Segðu af þér Haukur Örn Birgisson skrifar 13. nóvember 2018 07:00 Nánast á hverjum degi les ég fréttir þar sem einhver er að krefjast þess að einhver annar segi af sér. Oftast eru þetta stjórnmálamenn sem svona láta. Í langflestum tilvikum er krafan glórulaus þar sem tilefnið er svo lítið eða fjarlægð stjórnmálamannsins við hinn voveiflega atburð svo mikil, að útilokað er að við hann sé að sakast. Stundum er tilefnið ærið þótt engin verði samt afsögnin. Hér á landi hefur ekki skapast mikil hefð fyrir afsögnum. Það áhugaverðasta við þetta allt saman er hneykslunin í þeim sem krefjast afsagnarinnar en fá hana ekki. Þeir eiga ekki til orð yfir því að viðkomandi ætli sér að sitja áfram og benda gjarnan á að einhver ráðherra í öðru landi hafi sagt af sér af miklu minna tilefni. Í útlöndum virðast ráðherra segja af sér við minnsta tilefni. Mér fannst til dæmis furðulegt þegar norskur sjávarútvegsráðherra sagði af sér út af því að hann tók vinnusímann með sér til útlanda. Kúltúrinn er greinilega annar hjá útlenskum stjórnvöldum og kannski er það fyrir bestu því við erum svo fámenn – það er ekki til nóg af fólki til að taka við af öllum þeim sem þurfa að hætta. Það breytir því samt ekki að umræðu um afsögn verður að taka á vitrænum nótum en ekki í þeim tilgangi að ná höggi á pólitíska andstæðinga. Það er svo barnalegt. Umræðan þarf að byggjast á prinsippum í stað tækifærismennsku. Auk þess er það svo, að búmerangið kemur til baka. Þeir sem voru að rifna úr hneykslun yfir því að pólitískur andstæðingur sagði ekki af sér í fyrra, sjá enga ástæðu til að samflokksmaður þeirra (eða þeir sjálfir) segi af sér síðar. Svona snýst þetta, hring eftir hring. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Haukur Örn Birgisson Mest lesið Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun Af hverju endurhæfing fyrir krabbameinsgreinda? Erna Magnúsdóttir Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson Skoðun Ógnir við öryggi kvenna í sundi, fangelsi og íþróttum Auður Magndís Auðardóttir Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir Skoðun
Nánast á hverjum degi les ég fréttir þar sem einhver er að krefjast þess að einhver annar segi af sér. Oftast eru þetta stjórnmálamenn sem svona láta. Í langflestum tilvikum er krafan glórulaus þar sem tilefnið er svo lítið eða fjarlægð stjórnmálamannsins við hinn voveiflega atburð svo mikil, að útilokað er að við hann sé að sakast. Stundum er tilefnið ærið þótt engin verði samt afsögnin. Hér á landi hefur ekki skapast mikil hefð fyrir afsögnum. Það áhugaverðasta við þetta allt saman er hneykslunin í þeim sem krefjast afsagnarinnar en fá hana ekki. Þeir eiga ekki til orð yfir því að viðkomandi ætli sér að sitja áfram og benda gjarnan á að einhver ráðherra í öðru landi hafi sagt af sér af miklu minna tilefni. Í útlöndum virðast ráðherra segja af sér við minnsta tilefni. Mér fannst til dæmis furðulegt þegar norskur sjávarútvegsráðherra sagði af sér út af því að hann tók vinnusímann með sér til útlanda. Kúltúrinn er greinilega annar hjá útlenskum stjórnvöldum og kannski er það fyrir bestu því við erum svo fámenn – það er ekki til nóg af fólki til að taka við af öllum þeim sem þurfa að hætta. Það breytir því samt ekki að umræðu um afsögn verður að taka á vitrænum nótum en ekki í þeim tilgangi að ná höggi á pólitíska andstæðinga. Það er svo barnalegt. Umræðan þarf að byggjast á prinsippum í stað tækifærismennsku. Auk þess er það svo, að búmerangið kemur til baka. Þeir sem voru að rifna úr hneykslun yfir því að pólitískur andstæðingur sagði ekki af sér í fyrra, sjá enga ástæðu til að samflokksmaður þeirra (eða þeir sjálfir) segi af sér síðar. Svona snýst þetta, hring eftir hring.
Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun
Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun