Innlent

Reyndu að kúga fé af Páli

Atli Ísleifsson skrifar
Páll Stefánsson segir að mennirnir hafi ráðist á tölvu hans og farið fram á að hann greiddi þeim í bitcoin til að hann fengi myndir sínar aftur.
Páll Stefánsson segir að mennirnir hafi ráðist á tölvu hans og farið fram á að hann greiddi þeim í bitcoin til að hann fengi myndir sínar aftur. Fréttablaðið/GVA
Óprúttnir aðildar reyndu að kúga fé af Páli Stefánssyni ljósmyndara um tæpa milljón í rafmynt í skiptum fyrir að fá aftur 10 þúsund ljósmyndir sem áttu að birtast í nýrri bók hans, Hjarta Íslands.

Frá þessu segir á vef RÚV  þar sem haft er eftir Páli að ekki hafi komið til greina að láta undan kröfum þrjótanna en að erfitt sé að horfa á eftir ljósmyndunum. 

Páll segir að mennirnir hafi ráðist á tölvu hans og farið fram á að hann greiddi þeim í bitcoin til að hann fengi myndirnar aftur í hendur.

Hann kveðst ekki ætla að kæra málið til lögreglu en að þessi reynsla hafi kennt sér að vista þær myndir sem hann tekur á fleiri en einum stað.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×