Tillögur um að verkið fari til góðgerðarmála hagga ekki ákvörðun Jóns Kristín Ólafsdóttir skrifar 14. nóvember 2018 11:09 Banksy vakti athygli gesta á skrifstofu Jóns Gnarr. Fréttablaðið/GVA Jón Gnarr segist ekki ætla að láta Banksy-verkið sem hann fékk að gjöf þegar hann var borgarstjóri Reykjavíkur af hendi rakna til góðgerðarmála þar sem slíkt samræmist ekki vilja listamannsins. Þá hyggst hann ekki taka kauptilboðum sem borist hafa í myndina. Málið hefur vakið mikla athygli síðan fyrst var fjallað um það í Fréttablaðinu. Greint var frá því að Jón hefði tekið umrætt Banksy-verk með sér heim eftir að hann lét af störfum sem borgarstjóri en það hafði hangið uppi á skrifstofu borgarstjóra á meðan Jón gegndi embættinu. Fullyrt var að Banksy hefði samþykkt bón Jóns um að gefa honum verk, að því gefnu að það myndi prýða skrifstofu borgarstjóra. Í gær greindi Jón svo frá því að hann hefði ákveðið í samráði við eiginkonu sína, Jógu Jóhannsdóttur, að farga verkinu við fyrsta tækifæri.Góðgerðarmál, borgin og listasöfn samræmist ekki vilja Banksy Jón áréttar þessa ákvörðun sína í nýrri færslu á Facebook sem hann birti í dag. Hann þakkar fyrir góðar kveðjur sem hann hefur fengið vegna myndarinnar. Þá gerir hann ráð fyrir að myndinni verði fargað seinna í dag eða á morgun þrátt fyrir að upp hafi komið hugmyndir um annað. „Vil ég líka segja að ég sé engan flöt á að gefa hana til uppboðs til góðgerðarmála, því það samræmist ekki vilja listamannsins þeas, að ég skapi leið fyrir fjársterka aðila að eignast verkið,“ segir Jón.Sjá einnig: Sara gefur Jóni Gnarr nýtt verk eftir sig Þá samræmist það líklega heldur ekki vilja Banksy að borgin eða listasöfn fái verkið. „Sumir benda á að ég eigi að láta borgina hafa myndina. Það hefur aldrei verið neinn áhugi frá borginni að eignast myndina. Það samræmist líklega heldur og ekki vilja listamannsins. Það hefur og heldur ekki verið neinn áhugi frá listasöfnum að fá þetta verk hvorki til eignar eða láns eða geymslu eða neitt. Mér hefur heldur aldrei dottið það í hug. Ég veit ekki heldur hvort það samræmist vilja listamannsins.“hmmm? pic.twitter.com/TjNxGnAxhc— Jon Gnarr (@Jon_Gnarr) November 14, 2018 Tekur ekki kauptilboðum Að síðustu segir Jón að í kjölfar „upphlaupsins“ í kringum myndina sé því hreinlegast að farga verkinu. Þá hafi honum jafnframt borist nokkur kauptilboð í myndina en hann hyggst ekki taka neinu þeirra. Því hefur verið haldið fram að Banksy-verkið sé milljóna króna virði, og jafnvel að Jón þyrfti að gefa það upp til skatts. Sjálfur hefur Jón hins vegar vísað því algjörlega á bug að verkið sé svo verðmætt, í raun sé aðeins um að ræða eftirprentun eða plakat sem sé verðlaust og hafi takmarkað gildi fyrir aðra en sig. Banksy og Jón Gnarr Borgarstjórn Tengdar fréttir Borgin hefur engin áform uppi um að kalla eftir Banksy-mynd Jóns Gnarr Umræðan um Banksy-myndina kom illa við skemmtikraftinn. 12. nóvember 2018 12:13 Sara gefur Jóni Gnarr nýtt verk eftir sig Verkið undir miklum áhrifum frá Banksy. 13. nóvember 2018 13:30 Jón Gnarr fargar Banksy-verkinu Gerir það í samráði við eiginkonu sína. 13. nóvember 2018 17:57 Mest lesið Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Fleiri fréttir Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag Sjá meira
Jón Gnarr segist ekki ætla að láta Banksy-verkið sem hann fékk að gjöf þegar hann var borgarstjóri Reykjavíkur af hendi rakna til góðgerðarmála þar sem slíkt samræmist ekki vilja listamannsins. Þá hyggst hann ekki taka kauptilboðum sem borist hafa í myndina. Málið hefur vakið mikla athygli síðan fyrst var fjallað um það í Fréttablaðinu. Greint var frá því að Jón hefði tekið umrætt Banksy-verk með sér heim eftir að hann lét af störfum sem borgarstjóri en það hafði hangið uppi á skrifstofu borgarstjóra á meðan Jón gegndi embættinu. Fullyrt var að Banksy hefði samþykkt bón Jóns um að gefa honum verk, að því gefnu að það myndi prýða skrifstofu borgarstjóra. Í gær greindi Jón svo frá því að hann hefði ákveðið í samráði við eiginkonu sína, Jógu Jóhannsdóttur, að farga verkinu við fyrsta tækifæri.Góðgerðarmál, borgin og listasöfn samræmist ekki vilja Banksy Jón áréttar þessa ákvörðun sína í nýrri færslu á Facebook sem hann birti í dag. Hann þakkar fyrir góðar kveðjur sem hann hefur fengið vegna myndarinnar. Þá gerir hann ráð fyrir að myndinni verði fargað seinna í dag eða á morgun þrátt fyrir að upp hafi komið hugmyndir um annað. „Vil ég líka segja að ég sé engan flöt á að gefa hana til uppboðs til góðgerðarmála, því það samræmist ekki vilja listamannsins þeas, að ég skapi leið fyrir fjársterka aðila að eignast verkið,“ segir Jón.Sjá einnig: Sara gefur Jóni Gnarr nýtt verk eftir sig Þá samræmist það líklega heldur ekki vilja Banksy að borgin eða listasöfn fái verkið. „Sumir benda á að ég eigi að láta borgina hafa myndina. Það hefur aldrei verið neinn áhugi frá borginni að eignast myndina. Það samræmist líklega heldur og ekki vilja listamannsins. Það hefur og heldur ekki verið neinn áhugi frá listasöfnum að fá þetta verk hvorki til eignar eða láns eða geymslu eða neitt. Mér hefur heldur aldrei dottið það í hug. Ég veit ekki heldur hvort það samræmist vilja listamannsins.“hmmm? pic.twitter.com/TjNxGnAxhc— Jon Gnarr (@Jon_Gnarr) November 14, 2018 Tekur ekki kauptilboðum Að síðustu segir Jón að í kjölfar „upphlaupsins“ í kringum myndina sé því hreinlegast að farga verkinu. Þá hafi honum jafnframt borist nokkur kauptilboð í myndina en hann hyggst ekki taka neinu þeirra. Því hefur verið haldið fram að Banksy-verkið sé milljóna króna virði, og jafnvel að Jón þyrfti að gefa það upp til skatts. Sjálfur hefur Jón hins vegar vísað því algjörlega á bug að verkið sé svo verðmætt, í raun sé aðeins um að ræða eftirprentun eða plakat sem sé verðlaust og hafi takmarkað gildi fyrir aðra en sig.
Banksy og Jón Gnarr Borgarstjórn Tengdar fréttir Borgin hefur engin áform uppi um að kalla eftir Banksy-mynd Jóns Gnarr Umræðan um Banksy-myndina kom illa við skemmtikraftinn. 12. nóvember 2018 12:13 Sara gefur Jóni Gnarr nýtt verk eftir sig Verkið undir miklum áhrifum frá Banksy. 13. nóvember 2018 13:30 Jón Gnarr fargar Banksy-verkinu Gerir það í samráði við eiginkonu sína. 13. nóvember 2018 17:57 Mest lesið Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Fleiri fréttir Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag Sjá meira
Borgin hefur engin áform uppi um að kalla eftir Banksy-mynd Jóns Gnarr Umræðan um Banksy-myndina kom illa við skemmtikraftinn. 12. nóvember 2018 12:13
Sara gefur Jóni Gnarr nýtt verk eftir sig Verkið undir miklum áhrifum frá Banksy. 13. nóvember 2018 13:30