Geðlæknir vill koma böndum á fjölmiðla Garðar Örn Úlfarsson skrifar 3. nóvember 2018 07:30 Starfsfólk á bráðamóttöku Landspítalans í Fossvogi á meðan verkfall stóð yfir 2014. Fréttablaðið/Ernir „Alltaf er hætt við að umræðan verði mjög tilfinningahlaðin og einkennist af upphrópunum og gífuryrðum,“ segir Magnús Haraldsson, geðlæknir á Landspítalanum, í leiðara Læknablaðsins þar sem hann fjallar um fréttir fjölmiðla af heilbrigðiskerfinu. „Því miður er fjölmiðlaumræða um heilbrigðismál oft á afar neikvæðum nótum og orð eins og úrræðaleysi, niðurskurður, mannekla og fjársvelti eru algeng. Fréttir af sumarlokunum, kjaradeilum, biðlistum og miklu álagi á heilbrigðisstarfsfólk eru nánast daglega á síðum fjölmiðla,“ rekur Magnús í leiðaranum. Magnús segir mikilvægt að fjalla um málefni heilbrigðiskerfisins með gagnrýnum hætti í fjölmiðlum. „Það er afar mikilvægt að umfjöllun fjölmiðla um þennan málaflokk sé yfirveguð, byggð á staðreyndum og að reynt sé að forðast gífuryrði og upphrópanir,“ skrifar hann. Þá segir Magnús að reglulega rati á síður fjölmiðla umfjallanir um erfið mál einstakra sjúklinga. „Stundum er um að ræða lýsingar sjúklinga eða aðstandenda þeirra á samskiptum sínum við heilbrigðisstarfsfólk þar sem kvartað er yfir því að viðkomandi hafi ekki fengið viðhlítandi þjónustu eða verið neitað um þjónustu. Jafnframt eru oft dregnar þær ályktanir að slíkar lýsingar á högum einstaklinga lýsi kerfinu eða þjónustunni í heild,“ fullyrðir hann.Magnús Haraldsson geðlæknir.Að sögn Magnúsar er alltaf hætta á því að dregnar séu rangar ályktanir af því sem eigi að hafa gerst. „Hætt er við því að fréttir sem þessar ýti undir ótta og tortryggni hjá fólki sem þarf að sækja þjónustu heilbrigðiskerfisins,“ segir hann. „Fréttaflutningur af þessu tagi er einnig líklegur til að valda heilbrigðisstarfsfólki miklu hugarangri og vanlíðan, sérstaklega ef það þarf að sitja undir óvæginni gagnrýni í fjölmiðlum og getur ekki komið fram og tjáð sig um sína hlið á málinu.“ Magnús segir síður fjölmiðla ekki rétta vettvanginn „til að ræða eða útkljá“ kvartanir undan heilbrigðiskerfinu því aðeins önnur hlið málsins sé rædd. „Alltaf er hætt við að umræðan verði mjög tilfinningahlaðin og einkennist af upphrópunum og gífuryrðum.“ Í leiðara Læknablaðsins er síðan sagt æskilegt að ritstjórar og ábyrgðarmenn helstu fjölmiðla landsins setjist niður með forsvarsmönnum heilbrigðiskerfisins til að ræða „hreinskilnislega um hvernig best sé að fjalla með ábyrgum og yfirveguðum hætti um heilbrigðismál, þjónustunni til framdráttar, og hvernig koma megi í veg fyrir að lýsingar sem oft eru settar fram í mikilli reiði og geðshræringu séu gerðar að fréttaefni í fjölmiðlum.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Innlent Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Innlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent Fleiri fréttir Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Sjá meira
„Alltaf er hætt við að umræðan verði mjög tilfinningahlaðin og einkennist af upphrópunum og gífuryrðum,“ segir Magnús Haraldsson, geðlæknir á Landspítalanum, í leiðara Læknablaðsins þar sem hann fjallar um fréttir fjölmiðla af heilbrigðiskerfinu. „Því miður er fjölmiðlaumræða um heilbrigðismál oft á afar neikvæðum nótum og orð eins og úrræðaleysi, niðurskurður, mannekla og fjársvelti eru algeng. Fréttir af sumarlokunum, kjaradeilum, biðlistum og miklu álagi á heilbrigðisstarfsfólk eru nánast daglega á síðum fjölmiðla,“ rekur Magnús í leiðaranum. Magnús segir mikilvægt að fjalla um málefni heilbrigðiskerfisins með gagnrýnum hætti í fjölmiðlum. „Það er afar mikilvægt að umfjöllun fjölmiðla um þennan málaflokk sé yfirveguð, byggð á staðreyndum og að reynt sé að forðast gífuryrði og upphrópanir,“ skrifar hann. Þá segir Magnús að reglulega rati á síður fjölmiðla umfjallanir um erfið mál einstakra sjúklinga. „Stundum er um að ræða lýsingar sjúklinga eða aðstandenda þeirra á samskiptum sínum við heilbrigðisstarfsfólk þar sem kvartað er yfir því að viðkomandi hafi ekki fengið viðhlítandi þjónustu eða verið neitað um þjónustu. Jafnframt eru oft dregnar þær ályktanir að slíkar lýsingar á högum einstaklinga lýsi kerfinu eða þjónustunni í heild,“ fullyrðir hann.Magnús Haraldsson geðlæknir.Að sögn Magnúsar er alltaf hætta á því að dregnar séu rangar ályktanir af því sem eigi að hafa gerst. „Hætt er við því að fréttir sem þessar ýti undir ótta og tortryggni hjá fólki sem þarf að sækja þjónustu heilbrigðiskerfisins,“ segir hann. „Fréttaflutningur af þessu tagi er einnig líklegur til að valda heilbrigðisstarfsfólki miklu hugarangri og vanlíðan, sérstaklega ef það þarf að sitja undir óvæginni gagnrýni í fjölmiðlum og getur ekki komið fram og tjáð sig um sína hlið á málinu.“ Magnús segir síður fjölmiðla ekki rétta vettvanginn „til að ræða eða útkljá“ kvartanir undan heilbrigðiskerfinu því aðeins önnur hlið málsins sé rædd. „Alltaf er hætt við að umræðan verði mjög tilfinningahlaðin og einkennist af upphrópunum og gífuryrðum.“ Í leiðara Læknablaðsins er síðan sagt æskilegt að ritstjórar og ábyrgðarmenn helstu fjölmiðla landsins setjist niður með forsvarsmönnum heilbrigðiskerfisins til að ræða „hreinskilnislega um hvernig best sé að fjalla með ábyrgum og yfirveguðum hætti um heilbrigðismál, þjónustunni til framdráttar, og hvernig koma megi í veg fyrir að lýsingar sem oft eru settar fram í mikilli reiði og geðshræringu séu gerðar að fréttaefni í fjölmiðlum.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Innlent Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Innlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent Fleiri fréttir Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Sjá meira