Rýir sex þúsund fjár á Suðurlandi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 17. nóvember 2018 19:45 Jón Bjarnason sauðfjárbóndi á bænum Skipholti í Hrunamannahreppi situr ekki auðum höndum þessa dagana því hann hefur tekið að sér að rýja sex þúsund fjár á Suðurlandi. Jón var nýlega á rýja í sauðskinnskónum sínum á bænum Brúnastöðum í Flóahreppi. Á Brúnastöðum eru þau Ágúst Ingi Ketilsson og Elín Magnúsdóttir með kúa og sauðfjárbúskap. Jón Bjarnason er mættur í fjárhúsið þeirra til að rýja en á bænum eru um 150 fjár, allt mjög fallegt fé. Ágúst Ingi og Elín hjálpast að við að koma með féð í hendurnar á Jóni áður en hann byrjar að rýja það en Jón fer á milli bæja og rýir fyrir bændur og búalið. „Þetta gengur út á að klippa kindina, það er nú svo einfalt, reyna að gera það sem best“, segir Jón. Hann er ótrúlega fljótur að rýja enda er hann að rýja að meðaltali um þrjátíu ær á klukkustund. „Nú er bara vertíð, þessi mánuður er alveg bókaður eins og hann leggur sig. Þetta er alls ekki erfitt í dag en það var það þegar ég var að byrja að rýja, þá var ég að drepast þegar ég fór á sofa á kvöldin en þetta er býsna þægilegt í dag“, bætir Jón við og segir rúninginn ekki reyna á bakið ef hann beitir líkamanum rétt. Jón að rýgja einn af lambhrútunum á Brúnastöðum.Magnús HlynurEn er einhver munu á því að rýja hvítar kindur og hins vegar t.d. svartar, mórauðar eða flekkóttar? „Það er alltaf best að rýja þessar hvítu, svörtu eru alltaf leiðinlegastar, sérstaklega ef maður endar á þeim því þá er oftast orðið dimmara í húsunum“. Jón reiknar með að rýja um sex þúsund fjár á næstu vikum fyrir sauðfjárbændur á Suðurlandi. Hann er í sérstöku skóm við rúninginn, sauðskinnsskóm eins og vera ber innan um sauðféð. Hrunamannahreppur Landbúnaður Mest lesið Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Fleiri fréttir Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Sjá meira
Jón Bjarnason sauðfjárbóndi á bænum Skipholti í Hrunamannahreppi situr ekki auðum höndum þessa dagana því hann hefur tekið að sér að rýja sex þúsund fjár á Suðurlandi. Jón var nýlega á rýja í sauðskinnskónum sínum á bænum Brúnastöðum í Flóahreppi. Á Brúnastöðum eru þau Ágúst Ingi Ketilsson og Elín Magnúsdóttir með kúa og sauðfjárbúskap. Jón Bjarnason er mættur í fjárhúsið þeirra til að rýja en á bænum eru um 150 fjár, allt mjög fallegt fé. Ágúst Ingi og Elín hjálpast að við að koma með féð í hendurnar á Jóni áður en hann byrjar að rýja það en Jón fer á milli bæja og rýir fyrir bændur og búalið. „Þetta gengur út á að klippa kindina, það er nú svo einfalt, reyna að gera það sem best“, segir Jón. Hann er ótrúlega fljótur að rýja enda er hann að rýja að meðaltali um þrjátíu ær á klukkustund. „Nú er bara vertíð, þessi mánuður er alveg bókaður eins og hann leggur sig. Þetta er alls ekki erfitt í dag en það var það þegar ég var að byrja að rýja, þá var ég að drepast þegar ég fór á sofa á kvöldin en þetta er býsna þægilegt í dag“, bætir Jón við og segir rúninginn ekki reyna á bakið ef hann beitir líkamanum rétt. Jón að rýgja einn af lambhrútunum á Brúnastöðum.Magnús HlynurEn er einhver munu á því að rýja hvítar kindur og hins vegar t.d. svartar, mórauðar eða flekkóttar? „Það er alltaf best að rýja þessar hvítu, svörtu eru alltaf leiðinlegastar, sérstaklega ef maður endar á þeim því þá er oftast orðið dimmara í húsunum“. Jón reiknar með að rýja um sex þúsund fjár á næstu vikum fyrir sauðfjárbændur á Suðurlandi. Hann er í sérstöku skóm við rúninginn, sauðskinnsskóm eins og vera ber innan um sauðféð.
Hrunamannahreppur Landbúnaður Mest lesið Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Fleiri fréttir Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Sjá meira