Galdraglóðir á köldum ströndum Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir skrifar 1. nóvember 2018 05:00 Galdra Manga. Dóttir þess brennda eftir Tapio Koivukari. Á 17. öld voru tugþúsundir (sumir segja milljónir) manna brenndar á báli í Evrópu fyrir galdra. Bylgja þessara ofsókna náði ströndum Íslands og reis hæst á Vestfjörðum um miðja öldina. Þar tóku andleg og veraldleg yfirvöld saman höndum um að uppræta galdrafólk, espuðu þar með ótta og nágrannatortryggni í fámennum byggðarlögum nyrstu fjarða og stranda. Virtist um tíma sem „óvinurinn“ – djöfullinn sjálfur – riði húsum í hverri sveit. Áður en yfir lauk höfðu á þriðja tug Íslendinga brunnið á báli, sakaðir um galdur, þar af fjórtán manns á Vestfjörðum – einkum karlar. Tvær ungar konur, dætur brenndra galdramanna, sættu galdraákæru um þetta leyti. Önnur var Margrét Þórðardóttir frá Munaðarnesi á Ströndum. Hin var Þuríður Jónsdóttir frá Kirkjubóli í Skutulsfirði. Þessi bók fjallar um mál Margrétar, Möngu eins og hún var kölluð í munnmælunum sem af henni gengu. Þjóðsögurnar um Möngu eru þó ekki þungamiðja verksins, heldur er fylgt samtímaheimildum, málskjölum og annálum. Er það skilmerkilega gert og fátt sem stingur í augu þess sem þekkir sögu galdratímabilsins. Höfundur nýtir sér einnig eigin staðháttaþekkingu til þess að skapa sögunni umhverfi og andrúm, og tekst það vel. Sigurður Karlsson þýðir bókina á íslensku – málfarið er þjált og vandað. Tapio Koivukari (f. 1959) hefur áður skrifað sögulega skáldsögu, auk tveggja skáldsagna og þýðinga nokkurra íslenskra öndvegishöfunda á finnska tungu. Bók hans Ariasman (2012), sem fjallaði um Spánverjavígin 1615, hlaut góðar viðtökur. Að þessu sinni eru það ömurlegir atburðir í lítilli sveit vestur á fjörðum sem drífa söguna áfram. Konur taka að hníga niður með froðufalli og mási í litlu sveitakirkjunni í Árnesi svo messa verður naumlega framin fyrir hljóðum þeirra. Er nú illt í efni og fyrr en varir beinist grunur að bóndanum í Munaðarnesi sem talinn er hafa persónulegar ástæður fyrir að hleypa þessum ófögnuði af stað. Áður en yfir lýkur hafa þrír menn verið brenndir á báli til þess að aflétta harmkvælunum. Það dugir þó ekki til. Beinast þá sjónir að dóttur galdramannsins. Hún leggur á flótta. Frásagnarháttur sögunnar veitir innsýn í hugskot helstu persóna hennar án þess að tafið sé við tilfinningalíf þeirra. Fyrir vikið verður samlíðun lesandans takmarkaðri en ella hefði orðið. Vel er hins vegar unnið úr heimildum og lýsingar á umhverfi og búskaparháttum bera vott um góða innsýn. Þá tekst vel að draga fram hvernig fáfræði og ótti við yfirvald laða fram lakari þætti í mannlegu eðli á borð við nágrannaríg og meinfýsi: Hvernig farið getur þegar það er skyndilega undir nágrönnum og sveitungum komið hvort fólk lifir eða deyr. Hvernig rógur getur grafið undan lífi fólks án þess að það verði þess vart fyrr en allt er um seinan. Saga Galdra-Möngu er tímalaust umhugsunarefni, ekki síst vegna þess að þjóðsögurnar báru manneskjunni og afdrifum hennar allt annað vitni en málskjölin gera. Með því að sniðganga þjóðsöguna en halda sig við heimildirnar tekst Tapio Koivukari að rétta hlut Margrétar Þórðardóttur. Stúlkunnar sem ung að árum stóð yfir galdraglæðum deyjandi föður og lagði svo á flótta, ekki aðeins undan armi laganna, heldur líka augliti og tortryggni sveitunga sinna.Niðurstaða: Fróðleg og áhugaverð bók um áleitið og glóðheitt efni. Bókmenntir Menning Mest lesið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Fleiri fréttir Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira
Á 17. öld voru tugþúsundir (sumir segja milljónir) manna brenndar á báli í Evrópu fyrir galdra. Bylgja þessara ofsókna náði ströndum Íslands og reis hæst á Vestfjörðum um miðja öldina. Þar tóku andleg og veraldleg yfirvöld saman höndum um að uppræta galdrafólk, espuðu þar með ótta og nágrannatortryggni í fámennum byggðarlögum nyrstu fjarða og stranda. Virtist um tíma sem „óvinurinn“ – djöfullinn sjálfur – riði húsum í hverri sveit. Áður en yfir lauk höfðu á þriðja tug Íslendinga brunnið á báli, sakaðir um galdur, þar af fjórtán manns á Vestfjörðum – einkum karlar. Tvær ungar konur, dætur brenndra galdramanna, sættu galdraákæru um þetta leyti. Önnur var Margrét Þórðardóttir frá Munaðarnesi á Ströndum. Hin var Þuríður Jónsdóttir frá Kirkjubóli í Skutulsfirði. Þessi bók fjallar um mál Margrétar, Möngu eins og hún var kölluð í munnmælunum sem af henni gengu. Þjóðsögurnar um Möngu eru þó ekki þungamiðja verksins, heldur er fylgt samtímaheimildum, málskjölum og annálum. Er það skilmerkilega gert og fátt sem stingur í augu þess sem þekkir sögu galdratímabilsins. Höfundur nýtir sér einnig eigin staðháttaþekkingu til þess að skapa sögunni umhverfi og andrúm, og tekst það vel. Sigurður Karlsson þýðir bókina á íslensku – málfarið er þjált og vandað. Tapio Koivukari (f. 1959) hefur áður skrifað sögulega skáldsögu, auk tveggja skáldsagna og þýðinga nokkurra íslenskra öndvegishöfunda á finnska tungu. Bók hans Ariasman (2012), sem fjallaði um Spánverjavígin 1615, hlaut góðar viðtökur. Að þessu sinni eru það ömurlegir atburðir í lítilli sveit vestur á fjörðum sem drífa söguna áfram. Konur taka að hníga niður með froðufalli og mási í litlu sveitakirkjunni í Árnesi svo messa verður naumlega framin fyrir hljóðum þeirra. Er nú illt í efni og fyrr en varir beinist grunur að bóndanum í Munaðarnesi sem talinn er hafa persónulegar ástæður fyrir að hleypa þessum ófögnuði af stað. Áður en yfir lýkur hafa þrír menn verið brenndir á báli til þess að aflétta harmkvælunum. Það dugir þó ekki til. Beinast þá sjónir að dóttur galdramannsins. Hún leggur á flótta. Frásagnarháttur sögunnar veitir innsýn í hugskot helstu persóna hennar án þess að tafið sé við tilfinningalíf þeirra. Fyrir vikið verður samlíðun lesandans takmarkaðri en ella hefði orðið. Vel er hins vegar unnið úr heimildum og lýsingar á umhverfi og búskaparháttum bera vott um góða innsýn. Þá tekst vel að draga fram hvernig fáfræði og ótti við yfirvald laða fram lakari þætti í mannlegu eðli á borð við nágrannaríg og meinfýsi: Hvernig farið getur þegar það er skyndilega undir nágrönnum og sveitungum komið hvort fólk lifir eða deyr. Hvernig rógur getur grafið undan lífi fólks án þess að það verði þess vart fyrr en allt er um seinan. Saga Galdra-Möngu er tímalaust umhugsunarefni, ekki síst vegna þess að þjóðsögurnar báru manneskjunni og afdrifum hennar allt annað vitni en málskjölin gera. Með því að sniðganga þjóðsöguna en halda sig við heimildirnar tekst Tapio Koivukari að rétta hlut Margrétar Þórðardóttur. Stúlkunnar sem ung að árum stóð yfir galdraglæðum deyjandi föður og lagði svo á flótta, ekki aðeins undan armi laganna, heldur líka augliti og tortryggni sveitunga sinna.Niðurstaða: Fróðleg og áhugaverð bók um áleitið og glóðheitt efni.
Bókmenntir Menning Mest lesið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Fleiri fréttir Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira