Miðflokknum borist fjöldi stuðningsyfirlýsinga Kristín Ólafsdóttir skrifar 29. nóvember 2018 15:15 Þingmenn Miðflokksins, þau Gunnar Bragi Sveinsson, Anna Kolbrún Árnadóttir, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Bergþór Ólason, náðust öll á Klaustursupptökunum. Mynd/Samsett Tveir hafa sagt sig úr Miðflokknum síðan fyrstu fréttir voru fluttar af Klaustursupptökunum svokölluðu í gær. Þetta staðfestir Hólmfríður Þórisdóttir, ritari þingflokks Miðflokksins, í samtali við Vísi. Hún segir jafnframt að fjöldi stuðningsyfirlýsinga hafi borist flokknum í dag. Samtal fjögurra þingmanna Miðflokksins, þeirra Gunnars Braga Sveinssonar, Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, Bergþórs Ólasonar og Önnu Kolbrúnar Árnadóttur, við þingmenn Flokks fólksins náðist á upptöku sem DV og Stundin hafa undir höndum. Í upptökunni má heyra þingmennina, sem staddir voru á barnum Klaustur fyrr í mánuðinum, tala með niðrandi hætti um ýmsa samstarfsmenn sína. Áðurnefndir þingmenn Miðflokksins báðust afsökunar á ummælum sínum í sameiginlegri yfirlýsingu sem þeir sendu frá sér í dag.Hólmfríður Þórisdóttir ásamt eiginmanni sínum, Sigurði Þ. Ragnarssyni, betur þekktur sem Siggi stormur.Vísir/VilhelmEngar fjöldaúrsagnir Innt eftir því hvort einhverjir hafi sagt sig úr Miðflokknum í kjölfar fréttaflutnings af upptökunum segir Hólmfríður að tvær úrsagnir hafi verið tilkynntar í dag. Þar á meðal er úrsögn Vilborgar G. Hansen en hún sagði sig bæði úr flokknum í dag og hætti sem varamaður í bankaráði Seðlabanka Íslands, þar sem hún var fulltrúi Miðflokksins, vegna ummæla flokksfélaganna. „En það er ekki eins og menn eru að halda fram á öðrum miðlum að það séu einhverjar fjöldaúrsagnir úr flokknum, það er ekki rétt,“ segir Hólmfríður.Sjá einnig: Reiknar með að sleppa áfenginu í veislunni á Bessastöðum í kvöld Þá hafi töluvert borið á því síðasta sólarhringinn að meðlimir sendi forystu flokksins stuðningsyfirlýsingar. „Við höfum fengið nokkrar stuðningsyfirlýsingar frá flokksmönnum, að þeir treysti sinni forystu þrátt fyrir allt. Ég hef ekki tekið það saman en það er ýmist í tölvupósti eða fólk að hringja, og í gegnum Facebook-skilaboð. Það er nokkur fjöldi,“ segir Hólmfríður. „Ég hef bara nánast ekki heyrt neina gagnrýni. En svo veit maður aldrei, þetta er allavega staðan núna.“ Tæplega 1500 manns eru skráðir í Miðflokkinn, sem mældist þriðji stærsti flokkurinn á Alþingi í nýjustu könnun MMR á fylgi stjórnmálaflokkanna. Samkvæmt könnuninni mældist flokkurinn með 12,1% fylgi. Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Reiknar með að sleppa áfenginu í veislunni á Bessastöðum í kvöld Gunnar Bragi Sveinsson, þingmaður Miðflokksins, segist ekki vera viss um að nokkur þeirra þingmanna sem náðust á upptöku tala tæpitungulaust um kollega sína á Alþingi eigi við áfengisvandamál að stríða. 29. nóvember 2018 14:01 Þingmenn Miðflokksins ætla að læra af þessu Sendu frá sér stutta afsökunarbeiðni á Facebook. 29. nóvember 2018 13:21 Þingkonurnar krefjast þess að ummælin verði tekin upp í forsætisnefnd Oddný, Silja Dögg og Inga fordæma ummæli þingmanna Miðflokksins og Flokks fólksins. 29. nóvember 2018 12:02 Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Innlent Fleiri fréttir Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka Fái svigrúm til að líta inn á við og taka utan um fjölskylduna Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Sjá meira
Tveir hafa sagt sig úr Miðflokknum síðan fyrstu fréttir voru fluttar af Klaustursupptökunum svokölluðu í gær. Þetta staðfestir Hólmfríður Þórisdóttir, ritari þingflokks Miðflokksins, í samtali við Vísi. Hún segir jafnframt að fjöldi stuðningsyfirlýsinga hafi borist flokknum í dag. Samtal fjögurra þingmanna Miðflokksins, þeirra Gunnars Braga Sveinssonar, Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, Bergþórs Ólasonar og Önnu Kolbrúnar Árnadóttur, við þingmenn Flokks fólksins náðist á upptöku sem DV og Stundin hafa undir höndum. Í upptökunni má heyra þingmennina, sem staddir voru á barnum Klaustur fyrr í mánuðinum, tala með niðrandi hætti um ýmsa samstarfsmenn sína. Áðurnefndir þingmenn Miðflokksins báðust afsökunar á ummælum sínum í sameiginlegri yfirlýsingu sem þeir sendu frá sér í dag.Hólmfríður Þórisdóttir ásamt eiginmanni sínum, Sigurði Þ. Ragnarssyni, betur þekktur sem Siggi stormur.Vísir/VilhelmEngar fjöldaúrsagnir Innt eftir því hvort einhverjir hafi sagt sig úr Miðflokknum í kjölfar fréttaflutnings af upptökunum segir Hólmfríður að tvær úrsagnir hafi verið tilkynntar í dag. Þar á meðal er úrsögn Vilborgar G. Hansen en hún sagði sig bæði úr flokknum í dag og hætti sem varamaður í bankaráði Seðlabanka Íslands, þar sem hún var fulltrúi Miðflokksins, vegna ummæla flokksfélaganna. „En það er ekki eins og menn eru að halda fram á öðrum miðlum að það séu einhverjar fjöldaúrsagnir úr flokknum, það er ekki rétt,“ segir Hólmfríður.Sjá einnig: Reiknar með að sleppa áfenginu í veislunni á Bessastöðum í kvöld Þá hafi töluvert borið á því síðasta sólarhringinn að meðlimir sendi forystu flokksins stuðningsyfirlýsingar. „Við höfum fengið nokkrar stuðningsyfirlýsingar frá flokksmönnum, að þeir treysti sinni forystu þrátt fyrir allt. Ég hef ekki tekið það saman en það er ýmist í tölvupósti eða fólk að hringja, og í gegnum Facebook-skilaboð. Það er nokkur fjöldi,“ segir Hólmfríður. „Ég hef bara nánast ekki heyrt neina gagnrýni. En svo veit maður aldrei, þetta er allavega staðan núna.“ Tæplega 1500 manns eru skráðir í Miðflokkinn, sem mældist þriðji stærsti flokkurinn á Alþingi í nýjustu könnun MMR á fylgi stjórnmálaflokkanna. Samkvæmt könnuninni mældist flokkurinn með 12,1% fylgi.
Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Reiknar með að sleppa áfenginu í veislunni á Bessastöðum í kvöld Gunnar Bragi Sveinsson, þingmaður Miðflokksins, segist ekki vera viss um að nokkur þeirra þingmanna sem náðust á upptöku tala tæpitungulaust um kollega sína á Alþingi eigi við áfengisvandamál að stríða. 29. nóvember 2018 14:01 Þingmenn Miðflokksins ætla að læra af þessu Sendu frá sér stutta afsökunarbeiðni á Facebook. 29. nóvember 2018 13:21 Þingkonurnar krefjast þess að ummælin verði tekin upp í forsætisnefnd Oddný, Silja Dögg og Inga fordæma ummæli þingmanna Miðflokksins og Flokks fólksins. 29. nóvember 2018 12:02 Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Innlent Fleiri fréttir Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka Fái svigrúm til að líta inn á við og taka utan um fjölskylduna Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Sjá meira
Reiknar með að sleppa áfenginu í veislunni á Bessastöðum í kvöld Gunnar Bragi Sveinsson, þingmaður Miðflokksins, segist ekki vera viss um að nokkur þeirra þingmanna sem náðust á upptöku tala tæpitungulaust um kollega sína á Alþingi eigi við áfengisvandamál að stríða. 29. nóvember 2018 14:01
Þingmenn Miðflokksins ætla að læra af þessu Sendu frá sér stutta afsökunarbeiðni á Facebook. 29. nóvember 2018 13:21
Þingkonurnar krefjast þess að ummælin verði tekin upp í forsætisnefnd Oddný, Silja Dögg og Inga fordæma ummæli þingmanna Miðflokksins og Flokks fólksins. 29. nóvember 2018 12:02