Eiríkur Rögnvaldsson hlýtur verðlaun Jónasar Hallgrímssonar Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 16. nóvember 2018 16:30 Eiríkur Rögnvaldsson er prófessor emeritus í íslenskri málfræði. fréttablaðið/valli Verðlaun Jónasar Hallgrímssonar voru í dag afhent Eiríki Rögnvaldssyni, prófessor emeritus í íslenskri málfræði, við athöfn á Höfn í Hornafirði. Verðlaunin eru veitt 16. nóvember ár hvert, á degi íslenskrar tungu, fæðingardegi Jónasar, „þeim einstaklingi sem hefur með sérstökum hætti unnið íslenskri tungu gagn í ræðu eða riti, með skáldskap, fræðistörfum eða kennslu og stuðlað að eflingu hennar, framgangi eða miðlun til nýrrar kynslóðar,“ að því er segir í tilkynningu frá mennta-og menningarmálaráðuneytinu. Þar er jafnframt vísað frá greinargerð ráðgjafanefndar þar sem segir meðal annars um verðlaunahafann:Prófessor emeritus Eiríkur Rögnvaldsson hefur með frumkvæði, elju og ást á íslenskri tungu, verið í framlínu þeirra sem vekja athygli þjóðar og stjórnvalda á þeirri hættu sem steðjar að íslenskri tungu og hinu smáa málsamfélagi okkar. Af atorku hefur hann útskýrt og gert grein fyrir hvílík lífsnauðsyn það er að efla máltækni á íslensku, hvað í því felst og hvaða áhrif það getur haft sé það ekki gert með hraði.Í umræðu um þetta málefni hefur Eiríkur sýnt víðsýni og verið opinn fyrir eðlilegri þróun tungumálsins en jafnframt sýnt fram á það af rökfestu að viðbúið sé, ef svo heldur fram sem horfir, að íslensk tunga sé farin að þróast óeðlilega og eigi á hættu að hverfa í gin enskunnar, og að nú séu síðustu forvöð að spyrna við fótum ef ekki á illa að fara.Eiríkur hefur jafnframt verið óþreytandi að ítreka hve lífsnauðsynlegt það er fyrir tungumálið og vitund okkar sem þjóðar, að viðhalda tungunni, efla og styrkja móðurmálskennslu og vekja fólk til umhugsunar um að tungumálið sé sameiningartákn, sá strengur sem tengir okkur við söguna og lífið í landinu, bæði fyrr og nú, en ekki síður að sá strengur verði að ná til framtíðarinnar líka.Eiríkur Rögnvaldsson kenndi málfræði og málvísindi við Háskóla Íslands frá því snemma á níunda áratugnum og var prófessor frá árinu 1993 og þar til nú í sumar. Hann hefur verið höfundur og meðhöfundur fjölda bóka, rita og fræðilegra greina um mál og máltækni. Þá hefur hann varið stórum hluta rannsóknartíma síns í ýmis verkefni á sviði máltækni og tungutækni; hefur hann verið í verkefnastjórn viðamikilla verkefna á því sviði og skrifað yfirlitsgreinar um íslenska máltækni, bæði á íslensku og á ensku. Þá fékk verkefnið Skáld í skólum sérstaka viðurkenningu í tilefni dagsins. Hornafjörður Íslenska á tækniöld Tengdar fréttir Hætta á „stafrænum tungumáladauða“ íslenskunnar Stafrænn tungumáladauði íslenskunnar er umfjöllunarefni í nýrri grein The Guardian. Prófessor í íslenskri málfræði segir að lausnin sé vitundarvakning um vandamálið og styttri vinnutími. 26. febrúar 2018 21:00 Segir áherslurnar kolrangar í samræmdu íslenskuprófi Eiríkur Rögnvaldsson, prófessor emeritus í íslenskri málfræði, gagnrýnir kynningarpróf fyrir samræmd próf í íslensku fyrir 9. bekk. Hann telur kolrangar áherslur vera í prófinu sem sé ekki í samræmi við námskrá. 8. september 2018 08:00 Yngstu börnin sérstakt áhyggjuefni Sigríður Sigurjónsdóttir, prófessor í íslensku við Háskóla Íslands, segir enskt máláreiti ná til yngri barna en nokkru sinni fyrr. Gríðarlega mikilvægt sé að kanna áhrif snjalltækjanotkunar og enskra áhrifa á íslensku. 2. mars 2018 13:30 Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Fleiri fréttir Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði Sjá meira
Verðlaun Jónasar Hallgrímssonar voru í dag afhent Eiríki Rögnvaldssyni, prófessor emeritus í íslenskri málfræði, við athöfn á Höfn í Hornafirði. Verðlaunin eru veitt 16. nóvember ár hvert, á degi íslenskrar tungu, fæðingardegi Jónasar, „þeim einstaklingi sem hefur með sérstökum hætti unnið íslenskri tungu gagn í ræðu eða riti, með skáldskap, fræðistörfum eða kennslu og stuðlað að eflingu hennar, framgangi eða miðlun til nýrrar kynslóðar,“ að því er segir í tilkynningu frá mennta-og menningarmálaráðuneytinu. Þar er jafnframt vísað frá greinargerð ráðgjafanefndar þar sem segir meðal annars um verðlaunahafann:Prófessor emeritus Eiríkur Rögnvaldsson hefur með frumkvæði, elju og ást á íslenskri tungu, verið í framlínu þeirra sem vekja athygli þjóðar og stjórnvalda á þeirri hættu sem steðjar að íslenskri tungu og hinu smáa málsamfélagi okkar. Af atorku hefur hann útskýrt og gert grein fyrir hvílík lífsnauðsyn það er að efla máltækni á íslensku, hvað í því felst og hvaða áhrif það getur haft sé það ekki gert með hraði.Í umræðu um þetta málefni hefur Eiríkur sýnt víðsýni og verið opinn fyrir eðlilegri þróun tungumálsins en jafnframt sýnt fram á það af rökfestu að viðbúið sé, ef svo heldur fram sem horfir, að íslensk tunga sé farin að þróast óeðlilega og eigi á hættu að hverfa í gin enskunnar, og að nú séu síðustu forvöð að spyrna við fótum ef ekki á illa að fara.Eiríkur hefur jafnframt verið óþreytandi að ítreka hve lífsnauðsynlegt það er fyrir tungumálið og vitund okkar sem þjóðar, að viðhalda tungunni, efla og styrkja móðurmálskennslu og vekja fólk til umhugsunar um að tungumálið sé sameiningartákn, sá strengur sem tengir okkur við söguna og lífið í landinu, bæði fyrr og nú, en ekki síður að sá strengur verði að ná til framtíðarinnar líka.Eiríkur Rögnvaldsson kenndi málfræði og málvísindi við Háskóla Íslands frá því snemma á níunda áratugnum og var prófessor frá árinu 1993 og þar til nú í sumar. Hann hefur verið höfundur og meðhöfundur fjölda bóka, rita og fræðilegra greina um mál og máltækni. Þá hefur hann varið stórum hluta rannsóknartíma síns í ýmis verkefni á sviði máltækni og tungutækni; hefur hann verið í verkefnastjórn viðamikilla verkefna á því sviði og skrifað yfirlitsgreinar um íslenska máltækni, bæði á íslensku og á ensku. Þá fékk verkefnið Skáld í skólum sérstaka viðurkenningu í tilefni dagsins.
Hornafjörður Íslenska á tækniöld Tengdar fréttir Hætta á „stafrænum tungumáladauða“ íslenskunnar Stafrænn tungumáladauði íslenskunnar er umfjöllunarefni í nýrri grein The Guardian. Prófessor í íslenskri málfræði segir að lausnin sé vitundarvakning um vandamálið og styttri vinnutími. 26. febrúar 2018 21:00 Segir áherslurnar kolrangar í samræmdu íslenskuprófi Eiríkur Rögnvaldsson, prófessor emeritus í íslenskri málfræði, gagnrýnir kynningarpróf fyrir samræmd próf í íslensku fyrir 9. bekk. Hann telur kolrangar áherslur vera í prófinu sem sé ekki í samræmi við námskrá. 8. september 2018 08:00 Yngstu börnin sérstakt áhyggjuefni Sigríður Sigurjónsdóttir, prófessor í íslensku við Háskóla Íslands, segir enskt máláreiti ná til yngri barna en nokkru sinni fyrr. Gríðarlega mikilvægt sé að kanna áhrif snjalltækjanotkunar og enskra áhrifa á íslensku. 2. mars 2018 13:30 Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Fleiri fréttir Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði Sjá meira
Hætta á „stafrænum tungumáladauða“ íslenskunnar Stafrænn tungumáladauði íslenskunnar er umfjöllunarefni í nýrri grein The Guardian. Prófessor í íslenskri málfræði segir að lausnin sé vitundarvakning um vandamálið og styttri vinnutími. 26. febrúar 2018 21:00
Segir áherslurnar kolrangar í samræmdu íslenskuprófi Eiríkur Rögnvaldsson, prófessor emeritus í íslenskri málfræði, gagnrýnir kynningarpróf fyrir samræmd próf í íslensku fyrir 9. bekk. Hann telur kolrangar áherslur vera í prófinu sem sé ekki í samræmi við námskrá. 8. september 2018 08:00
Yngstu börnin sérstakt áhyggjuefni Sigríður Sigurjónsdóttir, prófessor í íslensku við Háskóla Íslands, segir enskt máláreiti ná til yngri barna en nokkru sinni fyrr. Gríðarlega mikilvægt sé að kanna áhrif snjalltækjanotkunar og enskra áhrifa á íslensku. 2. mars 2018 13:30