Innlent

Líkfundur í Himalajafjöllum ekki kominn í formlegt ferli

Kjartan Hreinn Njálsson skrifar
Forsíða Morgunblaðsins, 26. október 1988
Forsíða Morgunblaðsins, 26. október 1988
Samkvæmt upplýsingum frá bæði alþjóðadeild Ríkislögreglustjóra og Sveini H. Guðmarssyni, upplýsingafulltrúa utanríkisráðuneytisins, hefur íslenska ríkinu ekki borist formlegt erindi varðandi tvö lík sem fundust í Himalajafjöllum.

Líkin eru talin vera af þeim Þorsteini Guðjónssyni og Kristni Rúnarssyni sem hurfu sporlaust árið 1988 við klifur á fjallinu Pumo Ri. Greint var frá því á vef Fréttablaðsins um helgina að nú 30 árum síðar hefði bandarískur fjallgöngumaður sagst hafa fundið lík mannanna á fjallinu.

Í svari alþjóðadeildar Ríkislögreglustjóra við fyrirspurn Fréttablaðsins um hver næstu skref yrðu og hvort áformað væri að flytja lík mannanna heim kemur fram að embættinu hafi ekki borist formlegt erindi en að fyrirspurn verði send til „erlendra samstarfsaðila til að fá frekari upplýsingar


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×