Vill skapa umræðu um kannabis í lækningaskyni Andri Eysteinsson skrifar 24. nóvember 2018 16:57 Halldóra Mogensen, formaður Velferðarnefndar og flutningsmaður þingsályktunartillögunnar. Skjáskot/Stöð 2 Píratinn Halldóra Mogensen segir ætlun þingsályktunartillögu hennar er snýr að lögleiðingu lyfjahamps, þ.e. kannabis í lækningaskyni, sé að skapa umræður í samfélaginu um málaflokkinn. Halldóra var gestur Heimis Más Péturssonar í Víglínunni í dag.Í þingsályktunartillögunni er heilbrigðisráðherra falið að undirbúa og leggja fram frumvarp til laga sem heimili notkun og framleiðslu lyfjahamps á Íslandi. Flutningsmenn tillögunnar eru auk Halldóru þau Björn Leví Gunnarsson, Jón Þór Ólafsson Sara Elísa Þórðardóttir, Smári McCarthy og Þórhildur Sunna Ævarsdóttir.Hvers vegna vill Halldóra að þetta skref sé tekið? „Miklar breytingar að eiga sér stað út í heimi, fleiri og fleiri lönd sem eru að leyfa þetta. Rannsóknir og notendur hafa talað um hvað efnið er að hjálpa þeim,“ segir Halldóra. Með notendum á Halldóra við veikt fólk sem sækir í læknahamp og neyðist til að gera það ólöglega. Halldóra segir að ekki ætti að gera það fólk að glæpamönnum fyrir það að nýta sér lyf í veikindum sínum.Í greinargerð við þingsályktunartillöguna er lögð áhersla á að ræktendur lyfjahamps fái að gera það í friði, ef málið verður að frumvarpi, hver ætti að sjá um ræktun plöntunnar í lækningaskyni?„Ég veit það ekki. Hugmyndin var sú að fela heilbrigðisráðherra að undirbúa þetta og leggja fram frumvarp. Í undirbúningi þarf að fara í rannsóknarvinnu, tala við sérfræðinga og fagaðila. Fá þá aðila að borðinu og komast að því hvernig er best að gera þetta á Íslandi,“ segir Halldóra.„Mismunandi er hvernig lönd gera þetta. Ef við ætlum að lögleiða kannabis til lyfjanotkunar, eða lyfjahamp eins og ég kalla þetta í tillögunni, þá er betra ef við getum ræktað þetta sjálf hér heima, í stað þess að flytja þetta inn. Þá er þetta bæði ódýrara og umhverfisvænna,“ sagði Halldóra enn fremur.En er þingsályktunartillagan dulin leið til að lögleiða kannabisefni fullkomlega? Það er ekki tilgangurinn með tillögunni, tilgangurinn er að vekja umræðu. Borist hafa mjög áhugaverðar umsagnir um málið, til dæmis frá Lyfjafræðingafélagi Íslands sem sagði að umræðan í þjóðfélaginu væri of skammt á veg komin til að fara í þessar aðgerðir núna. Halldóra segist geta tekið undir þessa gagnrýni en stefnir að því að velferðarnefnd taki málið fyrir eftir áramót. Halldóra sem er formaður Velferðarnefndar segist vonast eftir því að geta fengið til dæmis landlækni og erlenda sérfræðinga fyrir nefndina. Í þónokkrum ríkjum Bandaríkjanna og í Kanada í heild sinni hefur skrefið verið tekið til fulls. Er það eitthvað sem gæti gerst á Íslandi? Halldóra segir að það sé óhjákvæmileg þróun. Píratar hafi talað fyrir afglæpavæðingu sem snýr að því að ekki sé refsað fyrir vörslu neysluskammta. Halldóra segir Ísland eftir á í þessum efnum og ætti að fylgjast með öðrum löndum. Halldóra segir að í löndum þar sem kannabis er lögleitt er minna um neyslu barna og ópíóðanotkun sem minni í löndum sem leyfa notkun kannabis í lækningaskyni. Ekki forgangsmál Pírata á þinginu Halldóra segir að í þetta skipti sé málið ekki forgangsmál hjá þingflokki Pírata, umræðan sé ekki komin nógu langt. Tilgangur tillögunnar hafi eingöngu verið eins og áður segir að skapa umræður í þjóðfélaginu. Stj.mál Víglínan Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Sjá meira
Píratinn Halldóra Mogensen segir ætlun þingsályktunartillögu hennar er snýr að lögleiðingu lyfjahamps, þ.e. kannabis í lækningaskyni, sé að skapa umræður í samfélaginu um málaflokkinn. Halldóra var gestur Heimis Más Péturssonar í Víglínunni í dag.Í þingsályktunartillögunni er heilbrigðisráðherra falið að undirbúa og leggja fram frumvarp til laga sem heimili notkun og framleiðslu lyfjahamps á Íslandi. Flutningsmenn tillögunnar eru auk Halldóru þau Björn Leví Gunnarsson, Jón Þór Ólafsson Sara Elísa Þórðardóttir, Smári McCarthy og Þórhildur Sunna Ævarsdóttir.Hvers vegna vill Halldóra að þetta skref sé tekið? „Miklar breytingar að eiga sér stað út í heimi, fleiri og fleiri lönd sem eru að leyfa þetta. Rannsóknir og notendur hafa talað um hvað efnið er að hjálpa þeim,“ segir Halldóra. Með notendum á Halldóra við veikt fólk sem sækir í læknahamp og neyðist til að gera það ólöglega. Halldóra segir að ekki ætti að gera það fólk að glæpamönnum fyrir það að nýta sér lyf í veikindum sínum.Í greinargerð við þingsályktunartillöguna er lögð áhersla á að ræktendur lyfjahamps fái að gera það í friði, ef málið verður að frumvarpi, hver ætti að sjá um ræktun plöntunnar í lækningaskyni?„Ég veit það ekki. Hugmyndin var sú að fela heilbrigðisráðherra að undirbúa þetta og leggja fram frumvarp. Í undirbúningi þarf að fara í rannsóknarvinnu, tala við sérfræðinga og fagaðila. Fá þá aðila að borðinu og komast að því hvernig er best að gera þetta á Íslandi,“ segir Halldóra.„Mismunandi er hvernig lönd gera þetta. Ef við ætlum að lögleiða kannabis til lyfjanotkunar, eða lyfjahamp eins og ég kalla þetta í tillögunni, þá er betra ef við getum ræktað þetta sjálf hér heima, í stað þess að flytja þetta inn. Þá er þetta bæði ódýrara og umhverfisvænna,“ sagði Halldóra enn fremur.En er þingsályktunartillagan dulin leið til að lögleiða kannabisefni fullkomlega? Það er ekki tilgangurinn með tillögunni, tilgangurinn er að vekja umræðu. Borist hafa mjög áhugaverðar umsagnir um málið, til dæmis frá Lyfjafræðingafélagi Íslands sem sagði að umræðan í þjóðfélaginu væri of skammt á veg komin til að fara í þessar aðgerðir núna. Halldóra segist geta tekið undir þessa gagnrýni en stefnir að því að velferðarnefnd taki málið fyrir eftir áramót. Halldóra sem er formaður Velferðarnefndar segist vonast eftir því að geta fengið til dæmis landlækni og erlenda sérfræðinga fyrir nefndina. Í þónokkrum ríkjum Bandaríkjanna og í Kanada í heild sinni hefur skrefið verið tekið til fulls. Er það eitthvað sem gæti gerst á Íslandi? Halldóra segir að það sé óhjákvæmileg þróun. Píratar hafi talað fyrir afglæpavæðingu sem snýr að því að ekki sé refsað fyrir vörslu neysluskammta. Halldóra segir Ísland eftir á í þessum efnum og ætti að fylgjast með öðrum löndum. Halldóra segir að í löndum þar sem kannabis er lögleitt er minna um neyslu barna og ópíóðanotkun sem minni í löndum sem leyfa notkun kannabis í lækningaskyni. Ekki forgangsmál Pírata á þinginu Halldóra segir að í þetta skipti sé málið ekki forgangsmál hjá þingflokki Pírata, umræðan sé ekki komin nógu langt. Tilgangur tillögunnar hafi eingöngu verið eins og áður segir að skapa umræður í þjóðfélaginu.
Stj.mál Víglínan Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Sjá meira