Tæplega tvö þúsund manns boða komu sína á mótmæli vegna Klaustursmálsins Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 30. nóvember 2018 16:31 Þingmennirnir sem voru á barnum þann 20. nóvember síðastliðinn. Karl Gauti Hjaltason, Bergþór Ólason, Gunnar Bragi Sveinsson, Ólafur Ísleifsson, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Anna Kolbrún Árnadóttir. Hópur fólks hefur boðað til mótmæla á Austurvelli á morgun, þann 1. desember, þegar Ísland fagnar 100 ára afmæli fullveldisins. Er boðað til mótmælanna „í tilefni af þeim yfirgengilegu fordómum og mannfyrirlitningu sem hópur þingmanna hafði frammi á fundi sínum á Klausturbarnum í Templarasundi. Almenningur á Íslandi lætur ekki bjóða sér svona talsmáta og viðhorf meðal þingmanna eða annarra starfsmanna sinna. Við erum öll jöfn og eigum að njóta sömu réttinda og virðingar,“ eins og segir í tilkynningu frá skipuleggjendum. Tæplega tvö þúsund manns hafa boðað komu sína á mótmælin á Facebook-síðu þeirra en í tilkynningunni segir jafnframt: „Íslendingar fengu ekki fullveldi til að byggja upp samfélag ójafnaðar, þar sem aðeins örfáir karlar, sem tilheyra peninga- og valdastéttinni, drottna yfir öðru fólki, hrakyrða það og hæða. Almenningur kemur saman á Austurvelli 1. desember til að minna á að það er fólkið í landinu sem hefur hið endanlega vald. Ef yfirvöld og þingmenn ganga fram af almenningi verða þeir að víkja. Allur almenningur er hvattur til að mæta á Austurvöll á fullveldisdaginn, laugardaginn 1. desember 2018 klukkan 14:00, og minna ráðamenn á að ef þeir virða ekki landsmenn hafa landsmenn ekkert gagn af þeim lengur. Almenningur krefst þess að þingið grafi ekki undan samfélaginu með fordómum og illmælgi. Fundurinn er friðsöm mótmæli og barnvæn. Munum að hlusta á hvert annað og sína hvert öðru virðingu. Að fundi loknum verða Alþingi afhentar yfirlýsingar og kröfur ræðumanna og þeirra hagsmuna samtaka og aðila sem koma að mótmælafundinum.“ Á meðal ræðumanna verða Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður ÖBÍ og Sanna Magdalena Mörtudóttir, borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins. Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Segir mikilvægt að Alþingi fari vel yfir Klaustursmálið og grípi til aðgerða Þetta kemur fram á Facebook-síðu ráðherrans þar sem hún leggur út af fréttaflutningi síðastliðinna tvo daga af samtali þingmanna Miðflokksins og Flokks fólksins á Klaustur Bar, en samtalið náðist á upptöku. 30. nóvember 2018 09:31 Segir Sjálfstæðisflokkinn ekki skulda neinum neitt vegna Geirs Bjarni Benediktsson segir orðræðu þingmanna á Klaustur Bar algjörlega óboðlega. 30. nóvember 2018 12:29 Þingmennirnir á Klaustri skipa alla stjórn Miðflokksins Stjórn Miðflokksins er skipuð fjórum aðilum. Sömu fjórum og komu saman á Klausturbar og ræddu meðal annars kollega sína á Alþingi. 30. nóvember 2018 14:32 Mest lesið Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Innlent Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Innlent Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Erlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Spá þoku fyrir norðan og austan Veður Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Innlent Fleiri fréttir Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Sjá meira
Hópur fólks hefur boðað til mótmæla á Austurvelli á morgun, þann 1. desember, þegar Ísland fagnar 100 ára afmæli fullveldisins. Er boðað til mótmælanna „í tilefni af þeim yfirgengilegu fordómum og mannfyrirlitningu sem hópur þingmanna hafði frammi á fundi sínum á Klausturbarnum í Templarasundi. Almenningur á Íslandi lætur ekki bjóða sér svona talsmáta og viðhorf meðal þingmanna eða annarra starfsmanna sinna. Við erum öll jöfn og eigum að njóta sömu réttinda og virðingar,“ eins og segir í tilkynningu frá skipuleggjendum. Tæplega tvö þúsund manns hafa boðað komu sína á mótmælin á Facebook-síðu þeirra en í tilkynningunni segir jafnframt: „Íslendingar fengu ekki fullveldi til að byggja upp samfélag ójafnaðar, þar sem aðeins örfáir karlar, sem tilheyra peninga- og valdastéttinni, drottna yfir öðru fólki, hrakyrða það og hæða. Almenningur kemur saman á Austurvelli 1. desember til að minna á að það er fólkið í landinu sem hefur hið endanlega vald. Ef yfirvöld og þingmenn ganga fram af almenningi verða þeir að víkja. Allur almenningur er hvattur til að mæta á Austurvöll á fullveldisdaginn, laugardaginn 1. desember 2018 klukkan 14:00, og minna ráðamenn á að ef þeir virða ekki landsmenn hafa landsmenn ekkert gagn af þeim lengur. Almenningur krefst þess að þingið grafi ekki undan samfélaginu með fordómum og illmælgi. Fundurinn er friðsöm mótmæli og barnvæn. Munum að hlusta á hvert annað og sína hvert öðru virðingu. Að fundi loknum verða Alþingi afhentar yfirlýsingar og kröfur ræðumanna og þeirra hagsmuna samtaka og aðila sem koma að mótmælafundinum.“ Á meðal ræðumanna verða Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður ÖBÍ og Sanna Magdalena Mörtudóttir, borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins.
Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Segir mikilvægt að Alþingi fari vel yfir Klaustursmálið og grípi til aðgerða Þetta kemur fram á Facebook-síðu ráðherrans þar sem hún leggur út af fréttaflutningi síðastliðinna tvo daga af samtali þingmanna Miðflokksins og Flokks fólksins á Klaustur Bar, en samtalið náðist á upptöku. 30. nóvember 2018 09:31 Segir Sjálfstæðisflokkinn ekki skulda neinum neitt vegna Geirs Bjarni Benediktsson segir orðræðu þingmanna á Klaustur Bar algjörlega óboðlega. 30. nóvember 2018 12:29 Þingmennirnir á Klaustri skipa alla stjórn Miðflokksins Stjórn Miðflokksins er skipuð fjórum aðilum. Sömu fjórum og komu saman á Klausturbar og ræddu meðal annars kollega sína á Alþingi. 30. nóvember 2018 14:32 Mest lesið Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Innlent Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Innlent Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Erlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Spá þoku fyrir norðan og austan Veður Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Innlent Fleiri fréttir Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Sjá meira
Segir mikilvægt að Alþingi fari vel yfir Klaustursmálið og grípi til aðgerða Þetta kemur fram á Facebook-síðu ráðherrans þar sem hún leggur út af fréttaflutningi síðastliðinna tvo daga af samtali þingmanna Miðflokksins og Flokks fólksins á Klaustur Bar, en samtalið náðist á upptöku. 30. nóvember 2018 09:31
Segir Sjálfstæðisflokkinn ekki skulda neinum neitt vegna Geirs Bjarni Benediktsson segir orðræðu þingmanna á Klaustur Bar algjörlega óboðlega. 30. nóvember 2018 12:29
Þingmennirnir á Klaustri skipa alla stjórn Miðflokksins Stjórn Miðflokksins er skipuð fjórum aðilum. Sömu fjórum og komu saman á Klausturbar og ræddu meðal annars kollega sína á Alþingi. 30. nóvember 2018 14:32
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“