Fagnar úttektinni en segir eigin uppsögn óverðskuldaða og meiðandi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 19. nóvember 2018 16:20 Bjarni Már Júlíusson. Aðsend Bjarni Már Júlíusson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Orku náttúrunnar, fagnar niðurstöðu í úttekt innri endurskoðunar á vinnustaðamenningu og tilteknum starfsmannamálum hjá Orkuveitu Reykjavíkur. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem Bjarni Már sendir frá sér og má sjá hér að neðan. Niðurstaðan er meðal annars sú að uppsögn þeirra Áslaugar Thelmu Einarsdóttur, forstöðumanns hjá Orku náttúrunni, og Bjarna sjálfs hafi verið réttmæt. Áslaug Thelma hélt því fram að uppsögn hennar, sem framkvæmd var af Bjarna Má, mætti rekja til þess að hún hefði kvartað yfir framkomu hans í garð kvenna í fyrirtækinu. Áslaugu Thelmu og Bjarna Má hafa verið sendar niðurstöður innri endurskoðunar á ástæðum uppsagna þeirra. „Það er í höndum þeirra sem þar er fjallað um hvort viðkomandi kaflar koma fyrir almenningssjónir,“ segir í tilkynningu Orkuveitu Reykjavíkur. Helga Jónsdóttir, starfandi forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur, féllst á að kalla mætti málið „storm í vatnsglasi“, nú þegar niðurstaða lægi fyrir í málinu. Það hafi þó alls ekki legið fyrir áður en ráðist var í úttektina.Yfirlýsing í tilefni af skýrslu Innri endurskoðunar um ON „Það er mér léttir að skýrsla Innri endurskoðunar Reykjavíkurborgar liggur nú fyrir og staðfestir að uppsögn starfsmanns ON sem mestur styrr hefur staðið um var réttmæt og byggði á faglegu mati. Þá er það ein af niðurstöðum skýrslunnar að ásakanir um mismunun á grundvelli kynferðis og um kynferðislegt áreiti í samskiptum mínum við samstarfsfólk eiga ekki við nein rök að styðjast. Fyrirvaralaus uppsögn mín úr starfi framkvæmdastjóra ON var hins vegar að mínu mati bæði óverðskulduð og meiðandi og til hennar gripið í skyndi án þess að mér væri gefinn kostur á að útskýra mitt mál. Það fundust mér kaldar kveðjur eftir 6 ára farsæl störf í þágu OR/Orku náttúrunnar. Það hefur verið ömurleg reynsla fyrir mig og fjölskyldu mína að fylgjast með hvernig vegið var að mannorði mínu með vandlega útfærðum spuna, sem dreift var á rétta staði til að ná sem mestri fylgni við einhliða og óstaðfesta frásögn af málsatvikum. Ég vona að með niðurstöðum úttektar Innri endurskoðunar linni atlögum að mannorði mínu og óhróðri um minn fyrrverandi vinnustað.“ Úttekt á uppsögnum hjá OR Tengdar fréttir Uppsögn Áslaugar Thelmu metin réttmæt Niðurstaða innri endurskoðunar kynnt nú á eftir. 19. nóvember 2018 14:48 Skýrsla um vinnustaðamenningu OR gerð opinber í dag Fundur stjórnar OR um skýrsluna hófst klukkan 10 í morgun. 19. nóvember 2018 10:38 Mest lesið Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Erlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Fleiri fréttir Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Sjá meira
Bjarni Már Júlíusson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Orku náttúrunnar, fagnar niðurstöðu í úttekt innri endurskoðunar á vinnustaðamenningu og tilteknum starfsmannamálum hjá Orkuveitu Reykjavíkur. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem Bjarni Már sendir frá sér og má sjá hér að neðan. Niðurstaðan er meðal annars sú að uppsögn þeirra Áslaugar Thelmu Einarsdóttur, forstöðumanns hjá Orku náttúrunni, og Bjarna sjálfs hafi verið réttmæt. Áslaug Thelma hélt því fram að uppsögn hennar, sem framkvæmd var af Bjarna Má, mætti rekja til þess að hún hefði kvartað yfir framkomu hans í garð kvenna í fyrirtækinu. Áslaugu Thelmu og Bjarna Má hafa verið sendar niðurstöður innri endurskoðunar á ástæðum uppsagna þeirra. „Það er í höndum þeirra sem þar er fjallað um hvort viðkomandi kaflar koma fyrir almenningssjónir,“ segir í tilkynningu Orkuveitu Reykjavíkur. Helga Jónsdóttir, starfandi forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur, féllst á að kalla mætti málið „storm í vatnsglasi“, nú þegar niðurstaða lægi fyrir í málinu. Það hafi þó alls ekki legið fyrir áður en ráðist var í úttektina.Yfirlýsing í tilefni af skýrslu Innri endurskoðunar um ON „Það er mér léttir að skýrsla Innri endurskoðunar Reykjavíkurborgar liggur nú fyrir og staðfestir að uppsögn starfsmanns ON sem mestur styrr hefur staðið um var réttmæt og byggði á faglegu mati. Þá er það ein af niðurstöðum skýrslunnar að ásakanir um mismunun á grundvelli kynferðis og um kynferðislegt áreiti í samskiptum mínum við samstarfsfólk eiga ekki við nein rök að styðjast. Fyrirvaralaus uppsögn mín úr starfi framkvæmdastjóra ON var hins vegar að mínu mati bæði óverðskulduð og meiðandi og til hennar gripið í skyndi án þess að mér væri gefinn kostur á að útskýra mitt mál. Það fundust mér kaldar kveðjur eftir 6 ára farsæl störf í þágu OR/Orku náttúrunnar. Það hefur verið ömurleg reynsla fyrir mig og fjölskyldu mína að fylgjast með hvernig vegið var að mannorði mínu með vandlega útfærðum spuna, sem dreift var á rétta staði til að ná sem mestri fylgni við einhliða og óstaðfesta frásögn af málsatvikum. Ég vona að með niðurstöðum úttektar Innri endurskoðunar linni atlögum að mannorði mínu og óhróðri um minn fyrrverandi vinnustað.“
Úttekt á uppsögnum hjá OR Tengdar fréttir Uppsögn Áslaugar Thelmu metin réttmæt Niðurstaða innri endurskoðunar kynnt nú á eftir. 19. nóvember 2018 14:48 Skýrsla um vinnustaðamenningu OR gerð opinber í dag Fundur stjórnar OR um skýrsluna hófst klukkan 10 í morgun. 19. nóvember 2018 10:38 Mest lesið Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Erlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Fleiri fréttir Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Sjá meira
Uppsögn Áslaugar Thelmu metin réttmæt Niðurstaða innri endurskoðunar kynnt nú á eftir. 19. nóvember 2018 14:48
Skýrsla um vinnustaðamenningu OR gerð opinber í dag Fundur stjórnar OR um skýrsluna hófst klukkan 10 í morgun. 19. nóvember 2018 10:38