Æðisleg jólaterta með rjómaostakremi Elín Albertsdóttir skrifar 10. desember 2018 12:00 Kakan er ekki bara fallega skreytt heldur er hún líka afar bragðgóð. Myndir/Agnes Skúladóttir Unnur Anna Árnadóttir hefur mikla ástríðu fyrir bakstri og er dugleg að prófa sig áfram með nýjungar. Hún útbjó sérstaka jólatertu fyrir lesendur sem er bæði falleg og bragðgóð. Hægt er að skreyta tertuna að vild. Unnur Anna segir að henni finnist alltaf jafngaman að baka. Hún hefur bakað frá því hún var smástelpa. „Mér finnst sérstaklega skemmtilegt að skreyta kökur. Ég skoða gjarnan Pinterest til að sjá hvað aðrir eru að gera og fæ hugmyndir að skreytingum sem ég síðan útfæri eftir eigin stíl,“ segir hún. „Þegar ég er búin að ákveða útlitið finn ég réttu uppskriftina. Ég er alltaf að prófa mig áfram með alls kyns uppskriftir. Í þessa köku nota ég hins vegar rjómaostakrem sem ég hef gert frá því ég var lítil og er alltaf í miklu uppáhaldi. Þegar ég bauð upp á þessa tertu um daginn vakti hún þvílíka lukku,“ segir Unnur sem bakar eitthvað gott í hverri viku. Unnur Anna lætur sig dreyma um að eignast lítið og krúttlegt bakarí með fallegum kökum. Unnur Anna starfar hjá Leikfélagi Akureyrar og tekur um þessar mundir þátt í sýningunni Kabarett þar sem hún dansar. Sýningin hefur fengið mjög góða dóma en Unnur gleður stundum samstarfsfólk sitt með góðri köku. „Það er búið að vera mjög mikið að gera í leikhúsinu svo ég hef ekki haft tíma til að skreyta fyrir jólin en vonandi verður það fljótlega. Ég er mikið jólabarn og byrja alltaf snemma að skreyta,“ segir hún en Unnur Anna á eina dóttur, Agnesi sem er rúmlega ársgömul. Unnur bjó í Atlanta í Bandaríkjunum þar sem hún kynntist manni sínum, Charles Guanci. Hún bíður þess núna að fá græna kortið til að flytja út aftur. „Þetta er flókið kerfi og það getur tekið langan tíma að fá græna kortið. Maðurinn minn elskar Ísland og hann hlakkar til að eyða jólunum hér á landi. Fjölskylda mín leggur mikið upp úr jólahefðum og samverustundum. Við bökum mikið og höldum í hefðirnar í matargerð. Við borðum alltaf léttreyktan lambahrygg á aðfangadag en á undan erum við með tvo forrétti. Fyrst er jólagrautur sem kemur frá ömmu minni og síðan er ómissandi sveppasúpa sem mamma gerir. Hún er einstaklega góð og besta súpa sem ég fæ. Síðan erum við með ís í eftirrétt sem kemur frá langömmu minni en hann er bara gerður á jólunum. Síðan er auðvitað hangikjöt á jóladag. Ég á stóra fjölskyldu sem hittist alltaf á jólum,“ segir hún. Unnur segist ekki vera jafnhrifin af matargerð og bakstri. „Mig hefur aldrei langað til að vera kokkur en það blundar alltaf í mér að vera kökuskreytingameistari. Ég væri mjög til í að reka lítið og krúttlegt bakarí,“ segir hún og hér kemur jólatertan hennar Unnar. Jólaleg og falleg. Jólakaka með rjómaostakremi „Ég blandaði tveimur uppskriftum saman og þetta kom svaka vel út.“ 1½ bolli sjóðandi vatn 1 msk. matarsódi 1 bolli púðursykur 250 g smjör 3¾ bollar hveiti 1 msk. lyftiduft 1 msk. engiferduft 3 tsk. kanill 1 tsk. negull 1 tsk. múskat ½ tsk. kardimommur ½ tsk. salt 1 bolli síróp 3 egg 1. Stillið ofninn á 180 gráður. 2. Matarsódi leystur upp í sjóðandi vatninu. 3. Smjör og sykur þeytt saman í hrærivél þar til blandan er ljós og létt. 4. Hveiti, lyftiduft, engiferduft, kanill, negull, múskat og kardimommu blandað saman í aðra skál. 5. Matarsódablöndunni, þurrefnablöndunni og sírópinu bætt út í smjörið og sykurinn og blandað vel saman. 6. Að lokum er einu eggi bætt út í í einu, hrært aðeins á milli. 7. Skiptið jafnt í þrjú 20 cm hringlaga form og bakið hvert í um 25 mínútur. 8. Leyfið kökunum að kólna. Rjómaostasmjörkrem 400 g rjómaostur 100 g smjör 500 g flórsykur (þarf stundum aðeins meira) 2 tsk. vanillusykur 1. Öllu blandað saman í hrærivél eða með handþeytara þar til verður ljóst og létt. 2. Setjið það mikinn flórsykur að kremið leki ekki út um allt þegar það er sett á kökuna. 3. Fyrsta lagið af köku er svo sett á disk og krem sett ofan á. Næsta lag kemur svo og síðan kremið og svo þriðja kakan og krem ofan á það. Pínu krem er sett á hliðarnar. 4. Best er að kæla svo kökuna með kreminu í um klukkustund og skreyta hana svo að vild. Unnur Anna hefur mikla ástríðu fyrir bakstri og er dugleg að prófa sig áfram með nýjungar. Birtist í Fréttablaðinu Jólamatur Kökur og tertur Uppskriftir Mest lesið Gaf foreldrum sínum hræðilega jólagjöf sem var fljótt látin hverfa Jól Jóladagatal Vísis: Reykjavíkurdætur negla All Out of Luck Jól Vinsæl jóladagatöl á Íslandi: Bjór, snyrtivörur, kaffi og lakkrís Jól Jólalag dagsins: Högni Egilsson flytur Yfir fannhvíta jörð Jól Súrmjólkurbúðingur: Óvænt sælkeratromp á jólum Jól Var fram á aðfangadag að vinna að jólakveðju fyrir Apple: „Þetta var svo geggjað draumaverkefni“ Jól Jólalag dagsins: Sigga Beinteins flytur Senn koma jólin Jól Hefðin er engin hefð Jól Mandarínu-möndlukökur: Sætt en sykurlaust jólagóðgæti Jól
Unnur Anna Árnadóttir hefur mikla ástríðu fyrir bakstri og er dugleg að prófa sig áfram með nýjungar. Hún útbjó sérstaka jólatertu fyrir lesendur sem er bæði falleg og bragðgóð. Hægt er að skreyta tertuna að vild. Unnur Anna segir að henni finnist alltaf jafngaman að baka. Hún hefur bakað frá því hún var smástelpa. „Mér finnst sérstaklega skemmtilegt að skreyta kökur. Ég skoða gjarnan Pinterest til að sjá hvað aðrir eru að gera og fæ hugmyndir að skreytingum sem ég síðan útfæri eftir eigin stíl,“ segir hún. „Þegar ég er búin að ákveða útlitið finn ég réttu uppskriftina. Ég er alltaf að prófa mig áfram með alls kyns uppskriftir. Í þessa köku nota ég hins vegar rjómaostakrem sem ég hef gert frá því ég var lítil og er alltaf í miklu uppáhaldi. Þegar ég bauð upp á þessa tertu um daginn vakti hún þvílíka lukku,“ segir Unnur sem bakar eitthvað gott í hverri viku. Unnur Anna lætur sig dreyma um að eignast lítið og krúttlegt bakarí með fallegum kökum. Unnur Anna starfar hjá Leikfélagi Akureyrar og tekur um þessar mundir þátt í sýningunni Kabarett þar sem hún dansar. Sýningin hefur fengið mjög góða dóma en Unnur gleður stundum samstarfsfólk sitt með góðri köku. „Það er búið að vera mjög mikið að gera í leikhúsinu svo ég hef ekki haft tíma til að skreyta fyrir jólin en vonandi verður það fljótlega. Ég er mikið jólabarn og byrja alltaf snemma að skreyta,“ segir hún en Unnur Anna á eina dóttur, Agnesi sem er rúmlega ársgömul. Unnur bjó í Atlanta í Bandaríkjunum þar sem hún kynntist manni sínum, Charles Guanci. Hún bíður þess núna að fá græna kortið til að flytja út aftur. „Þetta er flókið kerfi og það getur tekið langan tíma að fá græna kortið. Maðurinn minn elskar Ísland og hann hlakkar til að eyða jólunum hér á landi. Fjölskylda mín leggur mikið upp úr jólahefðum og samverustundum. Við bökum mikið og höldum í hefðirnar í matargerð. Við borðum alltaf léttreyktan lambahrygg á aðfangadag en á undan erum við með tvo forrétti. Fyrst er jólagrautur sem kemur frá ömmu minni og síðan er ómissandi sveppasúpa sem mamma gerir. Hún er einstaklega góð og besta súpa sem ég fæ. Síðan erum við með ís í eftirrétt sem kemur frá langömmu minni en hann er bara gerður á jólunum. Síðan er auðvitað hangikjöt á jóladag. Ég á stóra fjölskyldu sem hittist alltaf á jólum,“ segir hún. Unnur segist ekki vera jafnhrifin af matargerð og bakstri. „Mig hefur aldrei langað til að vera kokkur en það blundar alltaf í mér að vera kökuskreytingameistari. Ég væri mjög til í að reka lítið og krúttlegt bakarí,“ segir hún og hér kemur jólatertan hennar Unnar. Jólaleg og falleg. Jólakaka með rjómaostakremi „Ég blandaði tveimur uppskriftum saman og þetta kom svaka vel út.“ 1½ bolli sjóðandi vatn 1 msk. matarsódi 1 bolli púðursykur 250 g smjör 3¾ bollar hveiti 1 msk. lyftiduft 1 msk. engiferduft 3 tsk. kanill 1 tsk. negull 1 tsk. múskat ½ tsk. kardimommur ½ tsk. salt 1 bolli síróp 3 egg 1. Stillið ofninn á 180 gráður. 2. Matarsódi leystur upp í sjóðandi vatninu. 3. Smjör og sykur þeytt saman í hrærivél þar til blandan er ljós og létt. 4. Hveiti, lyftiduft, engiferduft, kanill, negull, múskat og kardimommu blandað saman í aðra skál. 5. Matarsódablöndunni, þurrefnablöndunni og sírópinu bætt út í smjörið og sykurinn og blandað vel saman. 6. Að lokum er einu eggi bætt út í í einu, hrært aðeins á milli. 7. Skiptið jafnt í þrjú 20 cm hringlaga form og bakið hvert í um 25 mínútur. 8. Leyfið kökunum að kólna. Rjómaostasmjörkrem 400 g rjómaostur 100 g smjör 500 g flórsykur (þarf stundum aðeins meira) 2 tsk. vanillusykur 1. Öllu blandað saman í hrærivél eða með handþeytara þar til verður ljóst og létt. 2. Setjið það mikinn flórsykur að kremið leki ekki út um allt þegar það er sett á kökuna. 3. Fyrsta lagið af köku er svo sett á disk og krem sett ofan á. Næsta lag kemur svo og síðan kremið og svo þriðja kakan og krem ofan á það. Pínu krem er sett á hliðarnar. 4. Best er að kæla svo kökuna með kreminu í um klukkustund og skreyta hana svo að vild. Unnur Anna hefur mikla ástríðu fyrir bakstri og er dugleg að prófa sig áfram með nýjungar.
Birtist í Fréttablaðinu Jólamatur Kökur og tertur Uppskriftir Mest lesið Gaf foreldrum sínum hræðilega jólagjöf sem var fljótt látin hverfa Jól Jóladagatal Vísis: Reykjavíkurdætur negla All Out of Luck Jól Vinsæl jóladagatöl á Íslandi: Bjór, snyrtivörur, kaffi og lakkrís Jól Jólalag dagsins: Högni Egilsson flytur Yfir fannhvíta jörð Jól Súrmjólkurbúðingur: Óvænt sælkeratromp á jólum Jól Var fram á aðfangadag að vinna að jólakveðju fyrir Apple: „Þetta var svo geggjað draumaverkefni“ Jól Jólalag dagsins: Sigga Beinteins flytur Senn koma jólin Jól Hefðin er engin hefð Jól Mandarínu-möndlukökur: Sætt en sykurlaust jólagóðgæti Jól
Var fram á aðfangadag að vinna að jólakveðju fyrir Apple: „Þetta var svo geggjað draumaverkefni“ Jól
Var fram á aðfangadag að vinna að jólakveðju fyrir Apple: „Þetta var svo geggjað draumaverkefni“ Jól