Þeir sem eru í vanskilum með smálán íhugi rétt sinn Sunna Sæmundsdóttir skrifar 16. nóvember 2018 19:30 Formaður starfshóps sem er að skoða umhverfi smálánafyrirtækja á Íslandi telur smálán hugsanlega vera ólögleg. Þeir sem hafi lent í vanskilum með smálán ættu að íhuga að kanna rétt sinn. Greint var frá því í fréttum Stöðvar 2 í vikunni að 59% þeirra sem hafa sótt um greiðsluaðlögun hjá Umboðsmanni skuldara á árinu hafa gert það vegna skyndilánaskulda. Umboðsmaður skuldara skilgreinir skyndilán sem lán sem tekin eru í gegnum sms, app eða netið en undir það falla peningalán hjá smálánafyrirtækjum auk lána sem veitt eru fyrir vöru eða þjónustu hjá fyrirtækjum líkt og Netgíró og Pei. Um þriðjungur af kröfunum sem heyra undir þessi mál eru vegna smálána, þrátt fyrir að upphæðirnar sem þar eru fengnar að láni séu heldur lágar. Neytendastofa hefur ítrekað sektað smálánafyrirtækin fyrir að fara á svig við lög um neytendalán og héraðsdómur hefur þar að auki dæmt ólöglegt svonefnt flýtigjald sem fyrirtækin lögðu á lánin. Sektirnar voru lagðar á félagið E-content en smálánafyrirtækin eru nú í eigu félagsins Ecommerce 2020 sem er skráð í Danmörku. Í sumar skipaði iðnaðarráðherra starfshóp sem var falið að kortleggja umhverfi fyrirtækjanna og mun hópurinn skila af sér tillögum til úrbóta í desember. Þrátt fyrir að eigandi fyrirtækjanna sé erlent félag telur formaður hópsins íslensk lög enn gilda um lánin.Hákon Stefánsson.„Á sama tíma er kostnaðurinn sem látakinn ber gríðarlega hár og margfalt hærri en leyfilegt er í íslenskum lögum," segir Hákon Stefánsson, lögmaður og formaður starfshópsins. Hákon bendir á að lántakar hafi enn ekki látið reyna á lögmæti þessara krafna. „Maður veltir fyrir sér hvort þeir sem hafa lent í vandræðum með þessi lán, hvort þeir ættu ekki að íhuga að kanna sinn rétt," segir Hákon.Þannig að lánin gætu verið ólögleg? „Já, samkvæmt íslenskum lögum er óheimilt að veita lán þegar kostnaðurinn fer yfir ákveðna prósentutölu." Þrátt fyrir að félagið sé skráð í Danmörku telur Hákon að mögulegt sé að koma böndum á starfsemina. „Það ætti að vera tiltölulega auðvelt í framkvæmd að innleiða það eða fylgja þeim tillögum sem starfshópurinn mögulega kemur fram með," segir Hákon. „En svo verðum við bara að sjá, því eins og maður segir að þá finnur vatnið sér farveg. Þannig að aðilar sem ætla sér að komast fram hjá ákvæðum laga, eða sniðganga lögin, finna sér oft nýjar leiðir þegar brugðist er við því sem er gert í dag og ekki stenst lög." Smálán Mest lesið Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Erlent Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Innlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Fleiri fréttir Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Sjá meira
Formaður starfshóps sem er að skoða umhverfi smálánafyrirtækja á Íslandi telur smálán hugsanlega vera ólögleg. Þeir sem hafi lent í vanskilum með smálán ættu að íhuga að kanna rétt sinn. Greint var frá því í fréttum Stöðvar 2 í vikunni að 59% þeirra sem hafa sótt um greiðsluaðlögun hjá Umboðsmanni skuldara á árinu hafa gert það vegna skyndilánaskulda. Umboðsmaður skuldara skilgreinir skyndilán sem lán sem tekin eru í gegnum sms, app eða netið en undir það falla peningalán hjá smálánafyrirtækjum auk lána sem veitt eru fyrir vöru eða þjónustu hjá fyrirtækjum líkt og Netgíró og Pei. Um þriðjungur af kröfunum sem heyra undir þessi mál eru vegna smálána, þrátt fyrir að upphæðirnar sem þar eru fengnar að láni séu heldur lágar. Neytendastofa hefur ítrekað sektað smálánafyrirtækin fyrir að fara á svig við lög um neytendalán og héraðsdómur hefur þar að auki dæmt ólöglegt svonefnt flýtigjald sem fyrirtækin lögðu á lánin. Sektirnar voru lagðar á félagið E-content en smálánafyrirtækin eru nú í eigu félagsins Ecommerce 2020 sem er skráð í Danmörku. Í sumar skipaði iðnaðarráðherra starfshóp sem var falið að kortleggja umhverfi fyrirtækjanna og mun hópurinn skila af sér tillögum til úrbóta í desember. Þrátt fyrir að eigandi fyrirtækjanna sé erlent félag telur formaður hópsins íslensk lög enn gilda um lánin.Hákon Stefánsson.„Á sama tíma er kostnaðurinn sem látakinn ber gríðarlega hár og margfalt hærri en leyfilegt er í íslenskum lögum," segir Hákon Stefánsson, lögmaður og formaður starfshópsins. Hákon bendir á að lántakar hafi enn ekki látið reyna á lögmæti þessara krafna. „Maður veltir fyrir sér hvort þeir sem hafa lent í vandræðum með þessi lán, hvort þeir ættu ekki að íhuga að kanna sinn rétt," segir Hákon.Þannig að lánin gætu verið ólögleg? „Já, samkvæmt íslenskum lögum er óheimilt að veita lán þegar kostnaðurinn fer yfir ákveðna prósentutölu." Þrátt fyrir að félagið sé skráð í Danmörku telur Hákon að mögulegt sé að koma böndum á starfsemina. „Það ætti að vera tiltölulega auðvelt í framkvæmd að innleiða það eða fylgja þeim tillögum sem starfshópurinn mögulega kemur fram með," segir Hákon. „En svo verðum við bara að sjá, því eins og maður segir að þá finnur vatnið sér farveg. Þannig að aðilar sem ætla sér að komast fram hjá ákvæðum laga, eða sniðganga lögin, finna sér oft nýjar leiðir þegar brugðist er við því sem er gert í dag og ekki stenst lög."
Smálán Mest lesið Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Erlent Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Innlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Fleiri fréttir Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Sjá meira