Þingmennirnir á Klaustri skipa alla stjórn Miðflokksins Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 30. nóvember 2018 14:32 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, flytur stefnuræðu sína á landsþingi flokksins í apríl. Vísir Stjórn Miðflokksins er skipuð fjórum aðilum. Sömu fjórum og komu saman á Klausturbar og ræddu meðal annars kollega sína á Alþingi. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson er formaður, Gunnar Bragi Sveinsson varaformaður, Anna Kolbrún Árnadóttir annar varaformaður og svo fulltrúa þingflokksins, sem verið hefur Bergþór Ólason. Þingmennirnir fjórir hafa verið í sviðsljósinu undanfarna tvo sólarhringa eftir að upptökur af samtölum þeirra bárust DV og Stundinni. Ummælin fela mörg hver í sér kvenfyrirlitningu og hafa þingmennirnir beðist afsökunar á orðum sínum hver á sinn hátt. Sumir á Facebook en aðrir í viðtölum í fjölmiðlum. Þingmennirnir hafa verið spurðir að því hvort þeir hyggjast segja af sér. Anna Kolbrún er sú eina sem hefur sagst velta stöðu sinni fyrir sér.Hvorki gjaldkeri né ritari Ólíkt öðrum flestum stjórnmálaflokkum landsins er enginn gjaldkeri, ritari eða meðstjórnandi í stjórn flokksins. Fjórir skipa einfaldlega stjórn Miðflokksins samanborið til dæmis við sautján í tilfelli Vinstri grænna. Hólmfríður Þórisdóttir, ritari þingflokksins, útskýrði fyrirkomulagið í samtali við Vísi. Hún minnti á að þingflokkurinn væri ungur og stjórnin hefði verið kosin í fyrsta sinn í apríl. Endurskoðun á straumlínulögun flokksins og hvernig stjórnin er skipuð stendur yfir að sögn Hólmfríðar. Þá bendir Hólmfríður á að 120 manns eigi sæti í flokksráði sem fundi tvisvar á ári, síðast í nóvember. Stjórn Miðflokksins kallar saman flokksráðið.Mættu ekki á nefndarfundi Hólmfríður sagðist ekki vita betur en að þingflokkur Miðflokksins myndi funda í dag. Fréttastofa hefur ekki fengið upplýsingar um hvar og hvenær þingflokkurinn hyggst funda. Formaður þingflokksins er Gunnar Bragi Sveinsson og varaformaður Bergþór Ólason. Nefndarfundir voru á Alþingi um og eftir hádegi í dag.Nefndarmenn í umhverfis- og samgöngunefnd óskuðu eftir því að Karl Gauti Hjaltason sem á sæti í nefndinni myndi víkja af fundi í dag. Tilefnið var að Íris Róbertsdóttir bæjarstjóri Vestmannaeyja var gestur fundarins en nafn hennar kemur fyrir í Klaustursupptökunum. Bergþór Ólason er formaður umhverfis- og samgöngunefndar en hann var ekki viðstaddur. Hann var á sameiginlegum fundi utanríkismálanefndar og umhverfis- og samgöngunefndar um loftslagsmál en hætti við að koma á fund þeirrar nefndar sem hann gegnir formennsku í. Þá mættu Sigmundur Davíð og Anna Kolbrún ekki á nefndarfundi sína í efnahags- og viðskiptanefnd annars og allsherjar- og menntamálanefnd hins vegar. Þau mættu hins vegar í þingmannaveislu á Bessastöðum í gærkvöldi þar sem Bergþór og Gunnar Bragi sátu hjá. Upptökur á Klaustur bar Mest lesið Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Innlent Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn Innlent Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Innlent Fleiri fréttir Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Sjá meira
Stjórn Miðflokksins er skipuð fjórum aðilum. Sömu fjórum og komu saman á Klausturbar og ræddu meðal annars kollega sína á Alþingi. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson er formaður, Gunnar Bragi Sveinsson varaformaður, Anna Kolbrún Árnadóttir annar varaformaður og svo fulltrúa þingflokksins, sem verið hefur Bergþór Ólason. Þingmennirnir fjórir hafa verið í sviðsljósinu undanfarna tvo sólarhringa eftir að upptökur af samtölum þeirra bárust DV og Stundinni. Ummælin fela mörg hver í sér kvenfyrirlitningu og hafa þingmennirnir beðist afsökunar á orðum sínum hver á sinn hátt. Sumir á Facebook en aðrir í viðtölum í fjölmiðlum. Þingmennirnir hafa verið spurðir að því hvort þeir hyggjast segja af sér. Anna Kolbrún er sú eina sem hefur sagst velta stöðu sinni fyrir sér.Hvorki gjaldkeri né ritari Ólíkt öðrum flestum stjórnmálaflokkum landsins er enginn gjaldkeri, ritari eða meðstjórnandi í stjórn flokksins. Fjórir skipa einfaldlega stjórn Miðflokksins samanborið til dæmis við sautján í tilfelli Vinstri grænna. Hólmfríður Þórisdóttir, ritari þingflokksins, útskýrði fyrirkomulagið í samtali við Vísi. Hún minnti á að þingflokkurinn væri ungur og stjórnin hefði verið kosin í fyrsta sinn í apríl. Endurskoðun á straumlínulögun flokksins og hvernig stjórnin er skipuð stendur yfir að sögn Hólmfríðar. Þá bendir Hólmfríður á að 120 manns eigi sæti í flokksráði sem fundi tvisvar á ári, síðast í nóvember. Stjórn Miðflokksins kallar saman flokksráðið.Mættu ekki á nefndarfundi Hólmfríður sagðist ekki vita betur en að þingflokkur Miðflokksins myndi funda í dag. Fréttastofa hefur ekki fengið upplýsingar um hvar og hvenær þingflokkurinn hyggst funda. Formaður þingflokksins er Gunnar Bragi Sveinsson og varaformaður Bergþór Ólason. Nefndarfundir voru á Alþingi um og eftir hádegi í dag.Nefndarmenn í umhverfis- og samgöngunefnd óskuðu eftir því að Karl Gauti Hjaltason sem á sæti í nefndinni myndi víkja af fundi í dag. Tilefnið var að Íris Róbertsdóttir bæjarstjóri Vestmannaeyja var gestur fundarins en nafn hennar kemur fyrir í Klaustursupptökunum. Bergþór Ólason er formaður umhverfis- og samgöngunefndar en hann var ekki viðstaddur. Hann var á sameiginlegum fundi utanríkismálanefndar og umhverfis- og samgöngunefndar um loftslagsmál en hætti við að koma á fund þeirrar nefndar sem hann gegnir formennsku í. Þá mættu Sigmundur Davíð og Anna Kolbrún ekki á nefndarfundi sína í efnahags- og viðskiptanefnd annars og allsherjar- og menntamálanefnd hins vegar. Þau mættu hins vegar í þingmannaveislu á Bessastöðum í gærkvöldi þar sem Bergþór og Gunnar Bragi sátu hjá.
Upptökur á Klaustur bar Mest lesið Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Innlent Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn Innlent Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Innlent Fleiri fréttir Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Sjá meira
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent