Ráðherra úthlutar 120 milljónum krónum í verkefnastyrki til að efla byggðir landsins Birgir Olgeirsson skrifar 15. nóvember 2018 17:11 Fulltrúar landshlutasamtaka sveitarfélaga við afhendingu styrkja ásamt samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra og fulltrúum í valnefnd. Stjórnarráðið Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra hefur undirritað samninga við landshlutasamtök sveitarfélaga um níu verkefnastyrki sem veittir eru á grundvelli stefnumótandi byggðaáætlunar fyrir árin 2018-2024. Að þessu sinni var 120 milljónum króna úthlutað fyrir árið 2018 til sértækra verkefna á sóknaráætlunarsvæðum. Alls bárust 26 umsóknir um styrki að fjárhæð tæpar 441 m.kr. „Það er okkur mikil ánægja að unnt sé styrkja mörg áhugaverð og fjölbreytt verkefni um land allt á grundvelli nýrrar byggðaáætlunar. Ákveðið var að veita styrki að fengnum umsóknum en þetta er í fyrsta sinn sem framlög úr byggðaáætlun eru sett í samkeppnispott með þessum hætti. Fleiri samkeppnispottar af þessu tagi verða auglýstir jafnt og þétt,“ sagði Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra við undirritun samninganna í dag. Markmiðið með framlögum til sértækra verkefna sóknaráætlanasvæða er að tengja sóknaráætlanir landshluta við byggðaáætlun og færa heimafólki aukna ábyrgð á ráðstöfun fjármuna. Áhersla er lögð á að styrkja svæði þar sem er langvarandi fólksfækkun, atvinnuleysi og einhæft atvinnulíf. Verkefni sem hljóta styrk skulu nýtast einstökum svæðum eða byggðarlögum innan landshlutans, eða landshlutanum í heild. Íbúaþróun, samsetning atvinnulífs og atvinnustig og meðaltekjur var meðal þess sem lagt til grundvallar við mat á umsóknum. Þriggja manna valnefnd fór yfir umsóknir og gerði tillögur til ráðherra. Byggðastofnun annast umsýslu verkefnastyrkjanna.Verkefnin níu sem hljóta styrk árið 2018 eru:Innviðauppbygging vegna gagnavers á Blönduósi Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra fá styrk til að byggja þarf upp innviði vegna fyrirhugaðs gagnavers BDC við Blönduós. Gera þarf götur og lýsingu, leggja rafmagn, vatns- og fráveitulagnir o.fl. Með verkefninu skapast 20-30 störf í fyrsta áfanga. Verkefnið er styrkt um 20.000.000 kr. árið 2018 en fær einnig 25 milljónir á ári næstu þrjú ár á eftir.Vínlandssetur í Dalabyggð Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi hljóta styrk til að byggja upp Vínlandssetur í Dalabyggð. Með því skapast valkostur í ferðaþjónustu sem getur orðið drifkraftur í frekari uppbyggingu á svæðinu. Styrkurinn nýtist til að ljúka lagfæringum á húsnæði, viðbyggingu á veitingaaðstöðu og til að hanna sýningar. Verkefnið er styrkt um 15.000.000 kr.Gestastofa Snæfellsness Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi fær styrk til að efla Gestastofu Snæfellsness. Gestastofan gegnir lykilhlutverki við eflingu ferðaþjónustu á sunnanverðu nesinu. Þar verður miðlað upplýsingum og þekkingu um svæðið til ferðamanna. Styrkurinn nýtist til endurbóta á húsnæði og lagfæringa á umhverfi þess. Verkefnið er styrkt um 15.000.000 kr.Aðgerðaáætlun um sjálfbæra lýðfræðilega þróun miðsvæðisins Samtök sveitarfélaga á Suðurlandi hlýtur styrk til að gera aðgerðaáætlun um sjálfbæra lýðfræðilega þróun miðsvæðis Suðurlands. Á miðsvæðinu er mikil íbúafjölgun vegna fjölgunar erlendra ríkisborgara. Á svæðinu er mikil íbúavelta, lág laun og einhæfni atvinnulífs. Unnin verður rannsókn, móttökuáætlun fyrir útlendinga, markaðsgreining og verkefnisáætlun. Markmiðið er að efla samfélagslega sjálfbærni svæðisins. Verkefnið er styrkt um 13.500.000 kr.Nýsköpunar- og samfélagsmiðstöðvar á Vestfjörðum Fjórðungssamband Vestfirðinga fær styrk til að setja á fót nýsköpunar- og samfélagsmiðstöðvar í þéttbýliskjörnum þar sem slíkt er ekki til staðar. Slíkar miðstöðvar verði vettvangur þjónustu, sköpunar og frumkvöðlastarfs og að þeim standi sveitarfélög, landshlutasamtök, fyrirtæki og einstaklingar. Styrkurinn nýtist til að standa undir rekstri þessara stöðva og til starfs verkefnisstjóra. Verkefnið er styrkt um 15.000.000 kr.Menningarbærinn Seyðisfjörður – stuðningur við faglegt starf Samtök sveitarfélaga á Austurland hljóta styrk til að efla Seyðisfjörð sem menningarbæ. Styrkurinn nýtist til rekstrar og endurbóta á húsnæði og rennur hann til húsnæðis Skaftfells og LungA, 7,5 mkr. hvora stofnun. Verkefnið er styrkt um 15.000.000 kr.Stórskipahöfn í Finnafirði Eyþing fær styrk til að stofna félög um reksturinn í eigu sveitarfélaga og þróunarfélag sem sér um kynningu og markaðssetningu í samstarfi við Bremenport í Þýskalandi. Styrkurinn nýtist til að halda áfram nauðsynlegri undirbúningsvinnu vegna þessa. Verkefnið er styrkt um 18.000.000 kr.Framleiðsla rafmagns með lághitavatni úr borholu Æ3 við Skógarlón í Öxarfirði Eyþing hlýtur styrk til að setja upp varmarafal (ORC) til að framleiða rafmagn með lághita sem þýðir hagkvæmari kæling og betri ending veitukerfa. Vatnið úr borholunni er nú 116°C sem þýðir að kæla þarf það inn á veituna. Styrkurinn nýtist til að velja lausnir, hanna aðstöðu, setja upp varmarafal og kerfi og koma á samstarfi. Verkefnið er styrkt um 3.500.000 kr. á ári í þrjú ár.Sköpunarmiðstöðin á Stöðvarfirði Samtök sveitarfélaga á Austurlandi hlýtur styrk fyrir tilraunaverkefni um byggðaþróun á sviði menningar, menntunar og atvinnusköpunar. Sköpunarmiðstöðin er tilraunaverkefni á sviði menningar, menntunar og atvinnusköpunar. Ráðast þarf í endurbætur á húsnæðinu og nýtist styrkurinn til þessa þáttar. Verkefnið er styrkt um 5.000.000 kr. Í valnefndinni sátu þau Elín Gróa Karlsdóttir, verkefnisstjóri hjá Nýsköpunarmiðstöð Íslands, Magnús Karel Hannesson, fv. starfsmaður Sambands íslenskra sveitarfélaga og Stefanía Traustadóttir, sérfræðingur í samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu, sem var formaður. Með valnefnd störfuðu Jóhanna Sigurjónsdóttir, sérfræðingur í ráðuneytinu og Sigríður K. Þorgrímsdóttir sérfræðingur hjá Byggðastofnun. Skipun valnefndar og mat umsókna voru í samræmi við reglur um úthlutun samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra á framlögum sem veitt eru á grundvelli stefnumótandi byggðaáætlunar fyrir árin 2018-2024. Blönduós Dalabyggð Fjarðabyggð Seyðisfjörður Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Innlent „Ísrael mun missa allan stuðning“ Erlent Fleiri fréttir Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Sjá meira
Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra hefur undirritað samninga við landshlutasamtök sveitarfélaga um níu verkefnastyrki sem veittir eru á grundvelli stefnumótandi byggðaáætlunar fyrir árin 2018-2024. Að þessu sinni var 120 milljónum króna úthlutað fyrir árið 2018 til sértækra verkefna á sóknaráætlunarsvæðum. Alls bárust 26 umsóknir um styrki að fjárhæð tæpar 441 m.kr. „Það er okkur mikil ánægja að unnt sé styrkja mörg áhugaverð og fjölbreytt verkefni um land allt á grundvelli nýrrar byggðaáætlunar. Ákveðið var að veita styrki að fengnum umsóknum en þetta er í fyrsta sinn sem framlög úr byggðaáætlun eru sett í samkeppnispott með þessum hætti. Fleiri samkeppnispottar af þessu tagi verða auglýstir jafnt og þétt,“ sagði Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra við undirritun samninganna í dag. Markmiðið með framlögum til sértækra verkefna sóknaráætlanasvæða er að tengja sóknaráætlanir landshluta við byggðaáætlun og færa heimafólki aukna ábyrgð á ráðstöfun fjármuna. Áhersla er lögð á að styrkja svæði þar sem er langvarandi fólksfækkun, atvinnuleysi og einhæft atvinnulíf. Verkefni sem hljóta styrk skulu nýtast einstökum svæðum eða byggðarlögum innan landshlutans, eða landshlutanum í heild. Íbúaþróun, samsetning atvinnulífs og atvinnustig og meðaltekjur var meðal þess sem lagt til grundvallar við mat á umsóknum. Þriggja manna valnefnd fór yfir umsóknir og gerði tillögur til ráðherra. Byggðastofnun annast umsýslu verkefnastyrkjanna.Verkefnin níu sem hljóta styrk árið 2018 eru:Innviðauppbygging vegna gagnavers á Blönduósi Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra fá styrk til að byggja þarf upp innviði vegna fyrirhugaðs gagnavers BDC við Blönduós. Gera þarf götur og lýsingu, leggja rafmagn, vatns- og fráveitulagnir o.fl. Með verkefninu skapast 20-30 störf í fyrsta áfanga. Verkefnið er styrkt um 20.000.000 kr. árið 2018 en fær einnig 25 milljónir á ári næstu þrjú ár á eftir.Vínlandssetur í Dalabyggð Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi hljóta styrk til að byggja upp Vínlandssetur í Dalabyggð. Með því skapast valkostur í ferðaþjónustu sem getur orðið drifkraftur í frekari uppbyggingu á svæðinu. Styrkurinn nýtist til að ljúka lagfæringum á húsnæði, viðbyggingu á veitingaaðstöðu og til að hanna sýningar. Verkefnið er styrkt um 15.000.000 kr.Gestastofa Snæfellsness Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi fær styrk til að efla Gestastofu Snæfellsness. Gestastofan gegnir lykilhlutverki við eflingu ferðaþjónustu á sunnanverðu nesinu. Þar verður miðlað upplýsingum og þekkingu um svæðið til ferðamanna. Styrkurinn nýtist til endurbóta á húsnæði og lagfæringa á umhverfi þess. Verkefnið er styrkt um 15.000.000 kr.Aðgerðaáætlun um sjálfbæra lýðfræðilega þróun miðsvæðisins Samtök sveitarfélaga á Suðurlandi hlýtur styrk til að gera aðgerðaáætlun um sjálfbæra lýðfræðilega þróun miðsvæðis Suðurlands. Á miðsvæðinu er mikil íbúafjölgun vegna fjölgunar erlendra ríkisborgara. Á svæðinu er mikil íbúavelta, lág laun og einhæfni atvinnulífs. Unnin verður rannsókn, móttökuáætlun fyrir útlendinga, markaðsgreining og verkefnisáætlun. Markmiðið er að efla samfélagslega sjálfbærni svæðisins. Verkefnið er styrkt um 13.500.000 kr.Nýsköpunar- og samfélagsmiðstöðvar á Vestfjörðum Fjórðungssamband Vestfirðinga fær styrk til að setja á fót nýsköpunar- og samfélagsmiðstöðvar í þéttbýliskjörnum þar sem slíkt er ekki til staðar. Slíkar miðstöðvar verði vettvangur þjónustu, sköpunar og frumkvöðlastarfs og að þeim standi sveitarfélög, landshlutasamtök, fyrirtæki og einstaklingar. Styrkurinn nýtist til að standa undir rekstri þessara stöðva og til starfs verkefnisstjóra. Verkefnið er styrkt um 15.000.000 kr.Menningarbærinn Seyðisfjörður – stuðningur við faglegt starf Samtök sveitarfélaga á Austurland hljóta styrk til að efla Seyðisfjörð sem menningarbæ. Styrkurinn nýtist til rekstrar og endurbóta á húsnæði og rennur hann til húsnæðis Skaftfells og LungA, 7,5 mkr. hvora stofnun. Verkefnið er styrkt um 15.000.000 kr.Stórskipahöfn í Finnafirði Eyþing fær styrk til að stofna félög um reksturinn í eigu sveitarfélaga og þróunarfélag sem sér um kynningu og markaðssetningu í samstarfi við Bremenport í Þýskalandi. Styrkurinn nýtist til að halda áfram nauðsynlegri undirbúningsvinnu vegna þessa. Verkefnið er styrkt um 18.000.000 kr.Framleiðsla rafmagns með lághitavatni úr borholu Æ3 við Skógarlón í Öxarfirði Eyþing hlýtur styrk til að setja upp varmarafal (ORC) til að framleiða rafmagn með lághita sem þýðir hagkvæmari kæling og betri ending veitukerfa. Vatnið úr borholunni er nú 116°C sem þýðir að kæla þarf það inn á veituna. Styrkurinn nýtist til að velja lausnir, hanna aðstöðu, setja upp varmarafal og kerfi og koma á samstarfi. Verkefnið er styrkt um 3.500.000 kr. á ári í þrjú ár.Sköpunarmiðstöðin á Stöðvarfirði Samtök sveitarfélaga á Austurlandi hlýtur styrk fyrir tilraunaverkefni um byggðaþróun á sviði menningar, menntunar og atvinnusköpunar. Sköpunarmiðstöðin er tilraunaverkefni á sviði menningar, menntunar og atvinnusköpunar. Ráðast þarf í endurbætur á húsnæðinu og nýtist styrkurinn til þessa þáttar. Verkefnið er styrkt um 5.000.000 kr. Í valnefndinni sátu þau Elín Gróa Karlsdóttir, verkefnisstjóri hjá Nýsköpunarmiðstöð Íslands, Magnús Karel Hannesson, fv. starfsmaður Sambands íslenskra sveitarfélaga og Stefanía Traustadóttir, sérfræðingur í samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu, sem var formaður. Með valnefnd störfuðu Jóhanna Sigurjónsdóttir, sérfræðingur í ráðuneytinu og Sigríður K. Þorgrímsdóttir sérfræðingur hjá Byggðastofnun. Skipun valnefndar og mat umsókna voru í samræmi við reglur um úthlutun samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra á framlögum sem veitt eru á grundvelli stefnumótandi byggðaáætlunar fyrir árin 2018-2024.
Blönduós Dalabyggð Fjarðabyggð Seyðisfjörður Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Innlent „Ísrael mun missa allan stuðning“ Erlent Fleiri fréttir Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Sjá meira
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda