

CJ og Francisco eru komin til Íslands frá London til þess að berja fjölmarga listamenn augum á tónlistarhátíðinni Iceland Airwaves. Hún kemur frá Sydeny í Ástralíu en kærastinn hennar, Francisco, er frá Portúgal en þau búa saman í London.
Brody og Lindsay voru nýbúin að ná í armböndin sín fyrir Airwaves tónlistarhátíðina. Þau eru frá Seattle í Washingtonríki í Bandaríkjunum. Þetta er fjórða heimsókn þeirra til Íslands en fyrsta skiptið sem þau fara á hátíðina.
Ég var á naríunum á fyrstu tónleikunum. Þeir voru á Stúdentakjallaranum en ég heima í stofu að horfa á beina útsendingu Rúv núll.
Ilonka og Lisette frá Hollandi voru að hlýja sér yfir kaffibolla áður en að þær héldu út í rigninguna til þess að sjá næstu hljómsveit.
Clemens Schwegler frá Sviss var að klára vaktina sína sem sjálfboðaliði í Ráðhúsi Reykjavíkur þegar að blaðamaður hitti á hann. Hann er skiptinemi í Háskóla Íslands og er að læra landfræði.