Bitcoin-málið: Einn kveðst vera með fjarvistarsönnun og annar mætti ekki í skýrslutöku Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 13. nóvember 2018 14:30 Sindri Þór Stefánsson er einn hinna ákærðu í málinu. Myndin er tekin í maí síðastliðnum þegar hann var leiddur til dómara eftir að hafa strokið úr gæsluvarðhaldi sem hann sat í vegna meintra brota. fréttablaðið/ernir Einn þeirra sjö sem ákærðir eru í Bitcoin-málinu svokallaða kveðst vera með fjarvistarsönnun frá unnustu sinni og annar, sem býr á Spáni, mætti ekki í skýrslutöku hjá lögreglu. Þetta kemur fram í greinargerðum sem lagðar voru fram í Héraðsdómi Reykjaness vegna frávísunarkröfu mannanna og þriggja annarra sakborninga í málinu en málflutningur um kröfuna fór fram síðastliðinn föstudag. Vísir hefur greinargerðir fimmmenninganna undir höndum en í þeim eru raktar ástæður ákærðu fyrir því að krefjast frávísunar.Brot sem varða allt að sex ára fangelsi Fjórir þeirra byggja meðal annars á því að verjendur hafi ekki fengið fullan aðgang að gögnum málsins og þá segir í greinargerð þeira Matthíasar Jóns Karlssonar og Sindra Þórs Stefánssonar, sem sátu lengst ákærðu í gæsluvarðhaldi, að raunverulegt markmið varðhaldsins hafi verið að brjóta þá niður svo þeir myndu láta af rétti sínum til þess að neita að tjá sig. Í málflutningi á föstudag kvaðst Alda Hrönn Jónsdóttir, aðstoðarsaksóknari hjá lögreglunni á Suðurnesjum, ekki ætla að fara mörgum orðum um gæsluvarðhaldið. Í frétt RÚV segir að hún hafi sagt fráleitt að fara fram á frávísun á grundvelli atriða sem staðfestir hefðu verið með dómum. Bitcoin-málið hefur verið kallað einn stærsti þjófnaður Íslandssögunnar en þeir Matthías Jón og Sindri Þór eru meðal annars ákærðir fyrir stórfelldan þjófnað úr gagnaverum í Reykjanesbæ og Borgarnesi ásamt Pétri Stanislav Karlssyni. Meint brot þeirra voru framin í desember og janúar síðastliðnum og geta varðað allt að sex ára fangelsi samkvæmt hegningarlögum.Málið er rekið fyrir Héraðsdómi Reykjaness.Fréttablaðið/gvaMan ekki eftir fimm símtölum í unnustuna á hálfum sólarhring Í greinargerð Péturs er aðalkrafa frávísun en til vara fer hann fram á sýknu. Í greinargerðinni eru meginatriði úr fimm skýrslutökum lögreglu af Pétri rakin en í þeirri fyrstu var hann spurður hvar hann hefði verið þær nætur sem meint brot hans voru framin. Sagðist Pétur ekki kannast við sakarefnið, hann kvaðst aðspurður ekki eiga Bitcoin-veski og vissi ekki hvar hann hefði verið á umræddum dagsetningum. Í þriðju skýrslutökunni var Pétur spurður út í símagögn lögreglu vegna farsímanúmers hans. Segir í greinargerð að samkvæmt gögnunum hafi síminn verið staðsettur á Akureyri hinn 6. og 7. desember í fyrra, en í ákæru segir að Sindri Þór, Matthías Jón og Pétur hafi í sameiningu undirbúið, lagt á ráðin, skipulagt og framkvæmt innbrot og þjófnað í gagnaver á Ásbrú aðfaranótt 6. desember. Í skýrslutökunni neitaði Pétur að svara því hvort hann hefði farið norður og þá kvaðst hann ekki muna eftir fimm símtölum í unnustu sína á rúmlega tólf klukkutímum, eða frá klukkan 21:26 þann 6. desember til klukkan 12:24 þann 7. desember 2017.Byggingin í Borgarnesi þar sem brotist var inn um nótt til að stela tölvum úr gagnaveri.Fréttablaðið/ErnirVísað í fjarvistarsönnun og skórannsókn lögreglu Í greinargerðinni er því haldið fram að ósannað sé að Pétur hafi framkvæmt innbrot og þjófnað að Ásbrú, eins og lýst er í ákærulið I, eða gert tilraun til slíks eins og lýst er í ákærulið II. Er vísað í fjarvistarsönnun frá unnustu Péturs sem sagði lögreglu frá því í febrúar síðastliðnum að hann hefði örugglega verið heima 6. og 15. desember og að hann hefði verið að vinna 27. desember. Þá hefði hann líka örugglega verið heima hjá sér þann 16. janúar því þá hefði hann ekki verið að taka neinar næturvaktir. Vanalega væri hann heima á nóttunni. Þá er í greinargerðinni jafnframt vísað í skórannsókn á skóm Péturs sem teknir voru við húsleit heima hjá honum. Tók lögregla skóna vegna þess að skófar sem fannst á vettvangi innbrotsins í gagnaverið að Ásbrú aðfaranótt 6. desember. Kemur fram í greinargerðinni að niðurstaða tæknideildar lögreglu sé að skóförin sem fundust á vettvangi séu ekki eftir skó Péturs.Hafþór Logi (til vinstri) ásamt Sindra (til hægri) og Viktori Inga Sigurðssyni í Amsterdam, en Hafþór setti þessa mynd á samfélagsmiðilinn á meðan lögregla leitaði Sindra sem hafði strokið frá fangelsinu að Sogni.Instagram @haffilogiVildi samkomulag við lögreglu um að ekki yrði krafist farbanns yfir honum Í greinargerð Hafþórs Loga Hlynssonar er farið fram á frávísun annars vegar á grundvelli þess að háttsemislýsing í ákæru væri svo opin og óskilgreind að það varði frávísun. Hins vegar fór Hafþór Logi fram á frávísun á grundvelli þess að engin skýrsla var tekin af honum við rannsókn málsins hjá lögreglu eða áður en ákæra var gefin út. Segir í greinargerð að Hafþór Logi sé búsettur á Spáni með fjölskyldu sinni. Lögreglan hafi ekki haft samband við hann fyrr en hálfum mánuði áður en ákæra var gefin út og boðað hann til skýrslutöku þann 28. júní síðastliðinn. Ákæra var gefin út 5. júlí. Samkvæmt greinargerðinni átti Hafþór Logi þess ekki kost að koma til Íslands til skýrslutöku með svo stuttum fyrirvara. Hann óskaði því eftir því að fundinn yrði annar tími fyrir skýrslutökuna auk þess sem hann óskaði eftir samkomulagi við lögreglu um að ekki yrði krafist farbanns yfir honum. Óskaði hann eftir samkomulaginu á grundvelli þess að farbann myndi hafa í för með sér „verulegt tjón gagnvart vinnu hans og fjölskyldu á Spáni.“ Lögreglan féllst ekki á skilyrði Hafþórs Loga og sagði Alda Hrönn varðandi tjónið sem hann fyrir vegna vinnu sinnar að hann hefði verið á bótagreiðslum frá Tryggingastofnun síðan í janúar 2017. Umfangsmikill þjófnaður úr gagnaverum Tengdar fréttir Tekjulaus en með milljón undir rúminu og hálfa í rassvasanum Hafþór Logi Hlynsson neitar sök í máli héraðssaksóknara á hendur sér fyrir peningaþvætti. 1. nóvember 2018 09:15 Málflutningur í Bitcoin-málinu Ekki verður tekin afstaða til frávísunarkröfu verjenda fyrr en eftir að málið hefur verið flutt efnislega og lagt í dóm. 19. október 2018 06:00 Sindri Þór reiddi fram 2,5 milljónir króna fyrir að losna úr farbanni Fór til Spánar til að sinna fjölskyldunni. 11. október 2018 14:14 Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Fleiri fréttir Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins Sjá meira
Einn þeirra sjö sem ákærðir eru í Bitcoin-málinu svokallaða kveðst vera með fjarvistarsönnun frá unnustu sinni og annar, sem býr á Spáni, mætti ekki í skýrslutöku hjá lögreglu. Þetta kemur fram í greinargerðum sem lagðar voru fram í Héraðsdómi Reykjaness vegna frávísunarkröfu mannanna og þriggja annarra sakborninga í málinu en málflutningur um kröfuna fór fram síðastliðinn föstudag. Vísir hefur greinargerðir fimmmenninganna undir höndum en í þeim eru raktar ástæður ákærðu fyrir því að krefjast frávísunar.Brot sem varða allt að sex ára fangelsi Fjórir þeirra byggja meðal annars á því að verjendur hafi ekki fengið fullan aðgang að gögnum málsins og þá segir í greinargerð þeira Matthíasar Jóns Karlssonar og Sindra Þórs Stefánssonar, sem sátu lengst ákærðu í gæsluvarðhaldi, að raunverulegt markmið varðhaldsins hafi verið að brjóta þá niður svo þeir myndu láta af rétti sínum til þess að neita að tjá sig. Í málflutningi á föstudag kvaðst Alda Hrönn Jónsdóttir, aðstoðarsaksóknari hjá lögreglunni á Suðurnesjum, ekki ætla að fara mörgum orðum um gæsluvarðhaldið. Í frétt RÚV segir að hún hafi sagt fráleitt að fara fram á frávísun á grundvelli atriða sem staðfestir hefðu verið með dómum. Bitcoin-málið hefur verið kallað einn stærsti þjófnaður Íslandssögunnar en þeir Matthías Jón og Sindri Þór eru meðal annars ákærðir fyrir stórfelldan þjófnað úr gagnaverum í Reykjanesbæ og Borgarnesi ásamt Pétri Stanislav Karlssyni. Meint brot þeirra voru framin í desember og janúar síðastliðnum og geta varðað allt að sex ára fangelsi samkvæmt hegningarlögum.Málið er rekið fyrir Héraðsdómi Reykjaness.Fréttablaðið/gvaMan ekki eftir fimm símtölum í unnustuna á hálfum sólarhring Í greinargerð Péturs er aðalkrafa frávísun en til vara fer hann fram á sýknu. Í greinargerðinni eru meginatriði úr fimm skýrslutökum lögreglu af Pétri rakin en í þeirri fyrstu var hann spurður hvar hann hefði verið þær nætur sem meint brot hans voru framin. Sagðist Pétur ekki kannast við sakarefnið, hann kvaðst aðspurður ekki eiga Bitcoin-veski og vissi ekki hvar hann hefði verið á umræddum dagsetningum. Í þriðju skýrslutökunni var Pétur spurður út í símagögn lögreglu vegna farsímanúmers hans. Segir í greinargerð að samkvæmt gögnunum hafi síminn verið staðsettur á Akureyri hinn 6. og 7. desember í fyrra, en í ákæru segir að Sindri Þór, Matthías Jón og Pétur hafi í sameiningu undirbúið, lagt á ráðin, skipulagt og framkvæmt innbrot og þjófnað í gagnaver á Ásbrú aðfaranótt 6. desember. Í skýrslutökunni neitaði Pétur að svara því hvort hann hefði farið norður og þá kvaðst hann ekki muna eftir fimm símtölum í unnustu sína á rúmlega tólf klukkutímum, eða frá klukkan 21:26 þann 6. desember til klukkan 12:24 þann 7. desember 2017.Byggingin í Borgarnesi þar sem brotist var inn um nótt til að stela tölvum úr gagnaveri.Fréttablaðið/ErnirVísað í fjarvistarsönnun og skórannsókn lögreglu Í greinargerðinni er því haldið fram að ósannað sé að Pétur hafi framkvæmt innbrot og þjófnað að Ásbrú, eins og lýst er í ákærulið I, eða gert tilraun til slíks eins og lýst er í ákærulið II. Er vísað í fjarvistarsönnun frá unnustu Péturs sem sagði lögreglu frá því í febrúar síðastliðnum að hann hefði örugglega verið heima 6. og 15. desember og að hann hefði verið að vinna 27. desember. Þá hefði hann líka örugglega verið heima hjá sér þann 16. janúar því þá hefði hann ekki verið að taka neinar næturvaktir. Vanalega væri hann heima á nóttunni. Þá er í greinargerðinni jafnframt vísað í skórannsókn á skóm Péturs sem teknir voru við húsleit heima hjá honum. Tók lögregla skóna vegna þess að skófar sem fannst á vettvangi innbrotsins í gagnaverið að Ásbrú aðfaranótt 6. desember. Kemur fram í greinargerðinni að niðurstaða tæknideildar lögreglu sé að skóförin sem fundust á vettvangi séu ekki eftir skó Péturs.Hafþór Logi (til vinstri) ásamt Sindra (til hægri) og Viktori Inga Sigurðssyni í Amsterdam, en Hafþór setti þessa mynd á samfélagsmiðilinn á meðan lögregla leitaði Sindra sem hafði strokið frá fangelsinu að Sogni.Instagram @haffilogiVildi samkomulag við lögreglu um að ekki yrði krafist farbanns yfir honum Í greinargerð Hafþórs Loga Hlynssonar er farið fram á frávísun annars vegar á grundvelli þess að háttsemislýsing í ákæru væri svo opin og óskilgreind að það varði frávísun. Hins vegar fór Hafþór Logi fram á frávísun á grundvelli þess að engin skýrsla var tekin af honum við rannsókn málsins hjá lögreglu eða áður en ákæra var gefin út. Segir í greinargerð að Hafþór Logi sé búsettur á Spáni með fjölskyldu sinni. Lögreglan hafi ekki haft samband við hann fyrr en hálfum mánuði áður en ákæra var gefin út og boðað hann til skýrslutöku þann 28. júní síðastliðinn. Ákæra var gefin út 5. júlí. Samkvæmt greinargerðinni átti Hafþór Logi þess ekki kost að koma til Íslands til skýrslutöku með svo stuttum fyrirvara. Hann óskaði því eftir því að fundinn yrði annar tími fyrir skýrslutökuna auk þess sem hann óskaði eftir samkomulagi við lögreglu um að ekki yrði krafist farbanns yfir honum. Óskaði hann eftir samkomulaginu á grundvelli þess að farbann myndi hafa í för með sér „verulegt tjón gagnvart vinnu hans og fjölskyldu á Spáni.“ Lögreglan féllst ekki á skilyrði Hafþórs Loga og sagði Alda Hrönn varðandi tjónið sem hann fyrir vegna vinnu sinnar að hann hefði verið á bótagreiðslum frá Tryggingastofnun síðan í janúar 2017.
Umfangsmikill þjófnaður úr gagnaverum Tengdar fréttir Tekjulaus en með milljón undir rúminu og hálfa í rassvasanum Hafþór Logi Hlynsson neitar sök í máli héraðssaksóknara á hendur sér fyrir peningaþvætti. 1. nóvember 2018 09:15 Málflutningur í Bitcoin-málinu Ekki verður tekin afstaða til frávísunarkröfu verjenda fyrr en eftir að málið hefur verið flutt efnislega og lagt í dóm. 19. október 2018 06:00 Sindri Þór reiddi fram 2,5 milljónir króna fyrir að losna úr farbanni Fór til Spánar til að sinna fjölskyldunni. 11. október 2018 14:14 Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Fleiri fréttir Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins Sjá meira
Tekjulaus en með milljón undir rúminu og hálfa í rassvasanum Hafþór Logi Hlynsson neitar sök í máli héraðssaksóknara á hendur sér fyrir peningaþvætti. 1. nóvember 2018 09:15
Málflutningur í Bitcoin-málinu Ekki verður tekin afstaða til frávísunarkröfu verjenda fyrr en eftir að málið hefur verið flutt efnislega og lagt í dóm. 19. október 2018 06:00
Sindri Þór reiddi fram 2,5 milljónir króna fyrir að losna úr farbanni Fór til Spánar til að sinna fjölskyldunni. 11. október 2018 14:14