Auglýsa Secret Solstice 2019 í skugga fjárhagserfiðleika Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 14. nóvember 2018 15:39 Secret Solstice-tónlistarhátíð hefur farið fram í Laugardalnum frá sumarinu 2014. Secret Solstice Tónlistarhátíðin Secret Solstice fer fram í Laugardalnum sumarið 2019. Þetta kemur fram í tilkynningu á Facebook-síðu hátíðarinnar. Hún kemur nokkuð á óvart í ljósi fjögurra vikna ummæla stjórnarformanns Solstice Productions, eiganda Secret Solstice, þess efnis að skortur væri á fjármagni í félagið. Hátíðin fer fram 21. til 23. júní næsta sumar en þetta verður fimmta árið í röð sem hún fer fram. Fréttastofa náði ekki í Friðrik Ólafsson, stjórnarformann Solstice Productions, við vinnslu fréttarinnar. Friðrik sagði við DV um miðjan október að lítið fjármagn væri til staðar hjá fyrirtækinu. „Það verður engin hátíð á næsta ári ef fjárfestar setja ekki aukið fjármagn inn í fyrirtækið. Veðrið fór alveg með okkur fjárhagslega á síðustu hátíð.“ Solstice Productions kom sömuleiðis að tónleikum Guns N'Roses síðasta sumar. Starfsfólk við hátíðina segist sumt hvert enn eiga eftir að fá laun greidd fyrir ýmsa vinnu. Friðrik sagði aðspurður hvort starfsfólkið ætti von á að fá greidd laun að nánast ekkert fjármagn væri í fyrirtækinu. Katrín Ólafsson, verkefnastjóri hjá Secret Solstice og systir Friðriks, sagði í bréfi til borgarinnar í haust að eigendur hátíðarinnar hefðu lagt til 250-300 milljónir króna undanfarin fimm ár. Meðal eigenda er fyrrnefndur Friðrik og Joco ehf. félag Jóns Ólafssonar sem lengi var kenndur við Skífuna. Solstice-liðar hafa horft hýru auga til Klambratúns sem þeir telja betur til þess fallið að hýsa tónlistarhátíðina. Eftir tíðindi dagsins er ljóst að ekkert verður af flutningi hátíðarinnar að svo stöddu.Ekki náðist í skipuleggjendur Secret Solstice við vinnslu fréttarinnar. Secret Solstice Tengdar fréttir Borgin fundar með Solstice-liðum sem vilja flytja á Klambratún Fjárfestar eru hættir að setja peninga í Secret Solstice tónlistarhátíðina að svo stöddu. 10. september 2018 11:40 Mest lesið Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Lífið Tískukóngar landsins á bleiku skýi Tíska og hönnun Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Lífið Klæddist 66°Norður í myndbandi Louis Vuitton Tíska og hönnun Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Lífið Opnar sig um dulið fósturlát Lífið „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Lífið Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Lífið Seld sú hugmynd að grannur líkami sé það eina sem er aðlaðandi Lífið Fleiri fréttir Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Landsliðið réðst á Fannar: „Þó að þið gerið ekkert annað en að tapa“ „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Sjö ár frá örlagaríkum kossi á fullu tungli Úr 101 í miðbæ Hafnar: „Búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina“ „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Ekki meira en bara vinir Rikki orðinn tveggja dætra faðir: „Annað eins hár hefur sjaldan sést“ Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Tíu augnkrem fyrir vetrarkuldann Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ „Þetta er þér að kenna“ Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð „Hann er að slátra laxinum“ Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Síðasta púslið væntanlegt í maí Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Banastuð í bókateiti breska sendiráðsins Ísadóra á lista svölustu stelpna Bretlands „Loksins fékk drengurinn okkar nafnið sitt“ Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Hefði getað blindast ef æxlið hefði ekki uppgötvast Labubu-fígúran mætir á hvíta tjaldið Íslenskur læknanemi keppir til úrslita í Bakaraslagnum Sjá meira
Tónlistarhátíðin Secret Solstice fer fram í Laugardalnum sumarið 2019. Þetta kemur fram í tilkynningu á Facebook-síðu hátíðarinnar. Hún kemur nokkuð á óvart í ljósi fjögurra vikna ummæla stjórnarformanns Solstice Productions, eiganda Secret Solstice, þess efnis að skortur væri á fjármagni í félagið. Hátíðin fer fram 21. til 23. júní næsta sumar en þetta verður fimmta árið í röð sem hún fer fram. Fréttastofa náði ekki í Friðrik Ólafsson, stjórnarformann Solstice Productions, við vinnslu fréttarinnar. Friðrik sagði við DV um miðjan október að lítið fjármagn væri til staðar hjá fyrirtækinu. „Það verður engin hátíð á næsta ári ef fjárfestar setja ekki aukið fjármagn inn í fyrirtækið. Veðrið fór alveg með okkur fjárhagslega á síðustu hátíð.“ Solstice Productions kom sömuleiðis að tónleikum Guns N'Roses síðasta sumar. Starfsfólk við hátíðina segist sumt hvert enn eiga eftir að fá laun greidd fyrir ýmsa vinnu. Friðrik sagði aðspurður hvort starfsfólkið ætti von á að fá greidd laun að nánast ekkert fjármagn væri í fyrirtækinu. Katrín Ólafsson, verkefnastjóri hjá Secret Solstice og systir Friðriks, sagði í bréfi til borgarinnar í haust að eigendur hátíðarinnar hefðu lagt til 250-300 milljónir króna undanfarin fimm ár. Meðal eigenda er fyrrnefndur Friðrik og Joco ehf. félag Jóns Ólafssonar sem lengi var kenndur við Skífuna. Solstice-liðar hafa horft hýru auga til Klambratúns sem þeir telja betur til þess fallið að hýsa tónlistarhátíðina. Eftir tíðindi dagsins er ljóst að ekkert verður af flutningi hátíðarinnar að svo stöddu.Ekki náðist í skipuleggjendur Secret Solstice við vinnslu fréttarinnar.
Secret Solstice Tengdar fréttir Borgin fundar með Solstice-liðum sem vilja flytja á Klambratún Fjárfestar eru hættir að setja peninga í Secret Solstice tónlistarhátíðina að svo stöddu. 10. september 2018 11:40 Mest lesið Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Lífið Tískukóngar landsins á bleiku skýi Tíska og hönnun Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Lífið Klæddist 66°Norður í myndbandi Louis Vuitton Tíska og hönnun Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Lífið Opnar sig um dulið fósturlát Lífið „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Lífið Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Lífið Seld sú hugmynd að grannur líkami sé það eina sem er aðlaðandi Lífið Fleiri fréttir Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Landsliðið réðst á Fannar: „Þó að þið gerið ekkert annað en að tapa“ „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Sjö ár frá örlagaríkum kossi á fullu tungli Úr 101 í miðbæ Hafnar: „Búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina“ „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Ekki meira en bara vinir Rikki orðinn tveggja dætra faðir: „Annað eins hár hefur sjaldan sést“ Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Tíu augnkrem fyrir vetrarkuldann Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ „Þetta er þér að kenna“ Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð „Hann er að slátra laxinum“ Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Síðasta púslið væntanlegt í maí Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Banastuð í bókateiti breska sendiráðsins Ísadóra á lista svölustu stelpna Bretlands „Loksins fékk drengurinn okkar nafnið sitt“ Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Hefði getað blindast ef æxlið hefði ekki uppgötvast Labubu-fígúran mætir á hvíta tjaldið Íslenskur læknanemi keppir til úrslita í Bakaraslagnum Sjá meira
Borgin fundar með Solstice-liðum sem vilja flytja á Klambratún Fjárfestar eru hættir að setja peninga í Secret Solstice tónlistarhátíðina að svo stöddu. 10. september 2018 11:40