Pólsk menningarhátíð í Reykjanesbæ Jóhann K. Jóhannsson skrifar 10. nóvember 2018 19:00 Reykjanesbær hélt í dag menningarhátíð þar sem gestir gátu smakkað á pólskum þjóðréttum og kynnt sér pólska menningu og siði. Tilefnið er hundrað ára afmæli sjálfstæðis þjóðarinnar og segir skipuleggjandi hátíðarinnar áríðandi að fólk af erlendum uppruna fái tækifæri til þess að kynna uppruna sinn með þessum hætti. Blásið var til hátíðarinnar í Ráðhúsi Reykjanesbæjar í dag og var húsið skreytt hátt og lágt með pólskum einkennum. Bæjarfélagið stóð að hátíðinni í samstarfi við starfshóp íbúa af pólskum uppruna.Hilma Hólmfríður Sigurðardóttir, verkefnastjóri fjölmenningar hjá Reykjanesbæ.Vísir/Stöð 2„Við fórum að hugsa um leiðir til þess að auka þátttöku íbúa af erlendum uppruna í samfélaginu almennt og í viðburðum sem Reykjanesbær stendur frammi fyrir og þá kom upp þessi hugmynd að vera með svona hátíð sem væri eignarhald þessa stóra hóps sem býr hérna í Reykjanesbæ,“ segir Hilma Hólmfríður Sigurðardóttir, verkefnastjóri fjölmenningar hjá Reykjanesbæ. Hilma segir að næstum fjórðungur íbúa í Rekjanesbæ sé með erlent ríkisfang og næstum sextíu prósent af þeim hafi pólskt ríkisfang. Hún segir mikilvæg að samfélagið sem þannig búið að allir íbúar geti tekið þátt. Þetta er í fyrsta sinn sem Reykjanesbær stendur fyrir hátíð sem þessari. „Við viljum hugsa þetta þannig að við séum eitt samfélag. Við viljum að erlendir ríkisborgarar geti tekið þátt í okkar samfélagi en þeir hafa sína menningu og við viljum líka kynnast henni og það gerir samfélagið bara svo miklu betra og ríkara að hér sé allskonar fólk, segir Hilma. Ungmenni af pólskum uppruna voru áberandi í dagskrá hátíðarinnar í dag sem var vel sótt. Skipuleggjendur voru ánægð með að fá tækifæri til þess að kynna sögu Póllands sem á svo margan hátt sem samofin íslensku samfélagi. Innflytjendamál Pólland Reykjanesbær Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Erlent Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Erlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent Fleiri fréttir Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið Sjá meira
Reykjanesbær hélt í dag menningarhátíð þar sem gestir gátu smakkað á pólskum þjóðréttum og kynnt sér pólska menningu og siði. Tilefnið er hundrað ára afmæli sjálfstæðis þjóðarinnar og segir skipuleggjandi hátíðarinnar áríðandi að fólk af erlendum uppruna fái tækifæri til þess að kynna uppruna sinn með þessum hætti. Blásið var til hátíðarinnar í Ráðhúsi Reykjanesbæjar í dag og var húsið skreytt hátt og lágt með pólskum einkennum. Bæjarfélagið stóð að hátíðinni í samstarfi við starfshóp íbúa af pólskum uppruna.Hilma Hólmfríður Sigurðardóttir, verkefnastjóri fjölmenningar hjá Reykjanesbæ.Vísir/Stöð 2„Við fórum að hugsa um leiðir til þess að auka þátttöku íbúa af erlendum uppruna í samfélaginu almennt og í viðburðum sem Reykjanesbær stendur frammi fyrir og þá kom upp þessi hugmynd að vera með svona hátíð sem væri eignarhald þessa stóra hóps sem býr hérna í Reykjanesbæ,“ segir Hilma Hólmfríður Sigurðardóttir, verkefnastjóri fjölmenningar hjá Reykjanesbæ. Hilma segir að næstum fjórðungur íbúa í Rekjanesbæ sé með erlent ríkisfang og næstum sextíu prósent af þeim hafi pólskt ríkisfang. Hún segir mikilvæg að samfélagið sem þannig búið að allir íbúar geti tekið þátt. Þetta er í fyrsta sinn sem Reykjanesbær stendur fyrir hátíð sem þessari. „Við viljum hugsa þetta þannig að við séum eitt samfélag. Við viljum að erlendir ríkisborgarar geti tekið þátt í okkar samfélagi en þeir hafa sína menningu og við viljum líka kynnast henni og það gerir samfélagið bara svo miklu betra og ríkara að hér sé allskonar fólk, segir Hilma. Ungmenni af pólskum uppruna voru áberandi í dagskrá hátíðarinnar í dag sem var vel sótt. Skipuleggjendur voru ánægð með að fá tækifæri til þess að kynna sögu Póllands sem á svo margan hátt sem samofin íslensku samfélagi.
Innflytjendamál Pólland Reykjanesbær Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Erlent Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Erlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent Fleiri fréttir Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið Sjá meira