Í þessum löndum er bensínið ódýrast Finnur Thorlacius skrifar 22. nóvember 2018 09:00 Það er reyndar aðeins í þremur löndum heims sem bensín er dýrara en á Íslandi, eða í Hollandi, Noregi og Hong Kong. Æði mikill munur er á bensínverði í löndum heims og til dæmis er sjö og hálffaldur munur á verðinu þar sem það er lægst og þar sem það er hæst. Ódýrasta bensín í heimi er í Íran og þar kostar lítrinn innan við 34 krónur. Hins vegar kostar hann 253 krónur í Hong Kong þar sem hann er dýrastur. Ekki munar reyndar miklu á verðinu í Hong Kong og hér á Íslandi, en algengt verð á lítra hérlendis er 232,3 kr. Það er reyndar aðeins í þremur löndum heims sem bensín er dýrara en á Íslandi, eða í Hollandi, Noregi og Hong Kong. Ísland er því í fjórða sæti hvað þetta varðar en í næstu sætum fyrir ofan okkur eru Ítalía, Danmörk, Portúgal, Ísrael, Frakkland og Svíþjóð, sem er með tíunda dýrasta bensínið. Í Svíþjóð kostar lítrinn 215 kr. Flest þau ódýrustu framleiða olíu Ódýrustu 10 löndin eru hins vegar í þessari röð: Íran (34 kr.), Nígería (50 kr.), Egyptaland (52 kr.), Sádi-Arabía (65 kr.), Malasía (65 kr.), Sameinuðu arabísku furstadæmin (80 kr.), Indónesía (82 kr.), Rússland (87 kr.), Pakistan (93 kr.) og Kólumbía (97 kr.). Flest þessara landa eru olíuframleiðslulönd og skýrir það að miklu leyti lága verðið. Bílalandið Bandaríkin er svo í ellefta sætinu með 101 kr. bensínverð, en þar í landi er einnig umfangsmikil eldsneytisframleiðsla, sem og lágar opinberar álögur á eldsneyti. Ef eldsneytisverð hérlendis væri á pari við Íran myndi það kosta um 2.800 krónur að aka hringinn um Ísland á bíl sem eyðir 6 lítrum á hverja 100 km í langkeyrslu. Það þætti mörgum hagstætt. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Erlent Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Erlent Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Innlent „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Innlent Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Innlent Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun Innlent Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Erlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent
Æði mikill munur er á bensínverði í löndum heims og til dæmis er sjö og hálffaldur munur á verðinu þar sem það er lægst og þar sem það er hæst. Ódýrasta bensín í heimi er í Íran og þar kostar lítrinn innan við 34 krónur. Hins vegar kostar hann 253 krónur í Hong Kong þar sem hann er dýrastur. Ekki munar reyndar miklu á verðinu í Hong Kong og hér á Íslandi, en algengt verð á lítra hérlendis er 232,3 kr. Það er reyndar aðeins í þremur löndum heims sem bensín er dýrara en á Íslandi, eða í Hollandi, Noregi og Hong Kong. Ísland er því í fjórða sæti hvað þetta varðar en í næstu sætum fyrir ofan okkur eru Ítalía, Danmörk, Portúgal, Ísrael, Frakkland og Svíþjóð, sem er með tíunda dýrasta bensínið. Í Svíþjóð kostar lítrinn 215 kr. Flest þau ódýrustu framleiða olíu Ódýrustu 10 löndin eru hins vegar í þessari röð: Íran (34 kr.), Nígería (50 kr.), Egyptaland (52 kr.), Sádi-Arabía (65 kr.), Malasía (65 kr.), Sameinuðu arabísku furstadæmin (80 kr.), Indónesía (82 kr.), Rússland (87 kr.), Pakistan (93 kr.) og Kólumbía (97 kr.). Flest þessara landa eru olíuframleiðslulönd og skýrir það að miklu leyti lága verðið. Bílalandið Bandaríkin er svo í ellefta sætinu með 101 kr. bensínverð, en þar í landi er einnig umfangsmikil eldsneytisframleiðsla, sem og lágar opinberar álögur á eldsneyti. Ef eldsneytisverð hérlendis væri á pari við Íran myndi það kosta um 2.800 krónur að aka hringinn um Ísland á bíl sem eyðir 6 lítrum á hverja 100 km í langkeyrslu. Það þætti mörgum hagstætt.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Erlent Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Erlent Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Innlent „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Innlent Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Innlent Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun Innlent Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Erlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent