Hlaðborð fyrir tónlistarnördin Stefán Þór Hjartarson skrifar 1. nóvember 2018 07:00 Gestir Airwaves hafa bæði getað notið tónlistar sem og fræðslu um tónlistargeirann síðustu fjögur árin. Fréttablaðið/Ernir Í fjórða sinn verður ÚTÓN, Útflutningsskrifstofa íslenskrar tónlistar, með ráðstefnu tileinkaða tónlistarbransanum á Airwaves-hátíðinni. Næstkomandi fimmtudag hefst ráðstefnan formlega með tengslamyndunarfundum en á föstudegi verða pallborðsfundir og fyrirlestrar um hin ýmsu málefni er tengjast tónlistarheiminum. Sigtryggur Baldursson, framkvæmdastjóri ÚTÓN segir það hafa verið erfitt að fá inn tónlistarmenn á þessar ráðstefnur sem þau hafa verið að halda, einfaldlega vegna þess að tónlistarmenn eru almennt gríðarlega uppteknir við að hlaupa á milli tónleika. En hann segir að fyrirlestrarnir séu líka fyrir allt tónlistaráhugafólk sem hann hvetur til að mæta – þess er ekki krafist að fólk sé með armband á hátíðina til að fá inngöngu á fyrirlestrana þó svo að þeir með armband gangi fyrir verði mikil aðsókn. „Þar að auki verður á miðvikudaginn smá viðburður sem við erum að vinna með STEF. Þá koma hingað svokallaðir „music supervisors“, það er að segja fólk sem er að kaupa tónlist, kvikmyndir, sjónvarpsþætti og annað myndefni. Þau verða með fundi í STEF og hlusta á höfunda kynna sitt efni,“ segir Sigtryggur Baldursson, framkvæmdastjóri ÚTÓN.Sigtryggur BaldurssonÁ fimmtudeginum munu tónlistarmenn geta bókað fundi við fólk úr tónlistargeiranum: umboðsmenn, bókara og fleiri aðila úr viðskiptageiranum. „Þetta er hugsað fyrir listamenn sem spila á hátíðinni og einstaka aðra íslenska listamenn sem hafa áhuga á þessum fundum. Í lokin verður tengslamyndunarpartí fyrir þátttakendur.“ Fyrirlestra- og pallborðsdagskráin er þétt í ár – þarna verður farið um víðan völl allt frá textum til Blockchain-tækninnar. CenterHotel Plaza í Aðalstræti mun hýsa fyrirlestrana. „Sjón, Emilíana Torrini, Ásgeir og Kolfinna úr Reykjavíkurdætrum ræða um texta í tónlist. Druslugangan ræðir um kynferðislega áreitni á tónlistarhátíðum.“ Þar næst verður erindi í boði Keychange-verkefnisins en það gengur meðal annars út á að jafna kynjahlutföll á tónlistarhátíðum. „Þetta er verkefni sem rekið er af PRS í Bretlandi en það eru tíu konur frá Íslandi sem taka þátt í því. Verkefnið vinnur að ýmsum leiðum til að styrkja stöðu kvenna í tónlistargeiranum – ekki bara sem tónlistarmenn heldur líka bak við tjöldin.“ David Fricke frá Rolling Stone, góðvinur Airwaves-hátíðarinnar, situr í pallborði um það hvernig tónlistarumfjöllun er að breytast þar sem áherslan er á innkomu samfélagsmiðla sem tól fyrir tónlistarmenn til að koma sér á framfæri. „Rolling Stone var gífurlega valdamikið fyrirbrigði í tónlistargeiranum fyrir 40 árum og þangað til nýlega. Hvernig er þetta að breytast og hvað þýðir þetta? Þetta verður skemmtileg umræða. Fricke er auðvitað einn af gömlu drumbunum og við fáum eitthvað af ungu liði til að pönkast aðeins í honum.“ Næsta umræða fjallar um Spotify og allt sem því fyrirbæri tengist. Því næst verður svo frætt um Blockchain-tæknina sem gæti breytt tónlistarheiminum til frambúðar. Bob Lefsetz er tónlistargagnrýnandi og spekingur mikill sem talar um bransann í dag – líklega mun hann vera með óheflaðar skoðanir á íslenska bransanum. „Svo er það „mixerinn“ um kvöldið – partíið. Það verður alltaf að vera gott partí í lokin.“ Birtist í Fréttablaðinu Tónlist Mest lesið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Tónlist Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Bieber gefur út óvænta plötu Lífið Upprunalega Birkin taskan seld á rúman milljarð Tíska og hönnun Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Lífið Borgin býður í tívolíveislu Tónlist Ragga Holm og Elma trúlofaðar Lífið Pfúff: Fjölskyldufrí og systkinin endalaust að rífast Áskorun Fleiri fréttir Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sjá meira
Í fjórða sinn verður ÚTÓN, Útflutningsskrifstofa íslenskrar tónlistar, með ráðstefnu tileinkaða tónlistarbransanum á Airwaves-hátíðinni. Næstkomandi fimmtudag hefst ráðstefnan formlega með tengslamyndunarfundum en á föstudegi verða pallborðsfundir og fyrirlestrar um hin ýmsu málefni er tengjast tónlistarheiminum. Sigtryggur Baldursson, framkvæmdastjóri ÚTÓN segir það hafa verið erfitt að fá inn tónlistarmenn á þessar ráðstefnur sem þau hafa verið að halda, einfaldlega vegna þess að tónlistarmenn eru almennt gríðarlega uppteknir við að hlaupa á milli tónleika. En hann segir að fyrirlestrarnir séu líka fyrir allt tónlistaráhugafólk sem hann hvetur til að mæta – þess er ekki krafist að fólk sé með armband á hátíðina til að fá inngöngu á fyrirlestrana þó svo að þeir með armband gangi fyrir verði mikil aðsókn. „Þar að auki verður á miðvikudaginn smá viðburður sem við erum að vinna með STEF. Þá koma hingað svokallaðir „music supervisors“, það er að segja fólk sem er að kaupa tónlist, kvikmyndir, sjónvarpsþætti og annað myndefni. Þau verða með fundi í STEF og hlusta á höfunda kynna sitt efni,“ segir Sigtryggur Baldursson, framkvæmdastjóri ÚTÓN.Sigtryggur BaldurssonÁ fimmtudeginum munu tónlistarmenn geta bókað fundi við fólk úr tónlistargeiranum: umboðsmenn, bókara og fleiri aðila úr viðskiptageiranum. „Þetta er hugsað fyrir listamenn sem spila á hátíðinni og einstaka aðra íslenska listamenn sem hafa áhuga á þessum fundum. Í lokin verður tengslamyndunarpartí fyrir þátttakendur.“ Fyrirlestra- og pallborðsdagskráin er þétt í ár – þarna verður farið um víðan völl allt frá textum til Blockchain-tækninnar. CenterHotel Plaza í Aðalstræti mun hýsa fyrirlestrana. „Sjón, Emilíana Torrini, Ásgeir og Kolfinna úr Reykjavíkurdætrum ræða um texta í tónlist. Druslugangan ræðir um kynferðislega áreitni á tónlistarhátíðum.“ Þar næst verður erindi í boði Keychange-verkefnisins en það gengur meðal annars út á að jafna kynjahlutföll á tónlistarhátíðum. „Þetta er verkefni sem rekið er af PRS í Bretlandi en það eru tíu konur frá Íslandi sem taka þátt í því. Verkefnið vinnur að ýmsum leiðum til að styrkja stöðu kvenna í tónlistargeiranum – ekki bara sem tónlistarmenn heldur líka bak við tjöldin.“ David Fricke frá Rolling Stone, góðvinur Airwaves-hátíðarinnar, situr í pallborði um það hvernig tónlistarumfjöllun er að breytast þar sem áherslan er á innkomu samfélagsmiðla sem tól fyrir tónlistarmenn til að koma sér á framfæri. „Rolling Stone var gífurlega valdamikið fyrirbrigði í tónlistargeiranum fyrir 40 árum og þangað til nýlega. Hvernig er þetta að breytast og hvað þýðir þetta? Þetta verður skemmtileg umræða. Fricke er auðvitað einn af gömlu drumbunum og við fáum eitthvað af ungu liði til að pönkast aðeins í honum.“ Næsta umræða fjallar um Spotify og allt sem því fyrirbæri tengist. Því næst verður svo frætt um Blockchain-tæknina sem gæti breytt tónlistarheiminum til frambúðar. Bob Lefsetz er tónlistargagnrýnandi og spekingur mikill sem talar um bransann í dag – líklega mun hann vera með óheflaðar skoðanir á íslenska bransanum. „Svo er það „mixerinn“ um kvöldið – partíið. Það verður alltaf að vera gott partí í lokin.“
Birtist í Fréttablaðinu Tónlist Mest lesið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Tónlist Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Bieber gefur út óvænta plötu Lífið Upprunalega Birkin taskan seld á rúman milljarð Tíska og hönnun Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Lífið Borgin býður í tívolíveislu Tónlist Ragga Holm og Elma trúlofaðar Lífið Pfúff: Fjölskyldufrí og systkinin endalaust að rífast Áskorun Fleiri fréttir Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sjá meira