir Katrín. „Fundur stjórnvalda með aðilum vinnumarkaðarins og sveitarfélögum er boðaður til að fá forystumenn beggja sveita að borðinu til að tala saman. Ég óska þess að aðilar komi að því borði með lausnamiðuðum hætti.“




Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×